Austurland


Austurland - 30.04.1998, Qupperneq 4

Austurland - 30.04.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar sendir öllu verkafólki baráttukveðjur á alþjóðlegum degi verkalýðsins 1. maí ávarp Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar umfang, svo mjög að þeir hafa átt fullt í fangi að velta sínu eigin þunga hlassi, og það á kostnað verkafólks. Er ekki tímabært að taka höndum saman velja sér hæfari forystu, og láta til okkar taka, bæði hvað varðar kröfur til hærri launa fyrir erfiðisvinnuna sem þeir ómenntuðu hafa um langan tíma að mestu leyti þurft að sinna, og einnig gera kröfur bömum okkar til handa um jafn- an rétt til náms og bömum auð- manna sem hagnast hafa fyrir okkar tilstilli. Þeirra börnum hefir um langan tíma verið gert auðveldara um nám, þótt hæfni þeirra til að nýta þá menntun sem þau hafa hlotið hafi á engan hátt orðið heildinni til hagsbóta nema síður sé. Við getum horft til þeirra þar sem þau sitja við stjórn landsins, í bankakerfinu og allsstaðar þar sem hægt er að auðgast á verkalýðnum.Völdin eru orðin á fárra manna höndum. Við verðum að sporna við þess- um yfirgangi, sameinast, kröfu- gerðin verður að koma frá okkur verkafólki við emm stærsti hluti þessarar þjóðar, og með sam- takamætti getum við sannarlega breytt því sem breyta þarf, okkur sjálfum og okkar afkomendum til hagsbóta. Verkalýðsfélögin eiga að vera okkar samtakamátt- ur þau eru aðeins til vegna okkar vinnu, og eru því okkar eign, tökum stjómina sjálf. Föram í lax. Baráttukveðjur Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar Alþýðusamband Austurlands sendir austfirsku launafólki baráttukveðjur í tilefni 1. maí Nú er rétta stundin til að spyrja sjálfan sig hvort verkalýðshreyf- ingin hafi skilað launafólki bættri afkomu, og þá með hvaða hætti. Hafa launakjör verkafólks batn- að til jafns á við aðrar stéttir í þjóðfélaginu, eða er verkafólk og þeirra störf minna metin en störf þeirra sem lengri skóla- göngu hafa? Hefði það ekki átt að vera baráttumál verkalýðs- hreyfingarinnar að berjast fyrir að öllum væri gert kleift að stunda nám í sinni heimabyggð og meðal sinna bakhjarla, þ.e.a.s. foreldra og/eða annarra skyldmenna? Hefði ekki verið hægt að þrýsta á stjórnkerfi landsins með þá sjálfsögðu kröfu að börnum þjóðarinnar væri gert jafn hátt undir höfði með mennt- unarmöguleika? Eða er menntun aðeins fyrir fáa útvalda? Er kannski eitthvað til í því að einhver kolkrabbi ráði hér ríkj- um, og ef svo er, er þá ekki ástæða til að hann verði gerður óvirkari en hann nú er? Þjóðar- sálin er kannski orðin dofin af allri þeirri yfirstjóm sem hér hefir ríkt um marga tugi ára, trú- in á samtakamátt heildarinnar er horfin, það sést best í því að fáir sem engir mæta á fundi sinna fél- aga. Það er ekki við verkafólkið að sakast í þeim efnum, heldur verkalýðsforystuna í landinu, hún hefur brugðist. Margir hafa farið í forsvar fyrir verkalýðinn, og mörgum orðið fótaskortur vegna sjálfshyggjunnar, þeim bæði vaxið auður og vaxtalags- Hatnarsjóður Neskaupstaðar óskar launafólki í Neskaupstað, y Eskfirði og Reyðarfirði allra heilla á baráttudegi þess 1. maí Hafnarsjóður Neskaupstaðar Smári Geirsson, kennari í Neskaupstað, og Jón Ingi Sigurbjörns- son, kennari á Egilsstöðum, stinga saman nefjum. Ljósm. as Lítil vímuefnanotkun „Eitthvað hafa Austfirðingar verið að gera betur en aðrir síðust ár“. Þetta var meðal þess sem kom fram í framsögu Þórólfs Þórlinds- sonar um fíkniefnaneyslu unglinga á ráðstefnu um forvamir á Austurlandi undir yfirskriftinni „Við getum betur“ en hún fór fram í Félagslundi á Reyðarfirði. í könnun sem Þórólfur hefur gert kemur m.a. fram að vímuefnaneysla unglinga á Austurlandi er með þeirri minnstu á landinu en aðeins Sunnlendingar hafa lægri tölur í þeim efnum. í framsögu Þórólfs kom ennfremur fram að það sem ræður mestu um hvort unglingur leiðist út í fíkniefnaneyslu er vinahópurinn. Ástæðuna segir hann vera þá, að lífsstíll unglinga sé orðinn mjög óháður heimi fullorðinna og tískustraumar, sem séu í gangi á hverjum tíma, hafi mjög sterk áhrif á unglinga almennt. Þórólfur benti ennfremur á að því meiri tíma sem börn eyða með foreldrum sínum, því minni hætta er á að þau leiðist út í vímuefna- neyslu. Hann segir: „Tíminn einn spáir ótrúlega mikið fyrir um hvort unglingur leiðist út í neyslu. Sama hvað foreldrar gera á þeim tíma sem þeir eyða með bömum sínum. Því betur sem foreldrar fylgjast með bömum sínum setja reglur o.s.frv., því ólíklegri em böm til að leiðast út í neyslu fíkniefna". En hvað er til ráða? Jú, nokkrar leiðir eru færar í stöðunni. T.d. þurfa foreldrar að bindast samtökum, t.d. í sambandi við útivistar- tíma. Ef eitt foreldri setur reglur er það mjög erfitt en ef allir taka sig saman um þetta mál er auðveldara að fylgja reglunum eftir. Fjölmargir sóttu ráðstefnuna, sem haldin var á vegum áætlunarinnar Island án eiturlyfja, í samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi og Landsamtökin Heimili og Skóli. Fjölmörg önnur erindi voru flutt á ráðstefnunni og m.a. benti Hermann Valsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, á að það væri misskilningur að við byggjum í „litlu saklausu sveitarfélagi þar sem við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af vímuefnum, og að þetta yrði svona til frambúðar". Þessi draumsýn er röng og ef við höldum áfram að trúa henni munum við lenda í ógöngum á næstu árum.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.