Austurland


Austurland - 06.05.1998, Qupperneq 6

Austurland - 06.05.1998, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MAI 1998 Næsta Öldungamót í blakl haldlð í Neskaupstað Lið Austra og Þróttar við Strákagöngin. Þegar karlalið Þróttar hœtti á síðustu stundu við þátttöku urðu norðanmenn nijög reiðir og haft var á orði að nœsta mót yrði ekki fyrir austan. Búið var að gera skiltið fyrir ofan göngin, sem á stendur: Þökkum komuna, sjáumst fyrir austan, og sagði málarameistarinn á Siglufirði að hann gerði sko ekki annað. Mótið verður þvífyrir austan á nœsta ári. Ljósm. Grímur Næsta Öldungamót í blaki verð- ur haldið í Neskaupstað á næsta ári. Þetta var samþykkt á Öld- ungaþinginu á Siglufirði í síð- ustu viku en þá fór 23. Öldunga- mótið í blaki fram þar í bæ. Mót- ið, sem er stærsta blakmót sem haldið er á landinu, hefur enn ekki verið tímasett en trúlega verður það haldið unt mánaða- mótin apríl - maí. Þetta verður í fyrsta skipti sem þetta mót er haldið á Austurlandi enda hefur ekki fyrr en á síðasta ári verið hægt að halda þessa stærð af mótum hér eystra vegna þess húsakosts sem var. A Siglufirði tilkynntu 70 lið þátttöku og er það mesta þátttaka frá upphafi en þegar mótið var haldið á Siglufirði fyrir 6 árum voru liðin 42. Af þessu má sjá á hverju er von á næsta ári. Öldungamót var fyrst haldið í Reykjavík árið 1976. Þá mættu til leiks 11 lið í karlaflokki. Næstu árin var þátttakan svipið og aðeins leikið í karlaflokki. Árið 1980 koma kvennaflokk- arnir inn og sex árum seinna eru þátttökuliðin orðin 31, nítján karlalið og tólf kvennalið. Síðan hefur kvenfólkinu fjölgað mjög mikið og í ár voru karlaliðin 23 en kvennaliðin 47. Austfirðingar áttu fjögur kvennalið á mótinu, tvö frá Nes- kaupstað og sitt hvort liðið frá Eskifirði og Hornafirði. Ekkert þessara liða vann til verðlauna. Á Öldungamóti er keppt í tveimur karladeildum og fjórum deildum kvenna auk Öldunga- og Ljúflingadeildum karla og kvenna. Allir sem eru 30 ára og eldri eru gjaldgengir í lið hafi þeir ekki leikið í fyrstu deild karla eða kvenna á keppnistíma- bilinu nema þeir séu 35 ára eða eldri á keppnisárinu. Öldungamótið í blaki er kap- ítuli út af fyrir sig. Mótið er stærra en hið hefðbundna ís- landsmót og að auki er verið að halda Öldungamót víðs vegar um landið allan veturinn. Haft Kristján Möller og Öldungurinn Hörður Júlíusson á góðum degi, en þeir báru hita og þunga afmótinu á Sigló. Ljósm. Eg. Lofa sæluvist með Erni Inga Sjálfstæðismenn og kennarar Félagar í Listasmiðju Norð- fjarða, lofa samkvæmt auglýs- ingum frá þeim, áframhaldandi sæluvist fyrir lengra komna, með Erni Inga myndlistarmanni en Listasmiðjan mun gangast fyrir myndlistarnámskeiði í Þórsmörk dagana 20. - 23. maí n.k. og verður Örn Ingi mynd- listarmaður leiðbeinandi. Fyrir þá sem ekki hafa verið áður er lofað ævintýralegri byrjun. Örn Ingi er ekki að leiðbeina Norðfirðingum í fyrsta skipti. Á fyrri námskeiðum hjá honum hefur hvert pláss verið full- skipað og mikil stemmning skapast í kringum hann. Efnt hefur verið til ýmissa uppákoma í kringum námskeiðin og hefur það mælst vel fyrir. Frá Nes- kaupstað fer Örn Ingi til Eski- fjarðar þar sem hann mun leið- beina grunnskólanemum í um viku tíma. Fyrirhugað er svo að sýna afrakstur þessara nám- skeiða og efna um leið til ein- hverra uppákoma. Þeim sem vilja fræðast nánar um myndlistarnámskeiðið er bent á að hafa samband við félaga í Listasmiðjuni. