Austurland


Austurland - 14.05.1998, Qupperneq 8

Austurland - 14.05.1998, Qupperneq 8
Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurland Neskaupstað 14. maí 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Sérstakur menningadagur var haldinn á Héraði laugardaginn 9 maí sl. Boðið var upp á margskonar menningarviðburði, m.a. myndlistarsýningar, tónlist, dans og fleira. Einnig var skipulagt Ijósmyndamaraþon í boði Myndasmiðjunnar, en þar bar sigur úr býtum Alex Helgason og hlaut hann Canon EOS 500 myndavél í verðlaun. Einnig bauðst gestum og gangandi að taka þátt í að skreyta svonefnt ,Jjöregg“ og eins og myndin hér að ofan sýnir sýndu einstaklingar á öllum aldri listrama hœfileika sýna við skreytinguna. Að öðrum viðburðum ólöstuðum vakti þó fegurðarsamkeppni gœludýra sem fram fór í Hérðasheimilinu Valaskjálf. Þar gat liver sem er komið með gœludýrin sín, hvort sem um var að rœða fugla, fiska, hunda, ketti eða eitthvað annað. T.d. vakti hunangsfluga nokkur sem keppti í vœngjaflokki mikla athygli þó hún liafi ekki náð að sigra. Að sögn Sigurðar Mar Halldórssonar, en hann tók þátt í undirbúningi menningadagsins, fór þátttaka og mœting á marga liði menningadagsins fram úr björtustu vonum og Ijóst að leikurinn verður endurtekinn að ári. Ljósm. as Um 1000 manns á tveimur landsleikjum Landsleikir íslands við Japani sem fram fóru í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði urn síðustu helgi tókust með miklum ágætum. I fyrsta skipti unnu íþróttafélögin á þessum stöðum saman að undirbúningi leikjanna og mót- töku liðanna og sveitarstjórnir beggja staða stóðu að baki félögunum. Þessi samvinna tókst með miklum ágætum og ekki spillti það fyrir að íslenska liðið sigraði í báðum leikjunum. Það spillti nokkuð fyrir að- sókn í Neskaupstað að leikurinn var klukkan níu að kvöldi, á sama tíma og Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, þannig að seldir aðgöngumiðar í Nes- kaupstaðar voru aðeins um 450, en það er um 300 færri en á landsleikinn við Dani í haust. Ahorfendafjöldinn á Fáskrúðs- firði slagaði upp í fjöldann í Neskaupstað. Kostnaður við hingaðkomu liðanna og öðru sem því fylgdi skiptist jafnt á staðina og þá um leið félögin. Þessi samvinna Leiknis og Þróttar, í sérstakri samvinnu við sveitarstjórann á Fáskrúðsfirði var til fyrirmyndar og hlýtur að verða vísir að meiri samskiptum félaganna í framtíðinni. Það var allra hagur að fara þessa leið því óneitanlega kostar mikið að fá svona leiki hingað austur SUppfélaqið Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000 Varað við nýjum lífeyrissjóðum Aðalfundur FOSA Félags opin- berra starfsmanna á Austurlandi beinir þeim tilmælum til sveit- arstjórna á Austurlandi að ekki verði rasað um ráð fram í líf- eyrissjóðsmálum starfsmanna sveitarfélaganna. Þetta var sam- þykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Reyðarfirði s.l. laugardag. í samþykktinni er bent á þrýsting frá Launanefnd sveit- arfélaganna um stofnun á nýjum lífeyrisjóði, sem gengur þvert á fyrri hugmyndir og umræður um fækkun lífeyrissjóðanna. Þá segir einnig að stofnun nýs lífeyrissjóðs hljóti að veikja þá sem fyrir eru og sé það öfugþróun. Jafnframt er bent á þá ósvífni sem kemur fram í því að ekkert samráð hefur verið haft við stéttarfélögin í þessu máli, en þau eru þó fulltrúar þeirra launþega sem m.a. undir sjóðunum standa. Nœsta tölublað Austurlands kemur út föstudaginn 22. maí. Karlinn í tunglinu 98 Karlinn í tunglinu er listahátíð barna á Austurlandi, haldin á Seyðisfirði. Að þessu sinni verður efnt til sýningar þrívíðra listaverka leikskólabarna á Austurlandi. Leikskólarnir sem taka þátt, þurfa að vinna þrjú verk í samræmi við settar reglur hátíðarinnar. Verkum skal skila til uppsetningar eigi síðar en 10. júní n.k. og þátttöku skal tilkynna eiga síðar en á morgun, 15. maí. Dómnefnd skipuð 5 mönn- um mun skoða verkin og veita verðlaun fyrir þau verk sem hún metur skemmtilegust. Allir fá viðurkenningarskjal fyrir þátt- töku. Þrenn veðlaun verða veitt í hverjum flokki og verða verð- launin þess eðlis að þau koma leikskólunum vel. Fyrir bestu heildarútkomuna að mati dóm- nefndar verður veittur sérhann- aður verðlaunagripur „Karlinn í tunglinu '98“. Sýning á verkun- um verður síðan opnuð almenn- ingi á Menningardegi barna. Sýningin verður í félagsheimil- inu Herðubreið og hefst 21. júní. J.J Vopnafjörður ekki lengur á Austurlandi Samkvæmt kenningum íslands- pósts er Vopnafjörður ekki leng- ur í Austurlandskjördæmi. Há- effið hefur tekið fram fyrir hend- ur ríkisvaldsins í þessum efnum og íbúa Vopnafjarðar lika. Skýr- ing: Póstburðargjöld frá Nes- kaupstað til Vopnafjarðar eru skilgreind sem utan fjórðungs og því þarf að greiða hærri burðar- gjöld þangað en t.d. til Horna- fjarðar, en þangað er þó mun lengra. Geðþóttaákvörðun stjóm- enda Islandspósts eins og allt annað. Það er ekki nóg með að póstburðargjöld hafi hækkað upp úr öllu valdi við há-effið, heldur hefur og þjónustan versn- að. Skýring: Bréf póstlagt á Siglufirði 17. apríl kom í hendur viðtakanda í Neskaupstað að morgni dags 22. sama mánaðar! Hvað segir ekki í auglýsingunni, pósturinn ykkar á einum degi. Af gefnu tilefni þá er hér ekki verið við starfsfólk á pósthús- unum að sakast, en það hefur gerst að það hefur tekið skrif blaðssins um póstþjónustuna, sem persónulega árás. Hér er verið að tala um óréttlæti, okur og miður góðrar þjónustu.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.