Austurland


Austurland - 06.05.1998, Qupperneq 5

Austurland - 06.05.1998, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 6. MAI 1998 5 „Kúahjalla". í huganum skýrði ég hæðina því nafni en Kúahjalli var berjaland okkar miðbæinga á mínum duggarabandsárum og er beint upp af Holti. Þessir tveir hjallar höfðu að öðru leyti ekkert sameiginlegt því eftir að hafa lagt að baki á annað hundrað tröppur blöstu við augum kýr í þúsundatali og í allavega stærð- um og gerðum. En þessar kýr hvorki slettu úr klaufunum né léku þær við hvum sinn fingur, heldur voru þær þöglar sem gröfin, þar sem þær voru úr leir en ekki úr holdi og blóði. Kans- aki San sagði okkur að fyrir mörgum ámm hefði brotist út mannskæð drepsótt á þessu svæði og hefðu þá menn byrjað að leggja leirkýr þama og óska sér bata. Ef óskin rættist átti viðkomandi að leggja kýr á sama stað. Þarna höfðu sýnilega marg- ar óskir ræst og bar allur kúa- fjöldinn þess merki. Auðvita tók ég með mér eina leirkú en ég hef ekki ennþá þorað að óska nokkurs, þar sem viðkomandi verður sjálfur að koma með tvær kýr og leggja á sama stað ef óskin rætist. Ég vil ekki eiga yfir höfði mér reiði Búdda ef óskin rætist og ég gæti ekki staðið við fyrirmælin. í Japan eru mest ríkjandi trúarbrögðin, Búddatrú og Shinto og em trúarsiðir og helgi- athafnir Japana blanda úr báðum trúarbrögðum. Shinto em frum- trúarbrögð og eru Shrine bæna- hús þeirra trúarbragða. Þessi bænahús ásamt Buddamusterum blasa við á mörgum stöðum og bera vott um listrænt handbragð iðnaðarmanna fyrr á öldum. Um eitt prósent þjóðarinnar er krist- innar trúar. Ýmislegt úr daglega lífinu kom mér spánskt fyrir sjónir og má nefna að allir japanir nota hvíta hanska við bílkeyrslu og auk þess eru öryggisbelti yfirleitt ekki notuð og börn sitja í fanginu á farþegum í framsætinu eða standa upprétt milli fram- stóla. Hjólreiðamenn nota ekki hjálma en hjóla mjög glanna- lega, jafnt á götum sem á gang- stéttum með aðra hönd á stýri og hafa símann í hinni hendinni eða sveifla henni í allar áttir í ýmsum æfingum. Fólk er ófeimið við að fá sér smáblund hvort heldur er á veitingahúsum eða á öðrum opinberum stöðum. Hjátrú er algeng í daglega lífinu og má nefna að aldrei eru gefin 4 af- skorin blóm til vina og kunn- ingja þar sem sú tala og dauðinn hafa sömu merkingu og á sjúkra- húsum eru engin herbergi með því númeri. Menn skulu einnig varast töluna 9 þar sem hún boðar erfiðleika og vandræði. Blóm með rótum og þurrkuð blóm eru illa séð sem gjöf til sjúklings, þau gætu táknað að viðkomandi festi rætur eða þomi upp á sjúkrahúsinu. Ýmis brögð eru höfð í frammi til að hrekja á brott óhreina anda, t.d. með því að strá salti í kringum sig, klappa tvisvar saman lófunum eða stappa hraustlega í gólfið. Ekki skal klippa neglur eftir að dimma tekur og ekki leggja matarpijóna í kross né stinga þeim í matinn. Það er mikil loftmengun í Okayama og eru margar bygg- ingar dökkar af sóti og reyk. En Japanir gera sitt besta til að vega upp á móti þessari mengun, götur og gangstéttir era vel hirtar og hreinar og sumsstaðar hafa þeir sápuþvegið gangstéttirnar. I verslunum og á veitinga- stöðum er enskukunnátta starfs- fólks takmörkuð og oft er erfitt að skilja þá þar sem hvorki er ell eða err hljóð til