Austurland


Austurland - 30.04.1998, Side 5

Austurland - 30.04.1998, Side 5
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 5 ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA Þegar dagar, og jafnvel vikur, líða án þess að fjölmiðlar vorir kunni að segja oss nokkur tíðindi af pilsaveiðum Bandaríkjaforseta, fyrr eða síðar, hljóta stórir atburðir að hafa gerst í faðmi fjallkonu hinnar fríðu norður á veraldarhjara. Orð að sönnu. Vér íslendingar höfum fengið um lítið eitt annað að hugsa um sinn. Loksins, loksins hefur verið gerð stór uppgötvun á landi voru, því- lík óhagganleg staðreynd af- hjúpuð að hún mun ekki gleymast nokkrum þeim Islendingi, sem farinn var að muna eftir sér á síðasta tugi 20. aldar, meðan öndin flöktir í vitum hans. Uppgötvun þessi er raunar afar einföld, eins og svo mörg önnur afrek mannsandans reynast vera þegar öllu er á botninn hvolft; semsé: Lífið er alls ekki saltfiskur heldur lax. Svo er fyrrverandi stjórum Landsbanka Islands fyrir að þakka. Þar skutu þeir Laxness og Sölku Völku ref fyrir rass, og þarf nokkuð til óneitanlega. Fátt eitt verður hér tíundað af því sem þegar hefur verið sagt og skrifað varðandi uppgötvun þessa enda fyllti allt það efni ugglaust væna bók, væri því öllu smalað í einar kvíar. A hinn bóginn hlýtur einkennileg þögn um eitt smáatriði varðandi mál þetta að vekja nokkra athygli. Einn af fulltrúum í bankaráði Landsbanka Islands hefur stað- hæft að tiltekið ár hafi innan þess vébanda verið samþykkt „... að beina því til bankastjómar að öllum laxveiðum á vegum bank- ans verði hætt“. Þessu svarar einn af bankastjórunum í frægu viðtali í M.b. 17. apríl s.l. svo segjandi: „Þetta er rangt. Hið rétta er, að hún Kristín litla Sigurðardótt- ir hóf þessa umræðu í bankaráði og kom með þessa hugmynd úr prjónaklúbbi Kvennalistans. Það var hins vegar engin samþykkt gerð í þessa vem og engu beint til bankastjómar...“. Það er vert eftirtektar að hvorki bankaráðsfulltrúinn né dírektörinn fyrrverandi vísar í skriflega heimild um upptöku þessa máls í ráðinu né afgreiðslu þess. Leyfist fáfróðum sveitamanni að bera fram nokkrar litlar og einfaldar spurningar viðvíkjandi máli þessu? 1. A bankaráð Landsbanka Islands ekki í fórum sínum fundagerðabók sem hægt er að fletta upp í og sýna þjóðinni, nákvæmlega, hvenær mál þetta var borið upp í ráðinu og hverja afgreiðslu það hlaut? 2. Hafi nefnt bankaráð enga slíka bók undir höndum, eru ,Z-í fundir þess þá haldnir í einhverskonar prjónaklúbbs- formi þar sem ekkert er bókað? Eg hélt að ekki væri til svo aumur félagsskapur í landinu eða léleg nefnd að ekki hefði fundagerðabók í fórum sínum ellegar sendibréfsfæran mann innan seilingar er gæti klórað upp læsilega fundargerð. 3. Og vel á minnst. Hvað gerði nýfráfarin bankastjóm við bréf frá endurskoðanda bankans varðandi tiltekið mál sem hann hafði oftar en um sinn vakið athygli hennar á? Áttu fullmekt- ugir ekki einu sinni til möppu- tötur í fómm sínum til þess að halda þvílíkum pappírum til haga? Að lokum ein spuming enn um gerðabók bankaráðs hafí hún verið til? Kom kannski einhver lón Marteinsson á næturþeli og stal henni? Sé svo er vonandi að hann skili henni aftur svo að hún bjargist frá glötun ekki síður en Skálda forðum úr eldi Kaupin- hafnar. S.Ó.P. Lífeyrissjóður Austurlands óskar austfirsku alþýðufólki allra heilla á baráttudegi þess 1. maí LÍFEYRISSJÓÐUR ‘ AU STURLANDS Enginn fulltrúi framsóknar á Seyðisfirði gefur kost á sér Enginn núverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Seyð- isfirði sækist eftir endurkjöri í komandi sveitarstjómarkosning- um en Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri er í heiðurssæti listans. Nú eru níu fulltrúar í bæjarstjórn Seyðisfjarðar en verða sjö næsta kjörtímabil. Meginástæður þess að bæjar- fulltrúm fækkar er sú að íbúum kaupstaðarins hefur fækkað nokkuð og stjórnkerfi bæjarins hefur verið gert skilvirkara með fækkun nefnda og stjómsýslan öll opnari og nútímalegri. Listi framsóknarmanna verð- ur þannig skipaður: 1. Friðrik Aðalbergsson, rennismiður 2. Sigríður Stefánsdóttir, sím- ritari 3. Vilhjálmur Jónsson, deild- arstjóri 4. Lára G. Vilhjálmsdóttir, húsmóðir 5. Ingibjörg Svanbergsdóttir, skrifstofustjóri 6. Sigríður Heiðdal Friðriks- dóttir, nuddfræðingur 7. Unnarr B. Friðriksson, vélsmiður 8. Sigurður Ó. Sigurðsson, vélsmiður 9. Snorri Jónsson, verkstjóri 10. Bjarney Emilsdóttir, ræstitæknir 11. Jón Bjartmar Ólafsson, verkamaður 12. Jóhann Pétur Hansson, ritstjóri 13. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri 14. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri J.J S enclum starfs fólki okkar ogf launafólki um land allt keillakveðj ur á karáttudegfi verkalýðsins Síld lan kf. arvmnslan Neskaupstaá

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.