Austurland


Austurland - 30.04.1998, Qupperneq 2

Austurland - 30.04.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgcfandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383 og 8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Utvarp allra landsmanna Fjölmargir, sem til langs tíma hafa veríð ákafir stuðningsmenn ríkisútvarps- og sjónvarps, eru það ekki lengur. Fólk er orðið leitt á afspymulélegum útsendingum beggja ríkisfjölmiðlanna og bera þær eðlilega saman við útsendingar Stöðvar 2 og Bylgjunnar og sá samanburður er ekki ríkisfjölmiðlunum í hag, svo ekki sé talað um afspyrnulélega sjónvarpsdagskrá Ríkissjónvarpsins. Þegar bent er á það öryggishlutverk sem ríkisfjölmiðlarnir eiga að gegna er oftast bent á veðurfregnimar. Flestar náttúm- hamfarir á íslandi stafa jú af völdum veðurs. Núna er þessi póst- ur úti þar sem veðurfræðingamir eru að hætta störfum hjá sjón- varpinu vegna þess hvað áhorfið hefur minnkað vegna breytts útsendingartíma og ekki síður vegna úreltrar framsetningar á veðurfréttum. Það er allt í lagi segir útvarpsstjóri, „við ráðum bara skipstjóra í staðinn, þeir em vanir að vinna úr gögnum frá veður- stofu“! Ríkisútvarpið, „útvarp allra landsmanna", er rekið af alm- annafé og helstu rök talsmanna þess fyrir því að svo skuli vera áfram em þau að það þjóni best hagsmunum almennings og svo sé Ríkisútvarpið nauðsynlegur þáttur í almannavarnakerfi landsins. Það er hvergi minnst á nauðsyn þess að þjóna „lands- mönnum öllum“ hvað fréttaflutning varðar. í Ríkisútvarpinu s.l. mánudag vom í tveimur fréttatímum fluttar þrjár fréttir af Austurlandi. Sú yngsta um framboðslista Fjarðalistans var hálfs-mánaðar gömul og sú elsta um leikskólamál á Eskfirði hálfs árs gömul. Þriðja fréttin um vamargarð í Neskaupstað var um mánaðar gömul. Umrædd tilfelli em ekki einstök því miður og af hálfu Ríkissjónvarpsins er sama sagan uppi á teningunum. Dæmi: Þegar Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi boðaði til fréttamanna- fundar til að kynna nýtt merki fyrir fjórðunginn mætti fréttaritari sjónvarpsins á Austurlandi á staðinn og lagði sig í líma við að gera sitt besta. Fréttin kom í Ríkissjónvarpinu hálfum mánuði síðar og gott ef hún var ekki í ellefu-fréttatímanum. Fréttamaður Stöðvar 2 kom líka á staðinn en kom of seint á sjálfan fundinn, hefur sjálfsagt verið að gera aðra frétt úr fjórðungnum, en hans frétt um þetta nýja merki kom í aðalfréttatíma Stöðvar 2 tveimur kvöldum seinna. Þetta er lýsandi dæmi af fréttaflutningi útvarps og sjónvarps „allra landsmanna“ af Austurlandi og sjálfsagt víðar af landsbyggðinni. Útsendingarskilyrði þessa ríkisrekna fjölmiðils er heill kap- ítuli út af fyrir sig og ekki hægt að merkja bragabót þar á og með ólíkindum langlundargeð notenda. Dæmi: Þegar íbúar í Lóninu kvörtuðu undan hlustunarskilyrðum útvarpsins var sendir fluttur til til að bæta þar úr. Við það versnuðu hlustunarskilyrðin í þéttbýli og þrátt fyrir ábendingar þar um hefur ekkert verið að gert. í Skriðdal eru hlustunarskilyrðin einna verst í fjórðungnum en ekki er vitað til að úr því verði bætt á næstunni. Og það sem kannski er skítlegast við þetta allt saman að þrátt fyrir að sjá ekki sjónvarpið eða heyra útvarpið er öllum gert skylt að greiða fyrir þessa þjónustu eða þjónustuleysi öllu heldur. Allir vita svo að sjónvarpsútsendingar Stöðvar 2 