Austurland


Austurland - 06.05.1998, Síða 4

Austurland - 06.05.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1998 Það fer ekki á milli mála að það þarf miklar hollaleggingar og undirbúning þegar ferðinni er heitið hinum megin á hnöttinn til lands sem í ómuna tíð var sveip- að dulúð og leyndardómum. Ferðinni var heitið til Japans sem var einangrað frá umheim- inum fram á seinni hluta 18. ald- ar. Allt fram að stríðslokum var Japan stjórnað með heraga. En eftir stríð urðu stökkbreytingar á öllum sviðum í Japan, stjórn- lagt af stað frá London ellefu tímum áður og stigum út á ilug- vellinum í Osaka. Ætlunin var að dveljast hjá dóttur okkar og tengdasyni í Okayamaborg sem er með 500.000 íbúa og liggur norðan við Hirosima. Við komum í dagrenningu en hitinn var þó þegar 30 gráður og var Greinarhöfundur matast að japönskum sið, þ.e. með prjónum. málalegar, félagslegar en ekki minnst efnahagslegar. Mikil atvinnuuppbygging hófst og þáðu Japanir mikla fjárhagsað- stoð í því skyni, ekki síst frá Bandaríkjamönnum. Upp úr 1960 fara Japanir síðan fyrir alvöru að rétta úr kútnum og verða ráðandi afl í viðskipta- og efnahagslífi í heiminum. I dag eru þeir þriðja stærsta iðnaðar- landið í heiminum. Japan er samansafn klettóttra eyja og eru þær taldar um 4000 talsins. Lítið er um ræktanlegt undirlendi og náttúruauðævi eru heldur ekki rnikil. Risavaxnar hafsöldur og hvirfilvindar, svo og jarðskjálftar og eldgos herja þar að staðaldri. Að morgni dags í byrjun september 1997 komum við hjónin til Japan. Við höfðum það og gott betur allan tímann. En við vorum öllu vön eftir óvenjulega heitt sumar í Svíþjóð. Fyrstu vikuna skoðuðum við Okayama og næsta nágrenni. Að auki skoðuðum við Karashaki sem er lítill og listrænn bær sem er í nágrenni Okayama. Hann er rómaður fyrir fögur hús, musteri frá miðöldum, styttur, leir- brennslur, listvefnaðarstofur og myndlistasöfn. Gegnum bæinn rennur á og margar litlar boga- brýr tengja saman árbakkana þar sem myndlistarmenn standa og/eða sitja við málaratrönur sínar. Ain er full af marglitum vatnakörfum og öðrum litskrúð- ugum fiskum, blómum og smá listaverkum. I Karashaki er auk þess eitt þekktasta myndlistar- safn Japans sem skartar mál- verkum frægustu málara Evrópu COSMOPOLITAN ftyr 0~uóÁ u/i n-avcÁuocu/c ifon/caw ojj/ /la^i/ecjfun 9/lA'ö/m'Uu)//1 á í(/'U/jö/á)u/t/: oA/édxi/e/á - OÁcJcaift. Jað ÖcrJtitién cáramía ?Aey/</a/ - u JifUi é/'//aii- <y nuch/Jofan C/rautney - Ö/fÚtj/n öy{aif//a<j áftöðföÁittya - ?fi> rciðda/yii(/ Ojffidh’/ Qj/uátay/atiJ: - cfcyðisflrði cf/rai/ttii %uo - oAefum cffö/ufá/i áftefini /fótiiMnar - cWáÁ/rúófivði Uf.JfcifcLc,-Jlln tdCAt'cífiulifcð/ 4-4- ÍctutCÍ ...477 56 / 4452 eins og Picasso, Van Gogh, Salvador Dali, Edgar Degas, Paul Gauguin o.fl. Á leiðinni til Karashaki gafst okkur nægur tími til að virða fyrir okkur landslagið. Á þessum slóðum eru engin há fjöll heldur einungis hæðir og hólar og á milli þeirra breiður af hrís- grjónaökrum með fuglahræðum í líki manna og dýra. Hver blettur er gjörnýttur til ræktunar á hrísgrjónum og virðist engin önnur ræktun vera stunduð á svæðinu. Akramir eru allir sund- urskornir af áveituskurðum en eru samt mjög vel hirtir og allt umhverfið bar vott um mikla snyrtimennsku. Hæðir og hólar eru þaktir kjarri og smávöxnum skógi sem stendur þama ónýttur nema sem vöm gegn aurskrið- um. Af sömu ástæðum eru hlíð- amar á mörgum stöðum klæddar timburflekum þar sem heiftar- legar rigningar vegna hvirfil- vinda geta valdið þar miklu tjóni á húsum og mannvirkjum svo jafnvel heilu þorpin hafa skolast í burt. Tengdasonur okkar og dóttir starfa sem enskukennarar í Ok- ayama og stuttu eftir komu okkar báðu þau okkur að koma í skólann og segja frá Islandi og Svíþjóð. Vom þessir nemendur komnir á aldur þó ekki væru þeir búnir að velkjast um þennan heim í 73 sumur eins og greinar- höfundur. I fyrirlestrinum leitað- ist ég við að gefa þessum áheyr- endum mínum einhverja mynd af Islandi, sögu landsins, stjóm- arfari og atvinnuháttum. Einnig vildi ég fjalla um það sem er sameiginlegt hjá þessum tveimur eyríkjum sem er í stuttu máli: fiskveiðar, eldgos, heitir hverir og jarðskjálftar. Þrátt fyrir að trúarbrögð séu mjög ólfk í Japan og á Islandi þá eru eyjaskeggjar þessir í norðri og suðri hjá- trúarfullir, trúa á líf eftir þetta líf, á sálnaflakk og að í hverri þúfu og steini leynist