Austurland


Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 8
Folaldapiparstei k Fæðubótaefni frá ,&a\\adagaírakLlo.o0 vmasnitcel i raspi Islenskar agúrkur ®4771609 °b 8971109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurlðnd INeskaupstað 30. apríl 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Bergey í fyrsta sæti í svigi Bergey Stefánsdóttir á Reyðarfirði varð í 1. sceti í svigi 7 ára stúlkna á Andrésar Andarleikun- um á Akureyri. Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði að nafn Bergeyjar féll niður og biðst blaðið afsökunar á því. Bjargey er hér með óskað til hamingju með glœsi- legan árangur. Rauða gullið rennur á Eskiflrðl Vegfarendum í Neskaupstað bauðst að kaupa vöflur fyrir lítinn pening síðastliðinn fimmtudag en þá voru þeir nemendur VA, sem útskrfast á þessu vori, að halda upp á komandi frelsi. Engum sögum fer af því hvernig salan gekk. Ljósm. as Stendur valið milli Eskifjarðar og Eyja? „Vestmannaeyjar koma sterk- lega til greina verði Keikó fluttur til íslands". Þessu er slegið upp á forsíðu vikublaðsins „Frétta" sem gefið er út í Eyjum. í greininni segir ennfremur: „Auk Vestmannaeyja stendur valið á milli Hvammsvíkur í Hvalfirði og Eskifjarðar en sam- kvæmt heimildum blaðsins koma Vestannaeyjar og Eskifjörður helst til greina... Það er ljóst að mikið er í húfi því flutningur Keikó til íslands mun vekja óhemju athygli, meiri en nokk- urn tíma hefur þekkst hér á landi. Búist er við að um 750 blaðamenn fylgi honum og að einn milljarður fylgist með flutningnum í fjölmiðlum... Þó stutt sé síðan Vestmannaeyjar komu inn f myndina er Fréttum kunnugt um að sú staðreynt að Háskólasetrið, Hafró, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Náttúrugripasafnið skuli vera til staðar, styrki stöðu Vestmanna- eyja í slagnum um Keikó." Það er þvf ljóst að Eyjamenn ætla sér stóra hluti í Keikómál- inu. Það kemur ennfremur fram í greininni að ákvörðunar íslenskra stjórnvalda sé að vænta á allra næstu dögum og því ljóst að brátt fer að draga til tíðinda í málinu. Mikil vinna hefur verið í rækjuvinnslu HE að undanförnu og er unnið á vöktum. Á vakt hverju sinni eru 14 manns en alls eru um 40 störf í rækjuvinnsl- unni að sögn Búa Þórs Birgis- sonar, verkstjóra. Frá því að kvótaárið hófst 1. september s.l. hefur rækju- vinnslan tekið á móti um 1600 lestum af rækju til vinnslu. Metár var í vinnslunni fyrir tveimur árum en þá var tekið á móti um 3200 lestum. Hólma- nesið og Gestur hafa landað vikulega að undanförnu og nú bættist Þórir SF við. Á dögunum keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar 300 lestir af frosinni rækju frá Noregi til að hafa til taks ef ferskt hráefni þrýtur. Ekki var hægt að fá rækju hér á landi. Meiri afli í mars á austfirskar hafnir aflinn janúar - mars minni Slippfélagid Málnjngarverksmiðja SIMI: 588 8000 Fyrstu þrjá mánuði ársins var um 246.000 lestum landað á Austfjarðahöfnum samanborið við 372.000 lestir f fyrra. Munar þarna mestu um loðnuna sem var í jan. - mars 230.000 lestir en var á sama tímabili í fyrra 353.000 lestir. Heildaraflinn á Austfjörðum í mars mánuði var tæplega 111.000 lestir en var í fyrra 82.000 lestir. Botnfiskafli tog- aranna á þessum tíma er nánast sá sami bæði árin en bátaaflinn jókst um rúmlega 800 lestir. Loðnuaflinn var tæplega 106.000 lestir en var á sama tíma í fyrra um 78.000 lestir. Heildaraflinn í fjórðungnum var því, samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags Islands, 110.782 lestir en var í fyrra 82.011 lestir. Mestum afla í mars var landað á Seyðisfirði um 22.500 lestum, þá kemur Neskaupstaður með um 21.000 lestir og síðan Eskifjörður með um 17.500 lestir. Lokatónleikar Tónskóla Norðfjarðar fóru fram íEgilsbúð sL sunnu- dag. Þar léku nemendur á öllum aldri og Ijóst er að Norðfirðingar þurfa ekki að kvíða skorti á tónlistarfólki i'framtíðinni. Ljósm. as. Vökvatengi Háþrýstislöngur -SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.