Austurland


Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 1. maí ávarp iðnnemasambands Austurlands Fjögur komma sjö prósent af engu er ekkert! Iðnnemasamband íslands, hvað er það spyrja kannski sumir. Iðnnemasambandið er einn lið- urinn í kjarabaráttu Islendinga og berst fyrir kaupum og kjörum Iðnnema. Þegar líða fer að 1. maí fara verkalýðsfélögin að taka upp gömlu kröfuspjöldin og dusta af þeim rykið. En oft þegar farið er í gegnum gömlu spjöldin kemur í ljós að oftar en ekki má nýta þau gömlu aftur. Iðnnemar hafa nú oftast haldið á sömu spjöldunum ár eftir ár. Þrátt fyrir að nýlega hafi verið gerðir kjara- samningar eru iðnnemar enn að súpa seyðið af þeirri svívirðilegu aðför sem gerð var að fram- færslugetu iðnnema árið 1986 þegar hlutfallstenging við sveina- kaup var afnumið. I kjarasamn- ingum það ár seldi Alþýðusam- band íslands nemanda fyrir eitt- hvað bitastæðara og hefur kaup iðnnema rýrnað um 30% á und- anförnum áratug í samanburði við laun sveina. Vinnuveitendasambandið hef- ur aldrei viðurkennt samningsrétt Iðnnemasambandsins og hafa hunsað kröfur iðnnema hvað eft- ir annað. Ljóst er að vinnuveit- endur munu seint sjá sóma sinn í því að greiða nemum lágmarks framfærslulaun. Sú hugsun læð- ist að manni að vinnuveitendur standi í þeirri trú að iðnnemar þurfi ekki sömu lágmarkslaun og aðrir. Það hlýtur því að vera okk- ar metnaðarmál að leiða launa- greiðendur í sannleika um það að iðnnemar þurfa að borða jafn mikið. Iðnnemar borga einnig sömu leigu og annað vinnandi fólk og gera sömu kröfur til lífs- ins og hinn almenni launþegi. Þær tölur sem þjóðhagsstofnun er að birta um lágmarksframfærslu á líka við um iðnnema. Fjögur komma sjö prósent af engu er ekkert. Þetta geta flestir sem lokið hafa grunndeild í iðnskóla staðfest og sannreynt. Engu að síður er flest- um iðnnemum boðin sama pró- sentuhækkun og öðrum og mega þeir teljast ánægðir að fá fimm- hundruðkall auka í launaumslag- íð. Margir iðnnemar sem þóttust geta veitt sér eina bíóferð í mán- uði að loknum kjarasamningum urðu fyrir vonbrigðum því allir vita að fimmhundruð kall dugar ekki fyrir bíómiða, hvað þá poppi og kóki. Ekki svo að skilja að aðal krafa Iðnnemasambands Islands sé bíóferð fyrir alla iðn- nema, en að geta fætt sig og klætt hefur löngum þótt sjálfsögð mannréttindi. Þau mannréttindi eru brotin á iðnnemum. Um þessar mundir keppast verkalýðsfélögin við að lýsa yfir ágæti samninganna. Alþýðusam- bandið hefur talað um tímamóta- samninga og vinnuveitendur þykjast hafa verið hlunnfarnir. Við spyrjum hvað tímamóta- samningar eru það sem gefa verkafólki 70 þúsund króna lágmarkslaun þegar framfærslu- þörfm er 120 þúsund. Þetta eru samningar sem færa verkafólk aðeins nær því að geta lifað af laununum, ekkert meira. Við lif- um í þjóðfélagi þar sem forráða- mennirnir eru með fleiri hundruð þúsunda króna í mánaðarlaun og skammta sér brauðið eftir henti- semi. Þegar kemur að kjara- samningum hinna almennu laun- þega virðist svo ekkert vera eftir til að spila úr og almenningur þarf að láta sér lynda lúsalaun. Það er veikt þjóðfélag sem sýnir hinu vinnandi fólki slíka lítils- virðingu. Það er veikt þjóðfélag þar sem forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar tala um tíma- --------- Stefnuþing Fjarðalistans Fjarðalistinn boðar til stefnuþings Iaugardaginn 2. maí nfe. Þingið verður háð í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði og hefst fel. 13.00. Þingið sitja frambjóðendur Fjarðaiistans en allir félagsmenn í Fjarðalistanum eru velfeomnir til að tafea þátt í stefnumótun fyrir næsta fejörtímabil. Stefnusferárnefnd Fjarðalistans Sendum starfsfólki okkar og launafólki um land allt heillakveðjur á baráttudegi verkalýðsins 1. maí Netagerð Ig Friðriks Vilhjálmssonar hf. Neskaupstað mótasamninga þegar fólk þarf að vinna 16 tíma vinnudag til að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum. Það hefur lengi þótt kurteisis- leg venja í kosningabaráttu að minnast á bætta iðn- og starfs- menntun en það hefur aldrei þótt til siðs að fylgja því eftir. Þjóðin stendur nú frammi fyrir því að megnið af verkafólki er ófaglært og stendur það ekki til bóta. Reyndar hafa verið byggðir tveir verkmenntaskólar á heimsmæli- kvarða á undanförnum árum en fjármagnið á þá að sækja beint í vasa nemendanna. Skólagjöld hafa verið hækkuð, efnisgjöld hafa aukist og nú síðast datt Birni það snjallræði í hug að rukka nemendur sem ekki stand- ast próf um fallskatt. Þegar nem- endur kvarta er þeim bent á að þeir eru ekki lengur skyldugir að greiða skólafélagsgjöld og þurfa því ekki að taka neinn þátt í félagsstörfum innan skólans nema þeir hafi efni á því. Iðnnemasambandið hefur lengi bent á þörfina fyrir betri námsráðgjöf í grunnskólum. Til þess að fá hæfustu einstakling- ana til að stunda iðn- og verk- nám þarf að gera nemendum grein fyrir þeim möguleikum sem bjóðast. Nauðsynlegt er að afnema efniskostnað í iðnnámi en dæmi eru um að iðnnemar þurfi að greiða allt að 100 þúsund krónur í efniskostnað á ári hverju. Það sjá það því allir að ekki ríkir jafnrétti til iðnnáms frekar en annars framhaldsnáms. Á fyrsta maí 1998 er það krafa Iðnnemasambands íslands að hverjum og einum sé gert mögulegt að stunda það nám sem hugurinn stendur til. Iðn- nemar krefjast þess að vera metnir að verðleikum og fá greitt samkvæmt vinnuframlagi. Við krefjumst þess að geta bæði menntað okkur og borðað. Við munum ekki sætta okkur við þá svívirðu að vera metin ódýrt vinnuafl. Iðnaðarhúsnæði Til sölu er iðnaðarhúsnæði að Urðarteigi 22, Nesfeaupstað, um 290 fer Eignin selst í einu lagi eða í minni einingum. Upplysingar 1 sima 477 1237 Gunnar 477 H90Rúnar Hönnum vefsíður fyrir fyritœki, 15^ stofnanir og einstaklinga ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn. is Eldsmiðurinn - austfirskt 21. aldar fyrirtceki Launþegar Til hamingju meö 1. maí ftusturland

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.