Austurland


Austurland - 14.05.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 14.05.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 14. MAI 1998 Framtíð Austurlands er björt segir „Austurríkismaðurinn " Þórólfur Þórlindsson Eskfirðingurínn Þórólfur Þórlindsson er flestum kunnur, nú síðast eftir að hann bauð sig fram í embœtti rektors Háskóla Islands á dögunum. Þórólfur hefur verið töluvert á Austurlandi að undanförnu og blaðamaður Austurlands hitti hann að máli, rœddifortíð, nútíð og framtíð fjórðungsins. En við hófum spjallið á persónulegu nótunum: Ég er héðan að austan og þegar ég kem hingað finnst mér ég vera kominn heim. Eg er fæddur á Reyðarfirði en aldist upp á Eskifirði, er s.s. fæddur og upp- alinn í sameinuðu sveitarfélagi. En þá að fjórðungnum. Skyldi Þórólfur hafa fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Austurlandi undanfarin ár? Já, ég hef fylgst töluvert með henni og að mörgu leyti held ég að framtíð Austurlands sé björt, sérstaklega ef Austfirðingum tekst að vinna með þá sérstöðu sem þeir hafa. Við höfum þá sérstöðu hér á Austurlandi að það er hægt að tengja saman þessi byggðar- lög á tiltölulega fyrirhafnarlaus- an hátt og ég held að það sé mjög mikilvægt. Það verður mjög mikilvægt fyrir þessi byggðarlög ef það kemur hingað iðnaður og/eða stóriðja. Hverju heldur þú að sam- eining sveitarfélaga breyti? Ég held að hún sé verulegur styrkur. Ég held að stærri eining- ar séu styrkur þar sem t.d. sam- starfið verður meira. Við vitum að í þeirri umræðu um stóriðju var einn af þáttunum sem Norð- mennirnir hafa verið að skoða stærð sveitarfélaganna, þ.e. ein- inganna í kringum þetta. Það er með sameiningu eins og margt annað, það er spurning hvernig við nýtum okkur hana. I sjálfu sér má segja að sameining þurfi ekki að breyta svo miklu. Hún skapar væntanlega meiri sam- stöðu en hún skapar einnig meiri sóknarfæri í heild. Ef við lítum hinsvegar á sérstöðu Austurlands þá höfum við þá sérstöðu að uppsjávar- fiskarnir, þar sem mestir þróun- armöguleikar í sjávarútvegi eru í dag, þeir eru við Austurland. Þar á ég auðvitað við loðnu og síld. Við vitum það að svigrúmið sem er í sjávarútvegi er fyrst og fremst þarna. Til þess að Aust- firðingar geti nýtt sér þá sérstöðu sem þeir hafa þ.e. nálægðina við þessi mið þarf hinsvegar að koma til miklu markvissara rannsóknar- og þróunarstarf hvað varðar uppsjávarfiskana. Annað dæmi um sérstöðu Austurlands er skógræktin á Héraði þar sem um töluverða sérstöðu er að ræða. Þegar á þetta er litið er ég bjartsýnn á framtíð Austfirðinga en ég vil líka leggja áherslu á það að þessi þróun mun ekki eiga sér stað nema það verði lögð markviss vinna í það að efla þróunarstarf á ýmsum sviðum. I dag skiptir það mjög miklu máli Kosníngarbréf frá Danmörku Óðinsvéum 7. maí 1998 Nú höfum við hjónin verið hér í Danmörku í 12 daga í besta yfir- læti. Eitt af því sem við höfum fengið að upplifa er verkfall og lagasetning til að stöðva það. Staðreyndin er sú að viðbrögðin við verkfalli eru alls staðar þau sömu og allir hamstra sem mest þeir mega. Þó trúi ég varla að nokkur heima myndi hamstra bensín í bala og hafa balann inni í íbúðinni sinni eins og einn Daninn gerði. Hann breiddi að vísu plast yfir balann að það kom ekki í veg fyrir að eldur komst að bensíninu og húsið fuðraði upp. Þó ágætt sé að dvelja hér í ríki drottningar verður að játast að hugurinn hvarflar oft heim og þá er mér einkum hugsað til þess hvern- ig félögum mínum í Fjarðalistan- um gengur í kosningabaráttunni. Það er orðið alllangt síðan Danakóngur vildi flytja alla Islendinga á Jótlandsheiðar en úr því varð ekki og því erum við enn búsettir í landinu okkar. Sá tími kom að vísu síðar að margir fluttu úr landi vestur um haf úr örbirgð heimahaganna til lands tækifæranna. Af hverju að rifja þetta upp ? Af hverju flúðu menn land ? Á þeim tíma var stór hluti þjóðar- innar bundinn vistarböndum og tækifæri til sjálfsbjargar fá. Á öldinni okkar varð á þessu breyt- ing. Menn fóru að stunda sjóinn á stærri skipum og afurðir sjávar urðu undirstaða að bættu mann- lífi og uppbyggingu sem allir gátu unnið að. Við erum hér mörg í dag sem fengum að lifa þennan tíma og byggja upp út um allt land. Það var svo gaman að fá að vera með, hafa næga atvinnu, byggja sér hús, koma sér upp fjölskyldu, að menn nán- ast gleymdu sér alveg. Hvað varð um öll þau verð- mæti sem sköpuð voru í sjávar- byggðunum fyrir austan ? Urðu þau til að skapa fjölbreyttara atvinnulíf á stöðunum ? Nei, við gleymdum sögunni, gleymdum að vera á verði og sjá til þess að verðmætin yrðu áfram á þeim stöðum sem þau urðu til á. Við að sérstaðan sem menn hafa verði ekki til að einangra menn. Við verðum að snúa sérstöðunni okkur í vil og gera hana að styrkleika okkar og til þess að það megi verða þurfum við, eins og ég hef áður tekið fram, mark- visst þróunar- og rannsóknarstarf. Það sem gerist, og við sjáum þetta víða erlendis, er að það þurfa að vera góð tengsl milli rann- sóknar- og þróunarstarfs annars- vegar og atvinnuveganna hins- vegar. Það þarf að skoða þetta miklu betur svæðisbundið. Nú er verið að ræða um að koma upp miðstöð háskólamenntunar á Austurlandi. Væri ekki kjörið í því sambandi að leggja áherslu á rannsóknar- og þróunarstarf, samstarf aðila hér á Austurlandi við t.d. Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri? Við gæf- um Austfirðingum þá tækifæri á því að skilgreina rannsóknar- efnin og viðfangsefnin, atvinnu- lífinu á Austurlandi tækifæri á því sama og þá er það háskóla- mannanna að bregðast við því. Þá er vœntanlega verið að slá tvœr flugur í einu höggi með því að flytja menntað starfsfólk hingað austur og vinna rannsóknar- og þróunarstarf sem nýttist öllum ífjórðungnum? Við nýtum það og við nýtum þá betur sem við höfum gert í stofnunum á borð við Háskóla íslands, þar sem ég þekki nátt- úrulega vel til. Það er afskaplega mikilvægt fyrir kennara við há- skólann að fá góð tengsl við um- létum atvinnurekendur í of mikl- um mæli koma og hirða verð- mætin sem síðan voru nýtt til uppbyggingar í höfuðborginni og nágrenni hennar. Á þessu voru auðvitað undantekningar. I dag eru ýmsar blikur á lofti, atvinnufyrirtækin færast á stöð- ugt færri hendur, unga fólkið flytur í of miklum mæli á brott annaðhvort til Reykjavíkur eða til útlanda. í reynd þurfa allir að taka höndum saman og stöðva þessa óheillaþróun. í nýja sveitar- félaginu okkar þurfum við sterkt afl til forystu í þessum efnum sem öðrum. Ég er sannfærður um að Fjarðalistinn er það afl sem best er að treysta á. X F - til framfara og forystu. Aðalsteinn Valdimarsson Að mörgu leyti held ég að framtíð Austurlands sé björt, sérstak- lega ef Austfirðingum tekst að vinna með þá sérstöðu sem þeir hafa segir „Austurríksmaðurinn" Þórólfur Þórlindsson. Ljósm. as hverfi sitt. Og það hefur nú einu sinni verið þannig að tengsl háskólakennara bera þess merki að háskólinn er í Reykjavfk. Það þarf ekkert að vera þannig. I dag geta tengslin verið mjög góð. Eg tel að þegar við erum að tala um miðstöð háskólamenntunar á Austurlandi þá eigum við að leggja mikla áherslu á rannsókn- ar- og þróunarþáttinn og ekki vanmeta hann. Ef starfið sem unnið er hér og starfið sem unnið er í Háskóla íslands og Há- skólanum á Akureyri á að skila sér hingað, þá verður rannsókn- ar- og þróunarstaf hér að vera markvisst. Og ég hef minni trú á því að hægt verði að byggja upp fræðasetur hér sem byggi t.d. á fjarkennslu. Fjarkennslan er einu sinni þannig að við munum leita þangað sem hún kemur. Nú þarf ákveðna hugarfars- breytingu til. A síðasta ári var t.d. gerð könnun á vegum Háskólanefndar SSA og þar kom m.a. fram að menn voru fylgjandi slíkri rannsóknar- og þróunarvinnu, en voru hinsveg- ar ekki tilbúnir að leggja fé í slíkt. Hvað er til ráða? Já, við getum bara litið til þess sem hefur verið að gerast hér á landi síðustu fimm árin. Við höfum séð það að farmlag til rannsóknar- og þróunarstarfa hér á landi hefur verið tiltölulega lítið. Það hefur skýrst í því að íslensk fyrirtæki hafa verið mjög treg að fjárfesta í slíku. Ekki síst sjávarútvegurinn. Þetta hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Við höfum séð að íslensk fyrir- tæki hafa komið af mjög miklum krafti inn í rannsóknar- og þró- unarstarf og það fjármagn sem Islensk fyrirtæki verja til þessara hluta í dag hefur margfaldast og nákvæmlega sama mun gerast hér. Þetta byggir á því að þeir sem stjórna fyrirtækjum á Aust- urlandi þekki dæmi þess að slfk vinna hafi skilað góðum árangri og muni einnig skila þeim góð- um árangri. Og á sama hátt þá má segja að sérstaða rannsóknar- manna, hvar sem þeir eru, og árangur þeirra sem vinna rann- sóknarvinnuna, byggist verulega á því að við kunnum að nýta sérstöðuna sem við höfum á íslandi og láta hana vinna með okkur, en ekki á móti. Og því miður þá hefur sjávarútvegurinn, sem ræður svo miklu hér á Austurlandi, verið afgangs í þróuninni. Við höfum ekki náð nægilega vel að tengja saman fyrirtæki í sjávarútvegi og mark- visst þróunar- og rannsóknar- starf. Þetta er að breytast og mun breytast mjög á næstunni því hér eru mörg sóknarfæri sem eru ónýtt. hrftu að byta eða bæta? s Avallt míkíð urval af þlötum, timbri og pallaefni Hellurogkantsteinar í urvalí Byggt og fliitf Eskifirði 2ími 4-76 14-25 Meekaupstað sími 477 1515

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.