Austurland


Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1998 Löghlýðni Á þessum vordögum á tímum stóru málanna s.s. álvers, skóla- byggingar og Keikós, leitar „lítið/stórt" mál á hugann: Hjólreiðamenning hér um slóðir. Og auðvitað er hjólreiðamenning hluti af umferðarmenningu. Nú draga börn jafnt sem fullorðnir fram hjólin og njóta þess að komast milli staða á þægilegan og heilsusamlegan hátt. En eru hjólin í góðu lagi, bremsur öruggar og hjálmur á höfði allra? Höfum við foreldrar áttað okkur á því að hjólið er leikfang þeirra yngri (8ára og yngri) en ekki farartæki í götuumferðinni. Eða hversu oft höfum við ekki mætt litlum félögum okkar úti að hjóla með hjálminn. Jú, jú mikil ósköp en engan þroska til að hjóla og gæta sín um leið á umferðinni. Hversu oft hafa krakkarnir ekki heilsað okkur fagnandi, sleppt hönd af stýri og tekið við það stóran sveig inn á gótuna áður en þeir náðu aftur tökum á hjólinu! Og oft höfum við séð til þeirra í basli með eina, jafnvel tvær töskur á herðunum um leið og þeir reyndu að stýra hjólinu sínu, og höfðu nákvæmlega enga möguleika á því að huga að umferðinni samtímis. Skyldi okkur gleymast að heili þessa unga fólks hefur ekki náð þroska til að meta hraða og nálgun t.d. bíls? Sama hversu vel gefin börnin eru að öðru leyti. Reynum að beina yngri hjólreiðamönnum á eitthvert afmarkað svæði við leik sinn á hjólinu eða þá að við fullorðna fólkið fylgjum þeim eftir í Iengri æfingarferðum og reynum þá að kenna þeim og þjálfa. Áttum við okkur á því að hjólreiðamaðurinn á sama rétt í umferðinni og bflstjórinn. Þ.e. ef hjólreiðamaðurinn fer eftir settum reglum, s.s. að hjóla á hægri kanti , gefa merki um að hann ætli að beygja og svo framvegis. 3.bekk Nesskóla langar að fara út í umferðina nú næstu daga á hjólunum sínum. Hjálmurinn verður væntanlega á sínum stað og hjólin í góðu standi. Krakkarnir ætla að æfa sig að hjóla á hægri kanti, stöðva við stöðvunarskyldu, virða hægri réttinn og aðrar reglur sem gilda. Ætlunin er að forðast að hjóla hlið við hlið og vonandi gleymist það ekki. Nú ætlumst við krakkarnir til þess að bílstjórar virði okkar rétt og minnist þess að hjól er ökutæki í umferðinni með sama rétt og bíll, en minni vörn fyrir „ökumann". Hjólreiðamenn og bílstjórar. Virðum rétt hvers annars og fjörum eftir settum umferðar- reglum. Starfsmenn Nesskóla Fjórða framboðlð Fjórði listinn í sveitarstjórnar- kosningum í nýsameinuðu sveit- arfélagi Reyðarfjarðar, Eskifjarð- ar og Neskaupstaðar var lagður fram síðastliðinn laugardag. Efsta sæti listans, sem bera mun listabókstafinn H, skipar Þor- valdur Aðalsteinsson, sem kenndur er við Lykil, Reyðar- firði. Önnur sæti skipa: K. Júlíana Vilhjálmsdóttir, Eskifirði. Sigurbjörn Marinósson, Reyð- arfirði Þóra Sólveig Jónsdóttir, Eskifirði Jónas Wilhelmsson, Eskifírði Bjarki Gunnarsson, Neskaup- stað Auðbjörn Guðmundsson, Eskifirði Kristján Ragnarsson, Eski- fírði Elísabet Ester Sveinsdóttir, Reyðarfirði Gunnlaugur Sigurðsson, Nes- kaupstað Þórhallur Árnason, Eskifirði Hjördís B. Vestmann, Reyð- arfirði Bryndís Steinþórsdóttir, Reyð- arfirði Kristján Þ. Bóasson, Reyðar- firði Rúnar Halldórsson, Reyðar- firði Marinó Sigurbjörnsson, Reyðarfirði Jón Gíslason, Eskifirði Regína Thorarensen, Eskifirði Tjónabíll til sölu Bifreiðin Y-6996, sem er Jeep Wagoneer, árgerð 1984, er til sölu