eru miklu skýrari en útsendingar ríkissjónvarpsins. Fólk hefur því miður löngu gefist upp á að kvarta því þá bendir hver á annan. Það er réttmæt krafa Austfirðinga og annara íbúa lands- byggðarinnar að þeim sé sinnt á viðunandi hátt og séu ekki taldir annars flokks þegnar af hálfu ríkisfjölmiðlanna. Eg. Getraunaleikur Þrottar og Pizza 67 Seinasta helgi var algjör hörm- ung hjá tippurum hjá Þrótti, að- eins ein röð með 11 réttum kom fram á enska seðlinum og fimm raðir með 10 réttum. Það var kvenna-hópurinn Hundsviti sem náði 11 réttum og skákaði eigin- mönnunum í Trölladeigi sem náðu aðeins 8 réttum. Lea 0 náði 10 réttum og eru komnir upp í 4- 6. sæti ásamt Hundsvit. Þrír efstu hóparnir, Tippverkur, 3 Fuglar og Gufumar náðu allir aðeins 9 réttum þannig að staðan á toppn- um breyttist ekki. Nú era aðeins fjórar vikur eftir af þessari keppni og er útlit fyrir mjög Daglegar ferðir Neskaupstai’iiir s. 477 1190 Eskiijörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó ^ Vöruflutníngar ®477 1190 spennandi keppni um fyrsta sætið. Arsenal virðist vera að tryggja sér meistaratitilinn í Englandi en Man United gefst ekki upp og fylgir þeim eins og skugginn, eitt sæti virðist vera nokkuð öruggt, það er neðsta sætið, að sjálfsögðu er það Crystal Palace sem vermir það. Félagakeppni UIA í Getraunum í fimmtu viku félagakeppni ÚÍA jók Þróttur forustu sína er þeir náðu 11 réttum á enska seðilinn á meðan Huginn náði 10 réttum. Forusta Þróttar er þá kominn í þrjú stig og fimm umferðir eftir. Það komu fram raðir með 10 réttum hjá Hugin, Golfklúbbi Fljótsdalsh., Neista og Austra. Neisti skaust þar með upp að hlið Hattar í 4. - 5. sætið með 47 stig. Getraunaþjóusta Þróttar er opinn föstudaga kl. 19-21 daga kl. 10-12.30. Staðan eftir 6 vikur og laugar- 1. Tippverkur 62 2. 3 Fuglar 61 3. Gufumar 59 4-5. Hundsvit 57 4-5. Lea 0 57 6-9. Liverunited 56 6-9. Mónes 56 6-9. Nönsos 56 6-9. Trölladeig 56 Staðan eftir fimm vikur er þannig: 1 Þróttur 58 2 Huginn 55 3 Austri 51 4-5 Neisti 47 4-5 Höttur 47 6 Einherji 45 7 Hrafnkell Freysgoði 34 8 Valur 30 9 Golfklúbbur Fljótsdalsh. 29 m njjmburdarlpndi 3 O fólk! Umgangist Jylgjendur allra trúarbragða í anda vináttu og —a bróðurþels. (S&ahá 71 Uáh -—■3 ö&altáíar oH'eskaupstad — —4 m mmmm ~r~r Austfiröingur vikunnar er að þessu sinni Brynja Garðarsdóttir, formaður skíðadeildar Þróttar Fullt nafn? Brynja Garðarsdóttir Fæðingardagur? 12. apríl 1955 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Þiljuvellir 35 Neskaupstað Núverandi starf? Kennari Önnur störf? Félagsstörf, formaður skíðadeildar Þróttar Fjölskylduhagir? Kvænt og á 3 börn Farartæki? toyta Corolla 1300 árgerð 1990 Uppáhaldsmatur? Hrísgrjón Versti matur? Bjúgu/sperlar Helsti kostur? Fljót að hugsa Helsti ókostur? Rækta ekki sjálfa mig nóg Uppáhalds útivistarstaður? Skíðasvæðið í Oddskarði Hvert langar þig mest að fara? Til Austurríkis (í Mið-Evrópu) Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Undir Rauðubjörgin Áhugamál? Fuglaskoðun, skíði og golf Uppáhalds stjórnmálamaður? Katrín Ingvadóttir (tilvonandi) Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Hvað metur þú mest í fari annarra? Að kunna að fyrirgefa Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið skíði? Renna Mottó? Einn fyrir alla og allir fyrir einn

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.