Austurland


Austurland - 14.05.1998, Qupperneq 1

Austurland - 14.05.1998, Qupperneq 1
< Knattspyrnuvertíðin að hefjast Knattspyrnudeild Þróttar vinnur þessa dagana að loka- undirbúningi fyrir keppnis- tímabilið sem hefst 25. maí með leik við Huginn á Seyð- isfirði. Verið er að ganga frá samningunt við Júgóslavann Dragon Sojonovic, en hann er þrítugur miðvallarleik- ntaður. Einnig mun Reynir Hjálmarsson, 21 árs gamall varnarmaður frá ÍBV ganga til liðs við Þrótt. Að sögn Hlyns Eiríksson- ar, þjálfara Þróttar, er liðið búið að æfa gríðarlega vel allt frá því í október og eru bæði leikmenn og þjálfari bjartsýnir á góðan árangur liðsins í sumar. Jakob hættir Jakob Jakobsson ftskifræð- ingur og forstjóri Hafranns- óknarstofnunarinnar hefur beðist lausnar frástarfi sínu frá og með 1. ágúst n.k. að telja. Sjávarútvegsráðherra hefur fallist á beiðni Jakobs og verður staðan auglýst laus til umsóknar á næstunni. Leiðrétting í síðasta tölublaði Austur- lands var ljallað um ævin- týraferð Nesskóla. Þar var ranglega sagt að Nesskóli hefði einn staðið að undir- búningi og skipulagningu ferðarinnar. Hið rétta er að Nesskóli undirbjó ferðina í nánu samstarfi við félags- miðstöðina Atóm og voru starfsmenn hennar ásamt kennurum með í för. Beðist er velvirðingar á þessunr mistökum. Nýr slökkvibíli í byrjun aprílmánaðar varnýr slökkvibfll tekin í notkun á Vopnafirði. Um er að ræða Iveco Magierus Dodge, ár- gerð 1983. Bíllinn, sem er fjórhjóladrifinn, er búinn 600 lítra froðutanki, 6000 lítra vatnstanki og dælu sem dælir allt að 2.800 lítrum á mínútu. Nýja bifreiðin kostaði með breytingum og yfirferð 6,5 milljónir króna. Flaugar ennþá fijúga hátt, falla bæði menn og konur. Allir dá þinn mikla mátt, makalausi Hennannssonur. Ó.B. FJarðallstinn með hreinan meirihluta Fjarðalistinn, félag félagshyggjufólks á Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað, fengi hreinan meirihluta í sveitarstjórnar- kosningunum sem fara fram laugardaginn 23. maí n.k. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði dagana 7. - 9. maí s.l. fyrir Ríkisútvarp-sjónvarp. Þetta kom fram í svæðisútvarpinu á Austurlandi í gær. Úrtakið var tilviljunarkennt, 600 manns 18 ára og eldri á svæðinu voru spurðir hvað myndirðu kjósa ef kosið yrði í dag? Svarhlutfall var 74% og telst könnunin marktæk. Samkvæmt könnuninni myndi Fjarðalistinn fá 7 bæjarfulltrúa, D-listi Sjálfstæðisflokks 2 fulltrúa, H-listi Oháðra 1 fulltrúa og B-listi Framsóknarflokks 1 fulltrúa. Mjög öflug kosningavaka verður í Ríkis- sjónvarpinu á kjördag. Beinar sjónvarps- útsendingar verða frá 10 stöðum á landinu og nú verður notuð ný tölvugrafík ásamt nýju og full komnu tölvukerfi. Sent verður út frá nýja sveitar- félaginu, „Austurrflci" og fylgst með talningu atkvæða þar. Ríkisútvarpið verður í sambandi við kjörstjómir í öllum 124 sveitarfélögum landsins. Allt kosningaefni verður hægt að nálgast á textavarpinu en tölur gætu birst fyrr á kosningavef sjónvarpsins þar sem slóðin er www.ruv.is. Fulltrúar F lista Fjarðalistans: Smári Geirsson - Neskaupstað Elísabet Benediktsdóttir - Reyðarfirði Ásbjörn Guðjónsson - Eskifirði Guðmundur R. Gíslason - Neskaupstað Guðrún