eftir tjón. Tiiboð sendist ofefeur fyrir 15. maí. Nánari upplýsingar á sbrifstofunni. Tryggingarmiðstöðin hf. Hafnarbraut 6 Nesfeaupstað S.477 1735 fax477 1898 Ogeðslega gaman Þriðjudaginn 28. apríl sl. héldu nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar Nesskóla í ævin- týraferð en þennan dag var síð- asti dagur samræmdra prófa 10. bekkjar. Brögð hafa verið að því að 10. bekkingar haldi upp á lok skólans með fylliríi þar sem ekk- ert annað hefur verið um að vera, og var það ein af ástæðun- um fyrir því að ferðin var farin. Að sögn Einars Sveins Árnason- ar, skólastjóra Nesskóla, hafði lengi verið ætlunin að brjóta upp hefðbundið skólastarf 8. og 9. bekkjar og þóttu þessi tvö tilefni fara vel saman. Lagt var af stað um hádegis- bil og farið upp í Egilsstaði þar sem 10. bekkingar heimsóttu Menntaskólann á Egilsstöðum á meðan 8. og 9. bekkur heimsóttu gróðrastöð á staðnum. Þar á eftir var síðan haldið í sund, borðað saman og endað á því að sjá Hárið, sem leikfélag Mennta- skólans á Egilsstöðum sýnir um þessar mundir. Þegar því lauk var haldið í Oddsskarð, þar sem foreldra- félag Nesskóla tók á móti hópnum með grilluðum pylsum og hópurinn renndi sér á skíðum fram undir kl. 2 um nóttina. Einar vildi senda starfsmönnum Fyrsta siltlin úr norsk-íslenska stofninum Fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninn barst til Nes- kaupstaðar á mánudaginn. Það var danska skipið Herdis 1. sem kom með um 200 lestir og var síldin flökuð og bituð í edik. Annað danskt skip Ruth kom svo á þriðjudaginn með um 120 lestir. Sú síld var öllu betra hráefni en sfldin var frekar horuð en átulaus. Búast má við að áta aukist í sfldinni eftir því sem á vertíðina líður og verður hún þá verri til vinnslu. í fiskiðjuveri SVN var aðeins unnið á 5 vélum, en einnig var unnið í bolfiski í gamla húsinu. íslensku skipin máttu hefja síldveiðar 5. maí og voru þá flest skíðamiðstöðvarinnar sérstakar þakkir fyrir frábærar móttökur. Ferðin þótti heppnast af- bragðs vel, og voru 10. bekk- ingar sér, skólanum og bænum til sóma í heimsókn sinni í Menntaskólann á Egilsstöðum. Aðspurður sagði Einar að óljóst væri hvort slík ferð yrði farin að ári liðnu, t.d. væri óljóst hvort einhver leiksýning eða annað slíkt stæði til boða. Hins- vegar hefðu allir sem í ferðina fóru skemmt sér konunglega, og blaðið hafði eftir einum 9. bekkingi að það hefði verið „ógeðslega gaman". Einbýlishús til sölu að Marbakka 7 í Neskaupstað. Nánari upplýsingar gefa Hulda og Guðmundur í síma 477 1882. Opið hús hjá Slyso öll íslensku skipin komin á miðin, ekkert fannst þá af sfld á því svæði sem þau voru á. Myndin hér að ofan er tekin ad Aðalbirni Sigurðssyni í fiskiðju- veri SVN á mánudaginn. í tilefni af 70 ára afmæli Slysa- varnafélags íslands er stefnt að því að hafa opið hús hjá öllum félagsdeildum sunnudaginn 10. maí. I Neskaupstað verður opið hús frá klukkan eitt til fimm og verður öll aðstaða SVFÍ í Nes- kaupstað til sýnis. Björgunar- skipið Hafbjörg verður neðan við SVFl húsið og börnum gef- inn kostur á að fara út á gúmmí- bát deildarinnar, ef veður leyfir. Inni í húsinu verður börnum og unglingum gefinn kostur á að reyna sig á klifurveggnum sem þar er, bæjarbúum gefst kostur á að láta yfirfara björgunarvesti sín og það verða seldar veitingar í húsinu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.