Austurland


Austurland - 30.04.1998, Qupperneq 8

Austurland - 30.04.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Kosningaréttur fólbs Utankjörfundaratkvæða- greiðsla Meginreglan er auðvitað sú að menn kjósi á kjörfundi. En með kjörfundi er átt við fund kjör- stjómar á kjördag þar sem kjós- endum gefst kostur á að mæta og greiða atkvæði. Þó eru alltaf einhverjir sem ekki eiga tök á að mæta á kjörstað á kjördag. Þeim aðilum er heimilt að kjósa utankjörfundar. Oftast eru það 10-15% kjósenda sem greiða atkvæði á þennan hátt. Utankjörfundaratkvæða- greiðslan hefst átta vikum fyrir kjördag. Hægt er að kjósa utankjör- fundar hjá sýslumönnum, hrepp- Tindar félag jafnaðar- og vinstrimanna á Seyðisfirði hefur birt framboðslista sinn vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga og er hann þannig skipaður: 1. Ólafía Þórunn Stefáns- dóttir, sérkennari 2. Sigurður Þór Kjartansson, leiðbeinandi 3. Egill Sölvason, fiskverka- maður 4. Lukka Sigríður Giss- urardóttir, hjúkrunarforstjóri 5. Guðni Sigmundsson, verkamaður 6. Guðrún Katrín Arnadóttir, leikskólakennari stjóram, skipstjórum á íslensk- um skipum í millilandasigling- um eða á fjarlægum miðum, og erlendis hjá sendiráðum Islands og öðrum starfsmönnum utan- ríkisþjónustunnar (utanríkisráðu- neytið á að auglýsa nákvæmlega hvaða starfsmenn þetta era). Sá sem annast utankjörfundarkosn- inguna nefnist kjörstjóri. Hver sem er getur kosið utan kjörfundar. Þá liggur engin kjör- skrá fyrir, og engin samanburður við hana er gerður fyrr en á kjör- dag. Þá fyrst kemur í ljós hvort kjósandinn er á kjörskrá í því sveitarfélagi sem hann hefur gefið upp. Kosningin skal fara fram á 7. Ása Kristín Árnadóttir, hárgreiðslusveinn 8. Magnús Svavarsson, sjó- maður 9. Þorgeir Sigurðsson, véla- maður 10. Sigrún Ólafsdóttir, hjúkr- unarfræðingur 11. Stefán Smári Magnússon, bóndi 12. Margrét Vera Knúts- dóttir, skrifstofumaður 13. Pétur Böðvarsson, skóla- stjóri 14. Magnús Guðmundsson, fjármálastjóri skrifstofu kjörstjórans. Þó er stundum heimilt að láta kosn- ingu fara fram á stofnunum eða jafnvel heimilum fólks. Sýslumenn og hreppstjórar skulu auglýsa hvar og hvenær kosning hjá þeim fer fram. Kosning á stofnunum Kjörstjóri getur látið kosningu fara fram í eftirtöldum stofnun- um: sjúkrahúsum, elliheimilum, stofnunum fyrir fatlaða og fang- elsum. Á þessum stöðum skal gefa sjúklingum og vistmönnum kost á að kjósa, en ekki er heim- ilt að aðrir, t.d. starfsfólk, kjósi. Það er kjörstjórans að ákveða hvort kosning skuli fara fram á stofnun, honum er það ekki skylt, og ekki er gert ráð fyrir að sérstök beiðni þurfi að koma frá stofnun um þetta. Verður því væntanlega nokkuð handahófs- kennt hvenær kosning fer fram í stofnun, og er það miður. Minna má á, að í kosningunum sem kærðar voru í Skagafirði sl. haust var eitt meginkæraefnið það að vistmönnum á dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki hafi ekki gefist kostur á að kjósa innan stofnunarinnar. Þetta má ekki fara fram fyrr en 3 vikum fyrir kjördag, líklega vegna þess að fyrst þá liggja framboð endanlega fyrir. Ákvörð- un um svona kosningu skal tekin a.m.k. viku fyrir kjördag, og auglýst innan stofnunarinnar og tilkynnt umboðsmönnum fram- Sparaðu! Það er ódýrara að vera áskrifandi. Áskriftarsíminn er 477 1571 Frambofislisti Tinda OUN Samvinnufclag útgcrðarmanna Wil Ncskaupstað og Olíusamlág útvegsmanna Ncskaupstað senda austfirsku launafólki heillakveðjur í tilefni 1. maí boða, sem gefst færi á að vera viðstaddir. Kjörstjóri skal koma sér upp aðstöðu í stofnunni þar sem vistmenn geta komið og fengið að kjósa, en þó má kosn- ing fara fram inni í herbergjum þeirra vistmanna sem erfitt er að flytja til kjörstjóra. Hversu lengi kosning sem þessi varir fer eftir fjölda kjósenda á stofnunni, oftast fáeinar klukkustundir. Kosning heima hjá sjúklingi Á sambærilegan hátt og kosning innan stofnana má kjörstjóri heimila kjósanda, sem vegna líkamlegs ástands á ekki heimangengt, að kjósa á heimili sínu. Kjósandinn þarf a.m.k. viku fyrir kosningar að senda kjörstjóra skriflega beiðni um