Austurland


Austurland - 14.05.1998, Side 6

Austurland - 14.05.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 Til Grikklands að læra að biðja Á dögunum heimsótti Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli, Penteli klaustrið og samnefnt þorp, u.þ.h. 20 km. n-austur af Aþenu í Grikklandi. Astœðan fyrir ferðinni var námskeið um guðfrœði Austur-kirkjunnar, eða Grísk-kaþólsku kirkjunnar, og þœr hefðir í andlegum iðkunum sem þessi kirkja hefur. En hvernig kom þetta til? Vinur minn, sem er einn af áhugamönnum um Austurkirkj- una sá þetta auglýst einhvern- tímann, þ.e. námskeið á vegum alkirkjuráðsins um orþodoxiska guðfræði og spiritualiti (þ.e. andlegheit) og lét mig vita af því. Þetta er tækifæri sem kemur ekki oft að eiga þess kost að búa í grísku klaustri og vera á nám- skeiði um þessa hluti en að öðr- um kirkjum ólöstuðum þá á gríska kirkjan líklega merkileg- ustu hefðina í andlegum iðkun- um. Klaustrið sem við heimsótt- um var byggt af heilögum Tímó- teusi á 16. öld. Það var mikið af ræningjum í kringum klaustrið og það var því rænt mjög oft. Það komst mjög snemma sú þjóðsögn á að þetta væri mjög ríkt klaustur og á tímabili var þetta þannig að munkarnir voru flúnir í hella í hæðunum í kring til að sleppa við ræningjana og komu síðan saman í klaustur- kirkjunni til bæna. Þetta er mjög fallegt klaustur, byggt í ferhyrning í kring um kirkjuna. Það mun vera hin gríska hefð í klausturbygginum, þ.e. kirkjan í miðjunni og klaustrið í ferhyrning í kring. Það er reyndar mjög erfitt að lýsa því hvað fór fram þarna og hvernig mér leið. Það er líklega best að lýsa þessu þannig að þegar maður býr þarna í klaustrinu þá líður manni ákaf- lega vel, en tekur samt í sjálfu sér ekki eftir neinu sérstöku. Jú, ég var að læra ákaflega merkilega hluti. Svo, þegar ég fór að fljúga til baka á föstudaginn, fékk ég eiginlega sjokk á flugvellinum, þegar ég sá að fólkið í kringum okkur, leið svo rosalega illa. Tilfellið er að fólkinu leið ekkert verr en fólki almennt líður. Það vorum við sem höfðum breyst. Við vorum orðnir svo vanir þessari tæru kyrrð, þessari innri gleði í klaustrinu að það var hálfgert sjokk að koma út og umgangast venjulegt fólk. Kenningar grísku-kirkjunnar ganga m.a. út á að kjarni tilver- Þorgrímur ásamt séra Gunnlaugi á Areopagus hœðinni í Aþenu þar sem Páll postuli predikaði kristindóm í fyrsta sinn í Aþenu. Akropolis í baksýn. Færeyskir í heimsókn Nú hefur verið ákveðið að félagar í Sandavogs íþróttafélagi koma í heimsókn til Neskaup- staðar 6. til 13. ágúst n.k. Sem kunnugt er hafa verið samskipti milli Þróttar og SÍF síðan 1968 og félögin sótt hvort annað heim á tveggja ára fresti. Heimsókn SÍF féll niður í fyrra vegna ónógrar þátttöku en nú hefur sem sagt verið ákveðið að heimsóknin verði í sumar. Með í för verður Vogakórinn sem hingað kemur í boði kórs Norðfjarðarkirkju, samtals telur hópurinn þá á milli 50 og 60 manns. Segja má að íþróttaleg sam- skipti milli félaganna hafi minnkað með árunum og meiri áhersla lögð á vinabæjar- samskiptin. íþróttirnar eru þó ennþá með, en vegna ólíkra áherslna í íþróttum og yfir- standandi keppnistímabila hefur verið erfitt að koma t.d. aðal liðunum í knattspyrnu að. Nánar verður sagt frá heimsókninni þegar nær dregur. unnar sé með þeim hætti að sam- skipti eru í lagi og himnaríki lík- ist þessu. Andstaðan er helvíti, sem er alls ekki staður heldur ástand. Þú þarft ekki að deyja og fara niður. Helvíti er fyrir þeim ástand þar sem samskipti eða tengsl við fólk eru brengluð. Þá getum við spurt, hvernig geta tengsl við fólk verið brengluð? Jú, við tölum um fólk, ekki við fólk. Við gerum fólki upp hugs- anir, tilfinningar og ætlanir í stað þess að hlusta á fólk. Okkur þyk- ir yfirleitt ekki vænt um fólk, við notum fólk sem tæki án þess að hafa hagsmuni þess fyrir augum. Himnaríki er hinsvegar ástand sem er andstæða þessa. Þar fær einstaklingurinn að vera hann sjálfur. Það er hlustað á þig, þér eru ekki gerðar upp einhverjar illar tilfinningar. Það er talað við þig en ekki um þig. Og manneskjan er virt á móti því að í helvíti er manneskjan