Austurland


Austurland - 14.05.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 14.05.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. 'MAI 1998 Tæplega 70.000 plöntur á sjö árum Mánudagskvöldið 3. apríl s.l. fjölmenntu menn á fund í Skóg- ræktarfélaginu, enda voru mættir á fundinn: Jón Geir Pétursson frá Skógræktarfélagi íslands og gestur af Vestfjörðum, Sæmund- ur Þorsteinsson, frá Skógræktar- félagi Dýrafjarðar. Emil Emils- son, formaður setti fundinn og sagði að eftir framsöguræður gestanna myndu þeir ásamt honum svara öllum fyrirspurn- um og fræða menn eftir föngum. Jón Geir, sem er skógfræð- ingur, fjallaði m.a. um framtíð- armöguleika í skógrækt í Seyðis- firði. Hann hafði m.a. gert sam- anburð á fjórum stöðum: Reykjavík, Hólum í Hjaltadal, Hallormsstað og Seyðisfirði. Hann hafði einkum stuðst við veðurfarslegar aðstæður á 10 ára .7 i/rír siómmnuAufiinn. Vrentnm mijndir 00 nöin á holi 00 Inífur. VsintiÖ tímunlega. O &ROe-30UR SIDUMULI 33, 135 REYKJAVIK SÍMI 91 • 614141 -A\ 9 • 614141 tímabili, en fleira kom þó til. Þessi samanburður er Seyðisfirði mjög hagstæður og hvetjandi fyrir ræktunarmenn. Sæmundur fræddi menn um Landgræðsluskógaátakið, sem hófst 1990 og sagði að sveitung- ar sínir hefðu unnið ötullega að því. Hann benti einnig á hversu hagstætt var að nota ræktun skjólbelti trjáa, til eflingar hlý- legri byggðar og blómlegra mannlífs í landinu. Austfirðingar ættu engu síður en en Vestfirð- ingar að auka þokka landsins á þennan hátt. í ræðu formannsins kom fram, að afgirt land til gróðursetningar hér í kaupstaðnum er þrotið og ó- vissan sem ennþá er um hvar þau mannvirki sem reisa skal vegna komandi snjóflóðavarna verða, hindrar framkvæmdir skógrækt- armanna. Upplýsingar frá Veður- stofu íslands um þessi mál hafa látið á sér standa til þessa. en búist við þeim á öndverðu sumri. Á árunum 1990 -1997 hafa fél- agsmenn gróðursett vegna Land- græðsluskóga rúmlega 52.000 trjáplöntur og á vegum Skóg- ræktarfélagsins sjálfs tæplega 15000 plöntur eða samtals tæp- lega 67000 vísa að ýmsum þroska- vænum trjátegundum. Emil for- maður þakkaði svo í lokin góða fundarsókn, ekki síst þeim góðu gestum sem komið höfðu úr nágrannabæjum, auk þeirra sem komið höfðu til að fræða og upplýsa fundarmenn. J.J. Kaupanyur gerður upp Kaupangur á Vopnafirði. Teikning frá Húsafriðunarnefnd ríkisins Húsfriðunarnefnd ríkisins ákvað á fundi sínum í lok apríl að veita 1.250.000 króna styrk til endur- byggingar og viðhalds Kaup- angurs á Vopnafirði. Samskonar styrkur er veittur til 5 annarra verkefna og er í samræmi við þá nýbreytni sem tekin var upp árið 1996 að veita einn stóran styrk í hvern landshluta. Alls verður úthlutað í ár 175 styrkjum samtals að upphæð 46.9 millj- ónir króna. Kaupangur var byggður árið 1882 af dönskum kaupmönnum. Húsið kom tilhöggvið frá Noregi og er um 500 m2 á tveimur hæðum. Verslun var á neðri hæð hússins og íbúð faktorsins á efri hæðinni. Arkitekt að húsinu og tveimur öðrum húsum á Vopna- firði sem enn er búið í er sá hinn sami og teiknaði Alþingishús