álfar, tröll og huldufólk. Japanir nota einungis önnur nöfn yfir sínar vemr. Japönum er einkar vel lagið að taka rausnarlega á móti fólki og láta það finna að það sé velkomið. Eftir að við höfðum haldið þessa landkynningu snér- ust nemendumir í kringum okk- ur, og var okkur boðið út að borða, í bíltúra og í skoðunar- ferðir í nágrenni borgarinnar. Einni nemandinn, Hanafusa San, bauð okkur að borða á veit- ingastað sem hún rak með eigin- manni sínum. Þar var tekið á móti okkur með fimm rétta málsverði og var maturinn af- bragðsgóður. Eftir matinn var okkur boðið í hús látinnar tengdamóður Hanafusa. Áður en gengið var í húsið, fóru allir úr útiskóm og í sérstaka inniskó. Auk þess nota menn sérstaka inniskó er þeir nota baðher- bergið. Okkur var síðan vísað til svefnherbergis tengdamóður- innar heitinnar, sem er heilagasti staður hússins. Þar inni er Búddamusteri og yfir því skín dauft rafmagnsljós og er það til þess að Búdda verðir ekki leiður og sofni í myrkrinu. Síðan fóm allir úr inniskóm og kraup Hanafusa San fyrir framan altarið - sem var allt blómum skreytt með mynd af tengda- móðurinni og ýmsu sem henni var kært í lifanda lífi - hringdi bjöllu, klappaði tvisvar saman lófunum, kveikti á tveimur kert- um og reykelsi og bað stuttarar bænar. Að þessu loknu var okkur vísað til sætis og boðið upp á kaffi og tertubita. Veiting- arnar vom boðnar fram á bakka sem var lagður á gólfið og var það gert til að sýna að litið er upp til gestanna. Hanafusa setti tók á móti okkur og sýndi okkur verkstæðið og ofnana. Að því loknu vorum við leyst út með gjöfum. Eftir þetta var okkur boðið til mágkonu Kanaski San. Þar var okkur boðið í tehús sem fyrr á öldum var hvflustaður Samurai áður en haldið var í stríð. Við sátum flötum beinum á mottum á gólfinu við tedrykkjuna og var í miðju gólftnu opin sandgryfja hulin ýmsum flátum og tækjum til framleiðslu og drykkju á „Saki“ sem er hrísgrjónabrenni- vín Japana. Á einum veggnum var gat um metri í þvermál og þar fyrir utan sat húsmóðirin og lagaði grænt te fyrir gestina. Það tekur um tvö ár að læra að þjóna inni í húsinu og hafði húsmóð- irin ekki öðlast þau réttindi og varð því að rétta okkur drykkinn í gegnum gatið. Þetta græna te er þjóðardrykkur Japana og er það drukkið eftir öllum kúnstanna reglum. Teið var borið fram í skálum sem haldið er á með báðum höndum, skálinni snúið þrisvar sinnum og síðan suplað úr henni og er það talið bera vott Greinarhöfundur ásamt eiginkonu og tengdasyni í góðum hópi japanskra nemenda, eftir vel heppnaðan Jyrirlestur þar sem m.a. tíundað var hvað líkt vœri með eyrtkjunum tveimur, Islandi og Japan. einnig blóm og konfekt, sem við höfðum komið með, á altarið til heiðurs tengdamóður sinni. Yfir þessu kaffiboði ríkti kyrrð og friður og einhver helgiblær eins og við værum í kirkju. Annar nemandi, sem heitir Kanasi San, spurði okkur mikið um lifnaðarhætti Islendinga og þó mest um fjölskylduhætti okkar. Hann þaulspurði okkur hjónin um hvar við höfðum hist, okkar fyrstu kynni, hvers vegna við hefðum gifst, hvort okkur þætti ennþá vænt hvoru um annað, hvort okkar réði heimil- inu og hvort foreldrar okkar hefðu komið eitthvað við sögu vegna giftingarinnar. Það kom síðar upp úr krafsinu, þegar við höfðum kynnst honum betur, að hann hafði ekki verið sjálfráður við makaval sem er algengt í Japan. Nokkru seinna bauð hann okkur í bflferð um nágrennið. Fórum við fyrst í eina þekktustu leirbrennslu Japans, þar sem eig- andinn, sem var kunningi hans, um góða borðsiði. Síðan er skálinni snúið við og kíkt á framleiðslumerkið. Sem betur fer höfðum við fengið smá tilsögn í japönskum borðsiðum hjá dóttur okkar sem hefur dvalist í landinu í tvö ár við framhaldsnám í japönsku. Eftir þessa notalegu heim- sókn fórum við síðan til næstu hafnar til að skoða fiskverkunar- hús og fiskibáta. Fiskibátamir voru litlir á okkar mælikvarða og vom þeir allir með sólþaki og veiðarfæram sem ég hef ekki séð áður. Fiskverkunarhúsið var alveg sér á parti og er ég hrædd- ur um að starfsmenn SÚN, sem eru vanir flæðilínum, hefðu rekið upp stór augu við að sjá eldri konur sitja flötum beinum á gólfinu með fjöl á hnjánum og flaka fisk, ef hægt var að kalla þessi kríli sem verið var að flaka því nafni. En handbragðið hjá þessum flökurum var með ólík- indum. Síðan var haldið upp á

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.