Austurland


Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 11

Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 11 1. maí ávarp stéttarfélaganna í Neskaupstað 1998 Stéttarfélögin í Neskaupstað flytja íslenskri alþýðu baráttukveðjur í dag, 1. maí í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, sameinast launafólk um allan heim í baráttunni fyrir betri framtíð. Hvert land hlýtur þó alltaf að hafa sérstakar og misjafnar aðstæður, og kröfur dagsins að taka mið af því. Grunntónninn getur þó aldrei orðið annar en sá, að vera krafa um mannsæmandi kjör og skil- yrðislausan rétt til að lifa með reisn. Inntak dagsins hefur að þessu leyti ekkert breyst frá því að hann var gerður alþjóðlegur baráttudagur verkalýðshreyfing- arinnar fyrir rúmum 100 árum. Vert er að minnast þessa að verkalýðshreyfingin hefur í gegn- um tíðina unnið mikilvæga sigra sem meðal annars hafa lagt grunninn að öryggi og velferð þjóðarinnar en í dag virðumst við í síauknum mæli þurfa að verja lágmarkskjör okkar með kjafti og klóm. Við sjáum þetta í mörgum myndum, meðal annars eru kjarasamningar til sjós og lands brotnir. Þegar skoðuð eru samskipti atvinnurekenda eða forsvarsmanna þeirra, og verka- fólks á vinnustöðunum sjálfum, sést þessi staðreynd vel. Aukin harka hefur færst í túlkun kjara- samninga og framkvæmd ýmissa réttinda sem eiga að vera tryggð samkvæmt lögum. Ótal dæmi væri hægt að taka til, en til marks um eitt þeirra má nefna síaukna ásókn atvinnurekenda í að ráða til sín fólk sem gervi- verktaka í þeim tilgangi að minnka eiginkostnað og áhættu og varpa henni yfir á launa- manninn. Meðal annars hefur þetta birst á undanförum árum gagnvart sjómönnum í svoköll- uðu kvótabraski útgerðarmanna þar sem útgerðarmenn hafa látið sjómenn taka þátt í kvótakaup- um þrátt fyrir að slíkt sé bannað samkvæmt lögum og kjarasamn- ingum. Mikið hefur verið rætt og ritað um sukk og svínarí í ýmsum peningastofnunum landsmanna undanfarið og eru ábyggilega ekki öll kurl komin til grafar í þeim málum. Vonandi fá þeir réttu að svara til saka þó að síðar verði. Að afstöðnu sjómanna- verkfalli hefur vælukjóahætti útgerðarmanna ekki linnt. Þeir segjast hafa tapað svo og svo miklu á verkfalli sjómanna, jafnvel hafa sést tölur frá þeim uppá minnkaða veltu um 140 milljónir og afkomurýrnun um 40 - 50 milljónir vegna þessa. Forstjóri útgerðarfyrirtækis belgdi sig ógurlega út eftir aðal- fund sinn og sagði í fjölmiðlum að laun sjómanna sinna kæmu í veg fyrir að hægt væri að endur- nýja og fylgjast með tækninýj- ungum í flotanum sínum. Hann minntist ekki einu orði á hvað fyrirtækið fékk í sinn hlut. Þessi annars harðduglegi og framsýni útgerðarmaður byrjaði ekki fyrir Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar Guðgeirs Guðjónssonar. -V Herdís Guðjónsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir og fjölskyldur. Starfsmaður í heimaþjónustu Félagsmálastjórinn í Neskaupstað óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í heimaþjónustu í Neskaupstað frá l. júlí - 15. september. Uppíýsingar í síma 477 1700 /. Félagsmálastjórinn í Neskaupstað svo ýkja mörgum árum með einn gamlan og ryðgaða togara, en í dag er fyrirtækið útgerðarrisi sem með hlutabréfavæðingu teygir sig um allt land og langt út fyrir landsteinana. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna þessir bröttu kallar kusu frekar að tapa svona miklum fjármun- um en að ganga til samninga. Þeirra var valið, og höfðu hátt í tvö ár til þess en aldrei kom kom annað en nei frá þeim, eða forustu þeirra. Einhver hefði verið látinn flakka fyrir minna tap og færri nei. Hjá vel reknum útgerðum og þegar vel fiskast hafa sjómenn afburða góð laun, því verður ekki neitað, en hjá landverkafólkinu verður lítil breyting. Landverkafólk verður að gera sér grein fyrir því að samstaða og barátta fyrir launum og kjörum verður að koma til. Samkvæmt upplýsingum tíma- ritsins Frjálsrar verzlunar saman- stendur framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands Islands af einstaklingum sem eru með tekjur á bilinu frá 800 þús. til tvær milljónir á mánuði, fyrir utan alls konar fríðindi. Það getur vel verið að þeir eigi það skilið, ekki ætlum við að dæma um það að svo komnu máli, en þessir einstaklingar eru auðvitað ekki í stakk búnir eða færir um að dæma að það sé nóg fyrir verkamann að hafa 70 þúsund í mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Verkafólk og annað starfsfólk atvinnurekenda, sjúkir og aldraðir: við verðum að sækja það sem okkur ber af þjóðar- auðnum. Þjóðfélagsumræðan hefur sýnt það undanfarið svo ekki verður um villst að nógir peningar eru til í þjóðfélaginu fyrir alla. Höfnum niðurskurðar- hnífi stjórnvalda. Gleðilega hátíð 1. maí nefnd stéttarfélaganna í Neskaupstað Samkeppni um veggspjald í tilefni af ári hafsins í lok síðasta árs skipaði sjávarútvegsráðherra starfshóp til að koma með tillögur um við- burði í tilefni af því að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að árið 1998 skyldi verða ár hafsins. A vegum hópsins var efnt til opinnar sam- keppni um veggspjald undir yfirskriftinni, „Haf- ið - líf á okkar ábyrgð". Samkeppnin var haldin í samvinnu við Félag ísl- enskra teiknara og var öllum heimil þátttaka. Hinn 15. apríl var haldin sýning á innsendum tillögum og úrslit tilkynnt. Sérstök dómnefnd var skipuð og var hún einhuga um að velja tillögu merkta „Öngull" en höfundur hennar er Björn Jónsson, grafískur hönnuður. Björn Jónsson með veggspjaldið sem sigraði í keppninni. Rökstuðningur dóm- nefndar Tillaga „Önguls" er góð útfærsla á góðri hug- mynd, skýr og einföld, skilaboðin augljós og grafískt yfirbragð nú- tímalegt og sterkt. Lífið verður til í hafinu, fram- tíð mannkyns og hafs er samtvinnuð. Hafið er undirstaðan, uppspretta lífsins. Textaborði mynd- ar ölduform sem skilur að mann og fisk. Litirnir eru einfaldir og táknræn- ir; hafið kalt, mannlífið heitt. Tillagan nýtur sín einnig vel í smærra formi sem póstkort. Myndefnið vekur jákvæð hughrif hjá skoðandanum og eykur skilning hans á mikilvægi þess að ganga vel um lífríki hafsins. Sendum starfsfólki okkar og launafólki um land allt heillakveðjur ábaráttudegi verkaiýðsins 1. maí HRAÐFRYSTIHUS ESKIFJARÐAR HF Strandgata 39 - 735 Eskifjöröur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.