í japönskunni. En þeir reyna þó sjaldnast að tala ensku við ferðamenn heldur nota eigið móðurmál vitandi að ferðamaðurinn skilur ekki stakt orð. Ég ákvað því að setja krók á móti bragði og bregða fyrir mig hljómfagurri austfirsku og sagði m.a. „þakka þér fyrir gæskur eða gæska“, og vildi þar með sýna að á þessum vígstöðvum var ég ekki afvopnaður. Japanskan samanstendur af þremur ritmálum: fyrst er það japanska ritmálið „hiragana", síðan er sérstakt mál fyrir erlend orð „katakana" og loks kínv- erska ritmálið „kanji“. Ekki er erfitt að læra „hiragana og kat- akana“ þar sem einungis eru um 50 tákn í hverju máli. Þetta eru ákveðin n-hljóð en ekki svo flóknir stafir. En „Kanji“ er aftur á móti mjög flókið og erfitt og getur tekið mörg ár að læra það mál. Einn sunnudagsmorgun fór- um við hjónin, dóttir okkar og tengdasonur til Hirosima með hraðskreiðustu lest í heimi sem fer 320 km. á klukkustund. Klukkan átta að morgni þann 6. ágúst 1946 vörpuðu Banda- ríkjamenn „Sprengjunni“ eins og hún er kölluð af Japönum, á Hirosima. Þá fórust á annað hundrað þúsund manns, menn, konur og börn. Þá gjöreyði- lagðist 65% af borginni og 10 ferkílómetrar voru lagðir í rúst. Þremur dögum seinna vörpuðu þeir ámáta sprengju á Nagasaki og fórust álíka margir. Það er erfitt að skilja slíka villimennsku og ekkert sem réttlætir slíkt að mínu mati. Við skoðuðum Frið- argarðinn þar sem eilíft ljós lýsir. Þama var minnismerki um Sadako, stúlkuna sem hélt að ef hún gæti gert þúsund pappírs- fugla (trönur) myndi hún lifa af blóðkrabba sem hún fékk af völdum sprengjunnar. En hún gerði gott betur en dó síðan kvalarfullum dauðdaga. Allt minnismerkið er þakið pappírs- fuglum sem þúsundir barna allsstaðar að úr heiminum hafa sent til að skreyta styttuna og með því viljað minnast Sadako og annarra barna er liðu og fórust vegna sprengjunnar. Við heimsóttum einnig Frið- arhöllina og sáum myndir á breiðtjaldi af vígvellinum og af afleiðingum sprengjunnar. Þetta var það raunverulegt að það var engu líkara en gnýrinn, birtan, loftþrýstingurinn og 7000 gráðu hitinn af sprengjunni léki um okkur. Ég veit mæta vel að skrifuð orð hrökkva skammt til að lýsa þeim hörmungum sem þama áttu sér stað, en þegar ég stóð þama við hliðina á þeim sem kannski höfðu um sárt aðbinda vegna sprengjunnar, ljós á brún og brá og á þeim aldri að ég hefði getað tekið þátt í stríðinu, langaði mig helst til að hverfa í burtu eða láta vita að ég væri ekki Bandaríkjamaður og hefði engan þátt tekið í þessum hryðjuverkum. Hvaða hugsanir bærðust í huga Japananna sem stóðu við hlið okkar, þöglir og með samanbitin og sviplaus andlit. Einhverjir áttu kannski ættingja eða vini sem höfðu farist þarna. sumir þjáðust af sjúkdómum eða sárum vegna sprengjunnar, einhverjir af yngri kynslóðinni sáu kannski framtíð sína í rústum vegna erfðabreyt- inga í náinni framtíð. Hvað tekur það marga áratugi að losna við hatrið sem hlýtur að vera fyrir hendi hjá þessu fólki? Það var hnípin fjölskylda sem settist út á bekk eftir heimsókn- ina. Var sól hætt að skína, höfðu fuglar lokið kvaki sínu? Allt var svo hljótt og óraunverulegt þar sem við sátum þama þögul, hver með sínar hugsanir. Afleiðingar sprengjunnar em því miður ekki liðin tíð því ennþá er fólk að deyja