Austurland


Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 6. MAI 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 47713S3og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Siðvæðingar er þörf Um fátt hefur verið meira rætt að undanförnu jafnt meðal almennings og í fjölmiðlum en hið svokallaða Landsbankamál. Mál sem birtist fyrst almenningi sem sakleysisleg fyrirspurn á Alþingi hefur tekið á sig hinar margvíslegustu myndir. Þrír bankastjórar og einn bankaráðsmaður hafa sagt af sér en hvergi virðist vera séð fyrir enda málsins. Einn fyrrverandi bankastjóri hefur breyst í einhvern afkastamesta rannsóknarblaðamann þjóðarinnar og hefur greinilega ákveðið að málinu ljúki ekki á þann hátt sem ýmsir ætluðu. Mál þetta er um margt merkilegt en spyrja má hvort eitthvað hafi í raun komið á óvart. Almenningur hefur um langt skeið haft að minnstakosti grun ef ekki vissu um flest það sem fram hefur komið. Hugsanlega eru einhverjar upphæðir hærri en flesta hefur grunað og vissulega kemur á óvart hvað þeir sem farið hafa með umboð almennings virðast hafa lítið vitað. Ástæður þessarar ótrúlega litlu vitneskju eru líklega þær að því miður hefur styrkur þeirra afla, sem gera aðrar og meiri siðferðilegar kröfur til þeirra sem þiggja vald sitt frá almenningi, ekki verið nægur. Hinn nýi rannsóknarblaðamaður fer mikinn í skrifum sínum og á stundum eru orðaleppar hans um einstaka menn slíkir að mörg þau atrið sem hann vekur athygli á falla í skuggann. I skjóli þessa virðast ýmsir þeir, sem til eru nefndir í tengslum við ýmislegt misjafnt, ætla að nota þögnina sem sitt helsta vopn. Ljóst er að nýi rannsóknarblaðamaðurinn hefur yfir að búa meiri upplýsingum en margur sem áður hefur sinnt störfum rannsóknarblaðamanns. Hér skal ekkert fullyrt um meðferð rannsóknarblaðamannsins á sannleikanum en eitt er ljóst að skrif hans kalla á frekari rannsóknir. Þó ekki sé nema lítið sannleiksbrot í skrifum bankastjórans fyrrverandi og það sett í samhengi við ýmislegt sem áður hefur fram komið í Landsbankamálinu svokallaða má ljóst vera að siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi. Sú óvenjulega staða sem nú er upp verður að tryggja breytingar til framtíðar og þess vegna mega riddarar þagnarinnar ekki ráða för frekar en þeir sem stunda vilja galdrabrennur. Finna verður leiðir sem tryggja að sannieikurinn komi fram og þeir sem þiggja völd frá almenningi verða að bera þá ábyrgð sem þeir hafa við tekið. íslenskt samfélag er um margt vanþroskað í siðferðilegu tilliti og þess vegna afar brýnt að öll tækifæri til aukins þroska á þessu sviði verði nýtt sem best. Opin lýðræðisleg umræða er grundvallaratriði ef árangur á að nást en skortur hefðarinnar veldur vanda. Helsti andstæðingur þess að skapa hefðina er þögnin, þess vegna má Landsbankamálið ekki verða þögninni að bráð heldur nýtast til að skapa fordæmi til framtíðar. Stjórnmálamenn þurfa að verða öðrum til fyrirmyndar og því er spurt: Er ekki kominn tími til að t.d. alþingismenn hugi að gerð siðareglna? ems Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 Um síðustu helgi náðu fjórir hópar 12 réttum og munaði að- eins hársbreidd að við fengjum 13 rétta í bæinn. Það voru Gufurnar, Skósi, Pele og Trölli sem náðu þessum árangri. Gufurnar drógu eitt stig á forustusauðina, Tippverk og 3 Fugla þar sem þeir náðu aðeins 11 réttum. Alls voru sex raðir með 12 réttum fjörtíu og níu raðir með 11 réttum og 196 ráðir með 10 réttum. Þetta er mun betri árangur heldur en í síðustu viku. Það var aðallega útisigur Derby á Southampton sem fór illa með tippara. Sigurvegararnir í síðasta hópleik, West End, virðast vera í miklu óstuði núna og eru í 12.-13. sæti með aðeins 65 stig. Um næstu helgi er síðasta umferðin í ensku deildinni en við klárum þennan hópleik með leikjum úr sænska boltanum, þar sem nokkrir Islendingar leika. Staðan eftir sjö vikur: 1 Tippverkur 73 2 3 Fuglar 72 3 Gufurnar 71 4LeaO 68 5-6 Liverunited 67 5-6 Trölladeig 67 7-11 Hundsvit 66 7-11 Mónes 66 7-11 Mamma og ég 66 7-11 Hb ráðgátur 66 7-11 Olís 66 Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl. 19-21 og laugardaga 10-12.30. Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s.476 1203 Reyðarfjörður s.474 1255 Víggó $ Vöruflutníngar 0)477 1190 Getraunaleikur Úí A Um síðustu helgi voru úrslit nokkuð eftir bókinni og lítið um óvænt úrslit. Það komu fram sex raðir með 12 réttum hjá Þrótti sem jók forustu sína á Huginn í fjörur stig þar sem þeir náðu aðeins 11 réttum ásamt Hetti og Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs. Austri náði 10 réttum en aðrir minna. Nú eru fjórar vikur eftir af keppninni og eru forusta Þróttar orðin fjögur stig. Huginn virðist vera eina félagið sem getur veitt þeim einhverja keppni um fyrsta sætið. En við hvetjum alla tippara á Austur- landi að klára tímabilið með stæl, munið að setja félagsnúm- erið á seðilinn og góða skemmt- un. Staðan eftir sex vikur af 10. 1. Þróttur 70 2. Huginn 66 3. Austri 61 4. Höttur 58 5. Neisti 55 6. Einherji 45 7. Hrafkell Fr. 43 8. Golfkl. Fljótsd. 40 9. Valur 35 oMannkpnid Þeim ber ekki að miklast sem elskar ættjörð sína heldur þeim sem elskar heiminn allan. Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúarþess. (SBétá'uMh zSSalmar dHeskaiipstad Austfirðingur vikunnar er að þessu sinni Haraldur Jörgensen Fullt nafn? Haraldur Þór Jörgensen verkstjóri í tilefni af enn einni síld- Fæðingardagur? 18.júníl946 arvertíðinni. Fæðingarstaður? í Adamsborg, Neskaupstað Heimili? Blómsturvellir 49 Neskaupstað Núverandi starf? Verkstjóri hjá SVN Önnur störf? Engin Fjölskylduhagir? Kvæntur og á fjögur börn Bifreið? Á ekki, konan á bíl Uppáhaldsmatur? Allt kjöt Versti matur? Þverskorin ísa Helsti kostur? Það verða aðrir að meta Helsti ókostur? Óþolinmæði Uppáhalds útivistarstaður? Norðan við húsið heima Hvert langar þig mest að fara? Mig langar ekkert að fara Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Mjóifjörður Áhugamál? Vinnan Uppáhalds stjórnmálamaður? Vil ekki segja það því þá liði yfir marga (H.G.) Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Hvað metur þú mest í fari annarra? Stundvísi og léttlyndi Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið tunna? Bjössi Dunnu að þvo tunnur fyrir Þrótt Mottó? Að Þróttur fái 10.000 tunnur til að þvo í sumar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.