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að sveitarstjóm- arkosningar em framundan. Bækl- ingar flokkanna fljóta inn um bréfalúguna. Eg er nú ekki þekkt fyrir að vera mikið í pólitík en les flokksblöðin, því ég verð jú að vita hvað ég á að kjósa! Þar sem ég hef kennara- menntun að baki þá rak mig í rogastans þegar ég las greinina „Að höggva á hnútana eða leysa þá“ í fyrsta tölublaði „Bæjarins okkar“, málgagni Sjálfstæðis- flokksins. Þar stendur orðrétt: „Sjálfstæðismenn munu auglýsa stöðu bæjarstjóra ef þeir fá nokkru um ráðið. Líklegast er að leitað verði að manni með verkfræðimennt- un eða menntun á sviði stjórnunar og viðskipta. Við útilokum ekkert en ólíklegt telst að kennaramenntaður maður verði talinn heppileg- asti valkosturinn sem býðst“. Þvflík skrif. Eg hef nú bara aldrei séð annað eins. Ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna kennaramenntaður maður er verr til þess fallinn að stjórna bæjarfélagi en verkfræð- ingur. Ég hefði gaman af að fá að vita hver skrifar svona, því að greinin er auðvitað nafnlaus. Mér finnst alveg með ólíkindum að pólitískt afl í sveitarstjórnar- kosningum skuli láta svona frá sér. Ég hugsaði með mér, ég verð nú að lesa greinina alla til að fá einhvem botn í þetta mál. En ég varð engu nær, þessu er slegið fram í blúnduumbúðum, „...við útilokum ekkert“ og ég get ekki séð að það sé í nokkru samhengi við annað það sem stendur í greininni. Ég er nýflutt hingað í bæinn og því er hugsan- legt að hér séu einhver skrif í gangi manna á rnilli, sem ég ekki skil. Ef svo er þá er ég ekki inni í þeim málum, enda þykir mér málgagnið eiga að vera öllum skiljanlegt, aðfluttum sem inn- fæddum. Við eigum jú öll sama atkvæðisréttinn. Ég tek þetta auðvitað sérstak- lega nærri mér því að mér finnst vegið að mér og minni starfs- stétt. Þrált fyrir það er full ástæða til að velta þessu upp. Ég hefði gaman af því að fá að vita hver skrifar þessa grein og hvað sá hinn sami er að fara. Ef verið er að skjóta á núverandi bæjar- stjóra Neskaupstaðar þá er hann ekki kennaramenntaður, auk þess er bæjarstjóri Egilsstaða- hefur verið á orði að ef ekki verði veruleg breyting á starfi Blaksambands Islands og sam- bandsfélaga þess verði einungis öldungablak á Islandi í náinni framtíð. Á þinginu á Siglufirði var flutt tillaga um stuðning við yngriflokkastarf félaganna og er það vel. Það er ljóst að þeir sem hafa munu framkvæmd mótsins í Neskaupstað með höndum hafa í mörg hom að líta. Fyrst ber að líta til þess að það þarf að útvega um 500 manns gistingu. Vænt- anlega munu skólarnir verða notaðir en margir vilja betri gist- ingu og margir húseigendur á þeim stöðum þar sem mótið hefur verið haldið hafa flutt út á meðan á mótinu stendur og leigt hús sín og íbúðir. Að leika í einu húsi er ákaflega erfitt og því verður að öllum líkindum leikið bæði í Neskaupstað og á Eski- firði og e.t.v. á Reyðarfirði líka. I tengslum við hvert mót er kjörinn Öldungur. Sá hefur það vald að ákveða hvenær mótið er haldið og ber jafnframt ábyrgð á framkvæmd mótsins. Hann fær afhentan forláta stein sem á er klukka og á steininum stendur: Öldungur haltu vöku þinni. Á mótinu var Hörður Júlíusson, Siglufirði, Öldungur en í ár er það Elma Guðmundsdóttir, Nes- kaupstað. bæjar, Helgi Halldórsson, kenn- aramenntaður og sjálfstæðis- rnaður í ofanálag. Höfundur greinarinnar hefur kannski eitt- hvað út á hann að setja? Ég held að menn ættu að vinna heima- vinnuna sína betur þegar þeir eru að skrifa greinar af þessu tagi. I lokin verð ég að koma því að, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gott af kennaramenntuðum manni í sínar raðir þó að ekki væri nema bara til að prófarka- lesa greinarnar í kosningablað- inu. Þær eru hræðilega illa skrifaðar svo ekki sé talað um stafsetninguna og myndi ekki nokkur vel menntaður maður (kennaramenntaður!!!) senda slíkt frá sér. Sigrún Helga Snœbjörnsdóttir kennari Nesskóla Neskaupstað

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.