af völdum hennar og þeir sem búa f Hirosima og Nagasaki eiga erfitt með að eignast maka vegna ótta um að það eignist vansköpuð böm. Við fómm frá Hirosima seint að kvöldi og á leiðinni heim dansaði fyrir augum mér myndir af bognum glerflöskum og samanbræddu jámi og rúðugler sem hafði borað sig inn í steypu- veggi vegna loftþrýstings. Ég sá fyrir mér samanbrenndar skóla- bækur og einkennisbúninga barnanna. Ein móðir hafði sent fingurtoppa með nöglum til eig- inmanns síns og vom það einu minjar sonar þeirra. Öll þessi andlit af bömum og fullorðnum sem vom óþekkjan- leg af bruna og hita þar sem þau stóðu í umhverfi þar sem ekki stóð steinn yfir steini. Að standa á þeim stað þar sem þessar hörmungar höfðu átt sér stað og sjá þessar myndir af fólinu er allt annað en að sjá myndir öruggur í sínum heimahögum. Nær hef ég ekki komist að skilja og líða fyrir það sem átti sér stað þama, en ekki að fyrirgefa né gleyma, það er ekki hægt. Það tók mig langan tíma áður en ég komst í takt við sjálfan mig og nútímann aftur. I Okayama er bamaskóli sem var nálægt bústað okkar og sem ég heimsótti nokkmm sinnum. Ég var hrifinn af allri starfsemi og snyrtimennsku kennara og nemenda. Daginn áður en við fómm heim sá ég að eitthvað mikið stóð til þar sem öll skóla- lóðin var fánum prýdd. Bað ég einn kennarann sem kenndi ensku um leyfi til að koma og taka myndir af hátíðarhöldunum. Þegar við vomm komin á stað- inn og ég nýbyrjaður við mynda- tökuna kom einn kennarinn til okkar. Hann bauð okkur að koma að háborðinu, sem stóð undir sóltjaldi, kynnti okkur fyrir skólastjóranum og öðmm gestum og bauð okkur til sætis. Þama fékk ég góða aðstöðu til að taka myndir af bömunum í íþróttakeppni, dansi og söng. Síðan var okkur færður matur, hráir og soðnir fiskréttir ásamt vel kryddaðri loðnu í þara- blöðum. Þegar við vorum að borða kom einn kennarinn til okkar og bað okkur að segja nokkur orð. Ég færðist fyrst undan en sá svo að það var lítil kurteisi að fara án þess að þakka fyrir góðar móttökur. Ég er enginn ræðu- maður og allra síst vanur að halda ræðu óundirbúinn á erl- endu tungumáli fyrir um 400 til 500 manns. En þar sem ég get gert mig skiljanlegan á ensku og hafði góðan túlk vildi ég gjaman þakka fyrir móttökurnar og ákvað að reyna mitt besta, dreif mig upp á ræðupallinn og leit- aðist við að gefa viðstöddum einhverja mynd af Islandi og Svíþjóð. Auk þess rakti ég í stuttu máli ferðasögu móttökuna og óskaði skólanum góðs gengis. Við hjónin höfum víða ferðast en aldrei kynnst jafn kurteisu, gjafmildu og gestrisnu fólki og Japönum. Brátt er ár síðan við fórum til Japans en ferðin er ennþá í fersku minni og við reynslunni ríkari. Valur Sigurðsson í Holti jf/Ossilecjt úrval cfsitkidamask- ocf satinrúmfatnadi. ''Cilmlid til brítdiír- öcf feiviincfarftfa. oWk/9 útval fviifcpisettum otj baiuanim fatnadi ífallecjum mpnstmm. GLinnij scmjitr, koddar, tcjcjjulðk, handklaedi o.mfl Ofásaumum eftir máli. oMerk/um stafi í rúmfit fíj iiandklctedi. 3 Njálsgata 86 @ 552 0978 Greinarhöfundur við minnismerki um Sadako, stúlkuna sem hélt að ef hún gœti gert þúsund pappírsfugla (trönur) myndi hún lifa af blóðkrabba sem húnfékk af völdum sprengjunnar í Hirosima.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.