þetta, ásamt læknisvottorði sem staðfesti ástand hans. Framkvæmd atkvæðagreiðsiunnar Kosningin fer þannig fram að kjósandi útfyllir kjörseðil í ein- rúmi og setur í umslag. Síðan ganga hann og kjörstjóri frá fylgibréfi og setja það ásamt kjörseðilsumslaginu í annað umslag (sendiumslag). Á fylgi- bréfinu kemur fram nafn kjós- anda, hvenær hann kaus, vottun kosningarinnar o.fl. Sendi um- slagið er svo merkt viðtakanda (sýslumanni, hreppstjóra eða kjörstjórn í heimabæ kjósand- ans) og nafni kjósandans. í tengslum við umfjöllun um frágang utankjörfundargagna má segja frá því að við Alþingis- kosningamar 1927 höfðu hrepp- stjóri, sem annaðist utankjör- fundaratkvæðagreiðslu, og skrif- ari hans í sameiningu falsað nokkur atkvæði. Það gerðu þeir þannig að þeir skutu undan kjör- seðli og kjörseðilsumslagi sem kjósandinn hafði gengið frá, og settu í staðinn umslag með at- kvæðaseðli sem þeir höfðu fyllt út eftir sínu höfði. Þetta gerðu þeir samtímis því að fylgibréfið var útfyllt og var sendiumslag- inu síðan lokað. Öll kjörgögn vegna utankjör- fundarkosninga eru stöðluð. Þegar kjörstjórn afgreiðir at- kvæðin þá opnar hún sendi- umslagið, fer yfir fylgibréfið og athugar hvort viðkomandi má kjósa í sveitarfélaginu, að því búnu er kjörseðilsumslaginu (sem er ómerkt) stungið í kjör- kassann saman við önnur at- kvæði og þannig er leynd kosn- inganna tryggð. Varðandi útfyllingu kjörseð- ilsins, þá á kjósandi að stimpla eða rita á kjörseðilinn staf þess lista sem hann ætlar að kjósa. Hann má geta þess hvernig hann vill hafa röð frambjóðenda á listanum. Kjörstjóra er ekki skylt að kynna framboðslista, heldur þarf kjósandi sjálfur að afla sér slíkra upplýsinga. Stundum liggja framboð ekki fyrir né heldur hvaða listabókstaf hvert framboð fær. Kjósandinn er þá í vanda, hann getur giskað á listabókstafinn eða skrifað nafn þess flokks, félags eða manns sem hann vill kjósa. Verður það þá kjörstjómar að meta atkvæð- ið, en henni ber að meta atkvæði gilt ef ljóst er hvaða lista það er ætlað, nema aðrir gallar séu á at- kvæðinu. Loks má geta þess, að kjós- andi á rétt á aðstoð kjörstjóra við útfyllingu eða frágang kjörseð- ils, sé hann ófær til þess sjálfur. Atkvæði komið til skila Atkvæðinu þarf að koma til skila til kjörstjómar í heimabæ kjós- andans. Kjósandinn ræður því hvernig hann kemur atkvæðinu til skila. Ef kosningin fer fram í heimabæ kjósandans þá getur kjósandi látið atkvæðið í kassa innsiglaðan af kjörstjórn sem kjörstjóri hefur, en kassa þessum ber kjörstjóra að skila til kjörstjórnar fyrir kjörfund. Ef kosið er annars staðar þá póstleggur kjörstjóri atkvæðið ef kjósandinn vill. í öðrum tilvikum tekur kjósandinn atkvæðið og kemur því sjálfur til skila t.d. með aðstoð stjómmála- flokkanna. Hér má nefna úrskurð Félags- málaráðuneytisins frá 1986 varðandi kæra á sveitarstjómar- kosningum í Nesjahreppi. Kæru- efnið var að utankjörfundarat- kvæði kærandans komst ekki til skila úr pósti fyrr en eftir kjör- dag þrátt fyrir að atkvæði ann- arra sem send voru á sama tíma frá sama stað kæmust til skila. Atkvæðið gat ráðið úrslitum þar sem aðeins einu atkvæði munaði að einn frambjóðandi felldi út annan. Úrskurðað var að það væri á ábyrgð kjósandans siálfs að koma atkvæðinu til skila og því var ekki fallist á kærana. Heimild til að kjósa aftur Kjósandi sem kosið hefur utan kjörfundar getur kosið aftur ef hann vill, hvort sem er á kjör- fundi eða aftur utan kjörfundar. Honum er hins vegar ekki skylt að kjósa aftur þó hann sé heima á kjördag og kæmist á kjörstað. Ef kjósandi kýs oftar en einu sinni gildir það atkvæði sem síðast var greitt. Kjósandi getur tekið utan- kjörfundaratkvæðið sitt til baka hvenær sem er. Þó þannig að ef það er í innsigluðum kassa hjá kjörstjóra þá verður hann að fá að koma aftur þegar innsiglið er rofið við afhendingu kassans til undirkjörstjórnar, því innsiglið verður ekki rofið sérstaklega út af þessu. Kjörstjóm setur utan- kjörfundaratkvæðin í sinn kjör- kassa í lok kjörfundar, þannig að unnt er að afturkalla þau út allan

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.