lítils- virt. Gjaman gerist þetta þannig að það er tekið eitthvað eitt við manneskjuna og það er horft í gegnum það eins og í gegnum rör, þannig að það sést ekkert annað. Ef stúlka er falleg er hún sæt og hún er ekkert annað heldur en sæt og svo framvegis. í himnesku ástandi er mann- eskjan virt. Þar er t.d. ekki vaðið inn á manneskju á skítugum skónum. Þar er t.d. talað um „synd kumpánleikans“. Það er kannski hin hliðin á að gera manneskju eitthvað upp. Það er ekki verið að leyfa fólki að vera það sjálft. Annars snúast andlegar iðk- anir þeirra Grikkja um tvennt. Annað er að kynnast Guði en það er hægt að gera í gegnum bænalestur o.s.frv. Hin hliðin er s.s. samskiptin við fólk. Ef þú ert andlegur maður þá sést það á því hvernig þú kemur fram við fólk. Andlegur maður sem t.d. rækir ekki hjónaband sitt, það er eitthvað bogið við hann. And- legur maður sem kemur við fólk eins og tæki, það er eitthvað bogið við hann. Andlegur maður sem er ekki glaður, því gleði skiptir mjög miklu máli í trúar- brögðum Grikkja, það er eitt- hvað verulega bogið við hann. Þetta þýddi m.a. að okkur var tekið ákaflega vel í klaustrinu, en samt ekki á kumpánlegan hátt. Eg er persónulega mjög hrifinn af þessari áherslu á tvíhliða samskipi og ég lærði eitthvað. Ég veit ekki hvað ég lærði, en ég lærði eitthvað. Mér finnst t.d. að mér hafi opnast ákveðnar dyr og ég hef áttað mig betur á ýmsum hlutum. Reyndar eru Lúterska kirkjan og Orþodoxa mjög skyldar þannig að flest það sem ég heyrði þama kannaðist ég við. Klaustrið Mone Penteli (Mone er gríska orðið fyrir klaustur) þar sem séra Þorgrímur dvaldist ásanit Gunnlaugi Garðarssyni og um 20 öðrum þátttakendum á námstefnu Austur-kirkjunnar, eða Grísk-kaþólsku kirkjunnar. Þú vildir þá ekki hreinlega stofna klaustur hérna, t.d. breyta Eiðum í klaustur? Ég held að eitt af því sem Islensku kirkjuna vanti sé mið- stöð fyrir andlegar iðkanir. Þá er ég ekki endilega að tala um klaustur þar sem menn sverja ævilangan klaustureið. Ég hef verið nokkrum sinnum á kyrrð- ardögum í Skálholti þar sem menn koma saman og þegja saman í þrjá daga. Það er að mörgu leyti svipuð reynsla og í klaustrinu. Það mætti bjóða upp á meira slíkt því ég held að það myndi margt breytast ef við hefðum aðstöðu til að fara út úr þessu daglega lífi sem einkennist af spennu og samkeppni og allra handa slagsmálum og fara inn í eitthvað þar sem okkur gefst tóm til andlegrar iðkunar. Helgihald í Grikklandi er mjög frábrugðið helgihaldi hér á íslandi. Áherslan á gleðina í trúariðkunum er t.d. mjög sterk, en það er eitthvað sem við hér á stigum. Þetta er allt önnur kirkjusókn en hér. Það er mjög merkilegt að velta því fyrir sér hvers vegna fólkið kemur því það er ekkert verið að gera fólk- inu mjög auðvelt að taka þátt. Helgihaldið fer fram á forn grísku, sem hefur sáralítið verið breytt frá 9. öld. Nútíma gríska er kannski álíka lík nútíma grísku og gorska er lík íslensku í dag. Athafnir þarna úti eru helst ekki undir tveimur tímum en ljóst er að það væru margir famir að kveinka sér yfir setunni hér heima eftir þann tíma. Sumar athafnir taka upp undir 3-4 tíma. Fólkið væri ekki að koma ef það fengi ekkert og þegar öllu er á endanum á botninn hvolft þá er það sem skiptir máli í helgi- haldi að skynja Guðsríki. Um það snýst málið. Þetta er ekki til- finningafyllirí, eins og hjá mörg- um sértrúarsöfnuðum á Islandi, þar sem fólk hoppar og öskrar og fer á tilfinningafyllirí. Heldur að skynja þetta leyndardómsfulla Íkonastasís - skilrúm sem skilur alveg að kór í kirkju og megin- kirkjuna. Slík skilrúm voru sett upp eftir fall Konstantínópel en þá reyndu Grikkir að verja það allra lieilagasta í kirkjunni fyrir Tyrkjum á þennan hátt. íslandi höfum tapað mjög. Klausturgarðurinn troðfylltist af fólki miðvikudagskvöld, fimmtu- dagskvöld, föstudagsmorgun, föstudagskvöld og laugardags- kvöld. Við erum að tala um svona 5 - 6000 manns. Það var staðið á öllum svölum og í öllum ríki guðs þar sem tilbeiðsla, kær- leikur og gleði er allt þama. Það er það sem gerist hjá Grikkjum.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.