M. Óladóttir - Eskifirði Þorvaldur Jónsson - Reyðarfirði Petrún B. Jónsdóttir - Neskaupstað Fulltrúar D lista Sjálfstæðisflokks: Magni Kristjánsson - Neskaupstað Andrés Elísson - Eskifirði Fulltrúi B lista Framsóknarflokks: Benedikt Sigurjónsson - Neskaupstað Fulltrúi H lista Austfjarðalistans: Þorvaldur Aðalsteinsson - Reyðarfirði Norsk Hydro fær samkeppni frá pýskum álrisa Það eru fleiri aðilar sem sýna Reyðarfirði áhuga sem vænleg- um stað fyrir stóriðju en Norsk Hydro. Fyrir skemmstu voru staddir á Austurlandi fulltrúar þýska stórfyrirtækisins VAW Aluminium technology til að kanna aðstæður fyrir 120 þúsund tonna álver. Fulltrúamir fóm um nýja sveitarfélagið og heimsóttu m.a. Sfldarvinnsluna hf. í Nes- kaupstað og Hraðfrystihús Eski- fjarðar. Reyðarfjörður er eini staðurinn sem fulltrúar fyrirtæk- isins skoða í þessum tilgangi en hér er um fyrstu heimsókn fyrir- tækisins að ræða og málið er því á algeru frumstigi ennþá VAW hefur sérhæft sig í tæknilausnum í áliðnaði og byggir álver Norðuráls á Gmnd- artanga t.d, á tæknilausnum frá VAW. Ennfremur rekur fyrir- tækið sjálft álver í Þýskalandi, Suður-Afríku, Astralíu og Kanada. VAW er umsvifamikið fyrirtæki í fullvinnslu á áli og framleiðir m.a. léttar bílvélar fyrir Ford bílaverksmiðjurnar ásamt því að vera stærsti fram- leiðandi í heimi á álfilmum og plötum til framleiðslu á áldós- um. .OSSA (Orku og stóriðju- nefnd sveitarfélaga á Austur- landi) og MIL (Markaðsskrif- stofa Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar) vinna saman að staðarvalsathugunum í Reyðar- firði með tilliti til staðsetningar iðnaðarsvæða. Meginmarkmiðið með þessu samvinnuverkefni er að koma tímafrekum undirbún- ingsaðgerðum á það stig að hægt verði að úthluta ákjósanlegum iðnaðarlóðum til áhugaaðila með stuttum fyrirvara. Með því móti standa Austfirðingar betur að vígi í samkeppni um staðsetn- ingu iðjukosta og hugsanlegrar erlendrar fjárfestingar þegar tækifærin kunna að bjóðast. Magnús Asgeirsson hjá hönnun og ráðgjöf er verkefnisstjóri samstarfsins. Hann segir að meðal helstu verkefna sam- starfsnefndarinnar sé að standa fyrir athugunum á iðnaðar- lóðum, hafnaraðstöðu, félags- legum og efnahagslegum áhrif- um álvers auk athugana á gróður- og veðurfari. Eins og við sögðum frá í síðustu viku voru hér á landi staddir háttsettir fulltrúar Norsk Hydro og funduðu þeir með Iðnaðarráðherra um stöðu mála. Ljóst er að Hydro hefur mikinn áhuga á að reisa hér álver og fyrstu niðurstöður hagkvæmni- athugana benda til þess að Reyðarfjörður sé hagkvæmasti kosturinn í stöðunni og íslensk stjórnvöld fullyrða að engin önnur staðsetning komi til greina. Það er því nokkuð ljóst að Norsk Hydro verður að fara að hraða ákvarðanatöku sinni þar sem Þjóðverjarnir virðast vera mjög áhugasamir um að reisa hér álver. Á það má benda að Fljótsdalsvirkjun dugir fyrir 120 þúsund tonna álver þannig að umhverfissjónarmið verða væntanlega önnur en nú er. Næstu skref eru frekari at- huganir á orkumálum álversins og frekari niðurstaðna er að vænta í lok sumars. a öllum sviðum Kelloggs komflögur 750 gr. Hellema kex 300 gr. 8 rl. Super WC- pappír

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.