Austurland


Austurland - 06.05.1998, Qupperneq 3

Austurland - 06.05.1998, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 6. MAI 1998 3 Vormót á skíðum Síðasta skíðamót þessarar skíðavertíðar hér eystra var haldið í Oddsskarði um helgina. Það var hið svokallaða Vormót en jafnframt var lokið keppni í Austurlandsmótinu. Salta þurfti allar brekkur og var það geysi- lega mikil vinna. Þórarinn Sigurbergsson í Þrótti fékk afhentan Harðarbikarinn fyrir besta samanlagðan árangur í svigi og stórsvigi en Harðar- mótið hefur ekki verið hægt að halda undanfarin 3 ár vegna snjóleysis og því ákveðið að hafa þennan háttinn á. Okeypis smáar Til sölu 12 strengja kassagítar og NMT farsími. Uppl. ís. 477-1764 A uppskeruliátið og aðalfundi blakdeildar Þróttar s.l. mánudag heiðraði deildin þá Olaf Sigurðsson og Grím Magnússon fyrir vel unnin störf í þágu blakíþróttarinnar. Hjónin Edda Clausen og Viggó Sigfinnsson mœttu í íþróttahásið til að þakka þeim félögum framlag þeirra til blakíþróttarinnar í Neskaupstað en öll börn þeirra hjóna hafa verið og eru blakarar. Að þessu sinni var fallið frá þeirri stefnu að veita einstáklingum sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og er þar með fylgt þeirri stefnu ISI að mismuna ekki börnum og unglingum. Stjórn deildarinnar var öll endurkjörin að örðu leyti en því að ritari verður Sigríður Kristinsdóttir. Formaður blakdeildar Þróttar er Petrún Bj. Jónsdóttir. Ljósm. Eg. Tilboð á Puma pumn Mtt að s0* afe'&ttUÍ Súnbúöin fótboltasfeóm næstu daga Hafnarbraut 6, Neskaupstað Sími 477 1133 Af hátíðarhöldum á 1. maí Um 130 - 150 manns tóku þátt í 1. maí hátíðarhöldum í Egilsbúið í Nes- kaupstað og svip- aður fjöldi mætti f kaffi hjá eldri borg- urum á eftir. A Eskiftrði mættu um 90 manns á 1. maí hátíðarhöld sem þar fóru þau fram í Valhöll. Það var Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, sem var aðalræðu- maður á Eskifirði og í Neskaupstað á 1. maí hátíðarhöldunum. Hann hvatti til samstöðu launa- fólks og fagnaði því hve vel samtök launafólks hefðu náð saman í mikilvægum málaflokkum. í því sambandi nefndi hann húsnæðismál sérstak- lega og sagði að forða þyrfti því stórslysi að hús- næðisfrumvarp ríkisstjómarinnar yrði samþykkt óbreytt. Viturlegt væri að láta frumvarpið í vinnslu í sumar og freista þess að ná víðtækri sátt um fyrirhugaðar breytingar. Ögmundur Jónas- son sagði að gróða- hyggjan væri ein- kenni á tíðarandan- um og setti um of svip á alla stefnu- mótun í stjórnmál- um. Þess vegna þyrftu gagnrýnin þjóðfélagsöfl að hefja baráttufána að húni og vekja menn af doða og dmnga. Skrum og henti- stefiia yrði að víkja fyrir heiðarlegri og stefnufastri stjórn- málabaráttu. I ræðu sinni vakti formaður BSRB sérstaka athygli á baráttu Öryrkjabandalagsins og sagði það skjóta skökku við að á sama tíma og hjónum sem hefðu tekjur af fjármagni væru tryggð 6 milljón króna skattleysismörk hrapaði öryrki sem gengi í hjónaband úr rúmum 60 þúsund krónum í 15 þúsund. Þetta væri dæmi um hróplegt misrétti sem þyrfti að uppræta í þjóðfélaginu. Auðvitað var Nallinn sungin afkrafti í Egilsbúð 1. maí og allir tókur hraustlega undir. Ljósm. as Háskólinn á Akureyri Auglýsing um innritun nýnema Heilbrigðisdeild: Kennaradeild: Rekstrardeild: Sjávarútvegsdeild: Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfun Grunnskólakennaranám Leikskólakennaranám Viðbótarnám til B.Ed. gráðu fyrir leikskólakennara Rekstrarfræði Iðnrekstrarfræði Framhaldsnám í gæðastjórnun Tölvu- og upplýsingatækni Ferðaþjónusta Sjávarútvegsfræði Matvælaframleiðsla Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk. Með umsókn á að fylgja afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Við innritun ber að greiða staðfestingargjald, kr. 6.000,- sem er óafturkræft fyrir þá nemendur sent veitt er skólavist. Bent er á að auðveldast er að leggja þessa upphæð inn á ávísanareikning Háskólans á Akureyri, í Landsbanka íslands, reikningsnúmer 0162-26-610 og láta kvittun fyrir greiðslunni fylgja umsókn. Gjalddagi eftirstöðva skásetningargjalds er 1. ágúst. Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. 1 framhaldsnám í gæðastjómun gilda þó sérstök inntökuskilyrði unt B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjöldatakmörkunum verði beitt. Ath: Nýtt námsframboð haustið 1988 Kennaradeild: Viðbótarnám til B.Ed. gráðu fyrir leikskólakennara. Rekstrardeild: 90 eininga B.Sc. nám í tölvu- og upplýsingatækni. 90 eininga B.Sc. nám í ferðaþjónustu. Umsóknarfrestur um húsnæði á veguni Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1998. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans að Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900, frá klukkan 8.00 til 16.00. Upplýsingar urn húsnæði á vegum Félagsstolnunar stúdenta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í sínia 894 0787 og 463 0968 Háskóiinn á Akureyri í D Landsleikir í handknattleik á Austurlandi: Neskaupstað laugardaginn 9. maf kl. 2 1.00 Fáskrúðsfirði 10. maí kl. 16.00

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.