Islendinga. Þegar Kaupfélag Vopnfirð- inga var stofnað árið 1918 keypti það Kaupang. f því var verslað og búið var í húsinu framyfir 1980. Að sögn Ellerts Amasonar skrifstofustjóra hjá Vopnafjarðarhreppi verður fyrst lögð áhersla á að koma húsinu í gott horf að utan en kostnaður við það verk er áætlaður um 20 milljónir króna. Veittir voru aðrir styrkir að upphæð um 5 millj. króna til 23 verkefna á Austurlandi auk þess sem veittir voru styrkir að upphæð tæplega 2 millj. króna til friðaðrar kirkja á Austurlandi. í sveitarstjórnarkosningunum liann 23. maí 1998 í sameinuðu sveitarfélagi Eskiffarðar- kaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps verða eftirtaldir listar í kjöri: D Listi Sjálfstæðisflokks B Listi Framsóknarflokks F Listi Fjarðalistans H Listi Austfjarðalistans Magni Kristjánsson Benedikt Sigurjónsson Smári Geirsson Þorvaldur Aðalsteinsson Andrés Elísson Þorbergur Hauksson Elísabet Benediktsdóttir K. Júlíana Vilhjálmsdóttir Jóhanna Hallgrímsdóttir Guðmundur Bjarnason Asbjörn Guðjónsson Sigurbjörn Marinósson Hörður Þórhallsson Sigrún Júlía Geírsdóttir Guðmundur R. Gíslason Þóra Sólveig Jónsdóttir Magnús Sigurðsson Alrún Kristmannsdóttir Guðrún M. Óladóttir Jónas Wilhelmsson Árni Helgason Sigurjón Baldursson Þorvaldur Jónsson Bjarki Gunnarsson ísak J. Ólafsson Einar Björnsson Petrún B. Jónsdóttir Auðbjörn Guðmundsson Helgi Friðrik Kemp Georgsson Guðrún Kjartansdóttir R. Ásta Einarsdóttir Kristján Ragnarsson Guðrún Víkingsdóttir Guðmundur Skúlason Aðalsteinn Valdimarsson Elísabet Ester Sveinsdóttir Heiðberg Hjelm Eiður Ragnarsson Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir Gunnlaugur Sigurðsson Erla Vignisdóttir Sigrún Traustadóttir Gísli Arnar Gíslason Þórhallur Árnason Jón Kr. Ólafsson Stefán Ingvarsson Guðjón B. Magnússon Hjördís B. Vestmann Lúðvfk Vignisson Grétar Sigurðsson Anna Jenný Wilhelmsdóttir Bryndís Steinþórsdóttir Þórey Sigfúsdóttir Halldór Jóhannsson Jóna Katrín Aradóttir Kristján Þ. Bóasson Jens Garðar Helgason María Kjartansdóttir Grétar Rögnvarsson Rúnar Halldórsson Sigurður H. Sigurðsson Rúnar Jóhannsson Jón Hilmar Kárason Marinó Sigurbjörnsson Sveinn Sveinsson Svanbjörg Pálsdóttir Katrín Ingvadóttir Jón Gíslason Benedikt Jóhannsson Sigurður Valgeir Jóhannesson Sindri Svavarsson Regína Thorarensen Þorgrímur Þorgrímsson Gísli Þór Briem Árni Ragnarsson Elínborg Þorvaldsdóttir Björgúlfur Lauritsson Jóhanna Armann Sigurjón Olason Sigurbergur Hauksson Steinn Jónsson Aðalsteinn Jónsson Kristmann Jónsson Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir Kjörfundur stendur frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur að Strandgötu 53 á Eskifirði. Talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi í Félagsheimilinu Valhöll á Eskifirð i. Kjörstaðir verða þessir: Kjördeild á Eskifirði: Grunnskóli Eskifjarðar. Kjördeild í Neskaupstað: Nesskóli. Kjördeild í i Reyðarfirði: Ráðhúsið Búðareyri 7. Gísli M. Auðbergsson - Magnús Jóhannsson - Sigfús Þ Guðlaugsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.