Austurland


Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 9

Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 Öldungamót og uppskeruhátíð Tvö kvennalið frá Þrótti og eitt kvennalið frá Austra taka þátt í Öldungamótinu í blaki sem hófst á Siglufirði í gær. Hópurinn lagði af stað norður í gær og er væntanlegur heim aftur á sunnudag. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar Austri var eina liðið af Austurlandi á mótum sem þessum, en Sindri hefur stundum áður sent lið til keppni. Metþátttaka er á Siglufirði, alls eru 70 lið skráð til leiks og verður leikið frá miðvikudags- kvöldi til síðdegis á laugardag með hléi yfir blánóttina. Annað Þróttarliðið á t.d. leik milli eitt og tvö í nótt! Öldungaþing verður haldið í tengslum við mótið og þar verður ákveðið hvort næsta mót verður haldið hér eystra í nýju sameinuðu sveitarfélagi í um- sjón Austra og Þróttar. Aðalfundur og uppskeruhátíð blakdeildar Þróttar verða haldin í íþróttahúsinu á mánudags- kvöldið kl. 19.30. Skorað er á alla blakiðkendur yngri sem eldri og foreldra barnanna að mæta og taka virkan þátt í því sem fram fer. Hafið með ykkur íþróttaskóna því það verður spilað blak. Óskar Björnsson í Neskaup- stað gaukaði eftirfarandi að blaðinu, þegar „bankastjóra- laxveiðifárið" stóð sem hæst: Hrútafjarðaráin er, okkar stóri greiði. Bankaráðið býður her, bankastjóra í veiði. Farinn allur fyrir bí, fyrirtækja greiði. Hrútafjarðaránni í, aldrei framar veiði. Framsókn í Fellahreppi Framsóknarflokkurinn í Fella- hreppi hefur birt framboðslista sinn við komandi sveitar- stjórnarkosningar og skipa hann eftirtaldir: 1. Þorvaldur P. Hjarðar, vél- fræðingur 2. Páll Sigvaldsson, bifreiða- skoðunarmaður Ingi Þör þjafar sund hjá Þrótti Aðalfundur sunddeildar Þróttar var haldinn í síðustu viku. Fram kom á fundinum að um 25 krakkar æfa nú sund reglulega á vegum deildarinnar og nýlega var gengið frá ráðningu Inga Þórs Ágústssonar sem þjálfara sunddeildarinnar. Stjórn deildarinnar var öll endurkjörin en hana skipa: Sigríður Vilhjálmsdóttir, for- maður, Dagmar Asgeirsdóttir, gjaldkeri, Brynhildur Sigurðar- dóttir, Júlía Asvaldsdóttir og Þorsteinn Ingvarsson. Stjórn deildarinnar hvetur alla þá sem áhuga hafa á að æfa sund að hafa samband við Inga Þór þjálfara deildarinnar og fá hjá honum nánari upplýsingar. 3. Sólveig Pálsdóttir, bóndi 4. Sigurður G. Bjömsson, bóndi 5. Vignir Elvar Vignisson, framkvæmdastjóri 6. Sigurlaug J. Bergsveins- dóttir, matartæknir 7. Hreggviður M. Jónsson, eftirlitsmaður 8. Anna G. Gunnlaugsdóttir, húsmóðir 9. Hörður Már Guðmunds- son, bóndi 10. Eiríkur E. Sigfússon, bóndi. Brösott i boltanum Það er ekki hægt að segja að það blási byrlega fyrir knattspyrnu- liði Þróttar nú þegar aðeins örfáar vikur eru í íslandsmótið. Liðið leikur sem kunnugt er í 3. deild í ár, sem er neðsta deildin í Islandsmótinu, svo Þróttarar mega muna sinn fífil fegri hvað knatt- spyrnugetuna varðar. Að undanförnu hefur liðið tekið þátt í Deildarbikarkeppni KSÍ og er skemmst frá því að segja að liðið tapaði öllum sínum leikjum með allt að tveggja stafa tölu. Það fékk á sig 38 mörk og skoraði aðeins 3 mörk. Síðasti leikurinn var við Sindra og tapaðist hann 3-0. Liðið er að langmestu leyti skipað ungum leikmönnum en þessa dagana er verið að leita að leikmönnum til að styrkja liðið. Verkalýðsfélag Norðfirðinga óskar norðfirskri alþýðu og launafólki landsins *l allra heilla á hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins 1. maí - - Verkalýðsfélag Norðfirðinga lji *i?v^r Sendum launafólki bestu kveðjur í tilefni af baráttudegi verkalýðsins 1. maí UetkatLýðsiféiag TZetfðatffatðat 73úðahtepput Uétao. ^-uðmunðat ^fkúiasonat _AJeskaupstað lÆtvepsmannajLétap *zAusti(L}atða Uetkatrjðsifétaf ^f-t/fótsdaishétaðs Z)iaaó hjL T^euðat^fatðathtepput Uetkaiifðsýéiapið ^kkuti xzfCötþi Uetstunatmannaiféiag *z4ustuttanðs ígiisstaðabæt ^félacf opinbetta statfsmanna á *=Austutianði Uinnumátasambanðið ^>euðisi/Lfatðatkaupstaðut ^¦Tanai hi/L Uopnaifiitði JSúnaðatbanki -Jsianðs C^iisstöðum ískifjatðatkaupstaðut TSútanðstinðut hf. ^&fúpaoopi J^otpsamtag _/rlið-^Austutianðs iKafófeisti ^Tómasat ^ío'éga ehQ. _AJeskaupstað Uetkstæði ¦*zÆetaa _Ajeskaupstað ~>peinn _/r\agnusson téttinaa- og sptautuoetkstatði _AJesk. Jipatisjóðut ^ÆotnafjatSat og nágtennis TSotgeif hfi *=Æö$n Uetkaiífðs- og sjómannaifétag Uopnafjatðat Uopnaifjatðathteppiit *zÆaki IhfL _AJeskaupstað Uetkmenntaskóti KrAustutianðs _AJeskaupstað ~>oeinn íinatsson oötubhfxeiðastfóti _/veskaupstað Uetkamannaféiagið ^f-tam ^¦Tanni fetðapfónusta ehf. ískifatði T-atskóti rzAustutianðs _A)eskaupstað _Ajesptent tuf. _AJeskaupstað _/rietabúðin _Ajeskaupstað _A)esbakki _A}eskaupstað T-fótðunfjssfúkiahúsið í _A)eskaupstað Tjuggt og y-tutt _Ajeskaupstað - tlskifitði J\_aupfétag ^Æétaðsbúa ^¦Tanntæknastofa fiatma (D. ^tefánssonat _Ajesk. ^Æátgteástustofan ^Æenðut í ^Æáti _Ajeskaupstað _/rtátm- og skipasmíðaféiag _Ajotðffatðat Uiðskiptapjónusta ^uðmunðat -tAsgeiissonat _AjesL l\as sf. _AJeskaupstað _AJes ^Apótek £>Stuskáii Otís _A)eskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.