Austurland


Austurland - 22.05.1998, Side 1

Austurland - 22.05.1998, Side 1
Grandi þriðji stærsti hluthafinn í HE Grandi hf. í Reykjavík hefur keypt hlutabréf í Hrað- frystihúsi Eskitjarðar fyrir um 250 milljónir króna, eða um 7.14% hlut í fyrirtækinu. Grandi hf. er þar með orðinn þriðji stærsti eigandinn í HE á eftir hjónunum Aðalsteini Jónssyni og Guðlaugu Stef- ánsdóttur. Tvö tilboð í leikskóla í síðustu viku voru opnuð tilboð í byggingu leikskóla á Eskifírði. Aðeins tvö tilboð bárust, bæði frá Egilsstöðum. Trésmiðjan Einir bauð 57.2 milljónir króna í verkið og B.K. verktakar ehf. buðu 72.9 milljónir króna. Kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 66.7 milljónir króna. Að sögn Arngríms Blön- dahl bæjarstjóra á Eskifirði er þessa dagana verið að skoða tilboðin. Hann sagði að verk- lok við leikskólann væru áætluð í mars á næsta ári. Það er Arkitektastofan Batteríið sem teiknaði húsið. Gróðurfarsúttekt í Reyðarfírði Tveir umhverfissérfræðingar á vegum Norsk Hydro komu til landsins síðastliðinn mánu- dag til að taka þátt í úttekt á áhrifum fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Sérfræðingarnir munu vinna með Náttúru.- stofu Austurlands, en henni hefur verið falið að vinna verkið en ásamt þessum að- ilum mun Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins einnig koma að þessu. Gulllaxinn gefur sig Barði NK 120, sem hóf veiðar á gulllaxi í síðustu viku, landaði í Þorlákshöfn s.l. þriðjudag. Aflaverðmæti Barða var urn 24 millj. kr. en verðmæti gulllaxins var um 6 ntillj. kr. Barði hefur ásamt 6 öðrum skipum verið á þessum veiðum suður af Vestmannaeyjum. Vel hefur aflast og síðustu dagana var fryst fyrir um eina og hálfa milljóna króna á sólarhring. Besti veiðitíminn á gulllaxi hefur til þessa verið í júní svo Barði á að geta náð þarna ágætis afla sem er utan kvóta. Sameiginlegir fundir allra framboða við sveitarstjórnarkosningarnar á morgun hafa verið haldnir í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði. Fundirnir hafa verið þokkalega sóttir en að sögn kunnugra lítið frá- brugðnir fyrri fundum af saina toga. Þessi mynd var tekin á fyrsta fundinum sem haldinn var á Eskifirði. Ljósm. as LA óx um 21.3% á siðasta ári - sjófiurinn hefur átján faldast á 10 árum Lífeyrissjóður Austurlands óx um 23.1% á síðasta ári eða sem nemur 1.8 milljarði króna og er hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris rúmlega 10.5 milljarða króna. Hrein eign sjóðsins umfram heildar skuldbindingar er 5.8% en ef sjóðnum væri lokað í dag ætti hann rúmlega 35% umfram áfallnar skuld- bindingar. Fjárfestingatekjurnar á verðbreytingafærslu hækkuðu á milli áranna 1996 og 1997 um 277.2 millj. og hefur sjóðurinn nú tæplega átjánfaldast á tíu Alls greiddu rúmlega 6000 félagar hjá 701 atvinnurekanda iðgjöld til sjóðsins á síðasta ári og námu iðgjöldin alls 672 millj. kr. Það er 10.7% hækkun frá árinu á undan. Greiðslur úr sjóðnum námu tæplega 200 millj. kr. og voru lífeyrisþegar alls 1080. Aðalfundur Lífeyrissjóð Aust- urlands verður haldinn n.k. mánudag. Þar verður lögð fram tillaga um að sjóðnum verðir skipt í tvo hluta, greint verði á milli landverkafólks og sjó- inanna. Ennfremur verður lagt til að margfeldisstuðli sjóðsins verði breytt og kannaðar verði frekari útfærslu á starfsemi sjóðsins í takt við nýja tíma. Unnið var að gerð myndbands við lagið Bogus með hljóm- sveitinni Lhooq í Oddsskarðs- göngunum aðfaranótt þriðju- dagsins. Af þessum sökum var göngunum lokað frá um kl. 11 á mánudagskvöldið þar til kl. 6.00 að morgni næsta dags. Það var kvikmyndafyrirtækið Hreyfimyndasmiðjan sem stóð fyrir framkvæmdunum. Lagið Bogus er önnur smáskífan sem hljómsveitin sendir frá sér af væntanlegri smáskífu sinni en hljómsveitin flytur einnig lagið Loosing hand sem notið hefur vinsælda hér á landi að undan- förnu og hlotið hefur góða dóma í músíkpressunni erlendis, en hljómsveitin er á mála hjá erl- endu útgáfufyrirtæki. Myndbandið sem unnð var að þessa tilteknu nótt mun birtast á sjónvarpsskjá lands- manna eftir u.þ.b. mánuð. og þá kemur í ljós hvort Oddsskarðs- göngin eru heppilegur vett- vangur fyrir tónlistarflutning. Eftir því sem blaðið best veit er þetta í fyrsta sinn sem mynd- band er tekið upp í jarðgöngum á Islandi, og fróðlegt verður að sjá hvort framhald verði á slrku. Slippurinn til G. Skúlasonar Vélaverstæði G. Skúlasonar í Neskaupstað tekur við rekstri dráttarbrautarinnar (slippsins) í Neskaupstað af Síldarvinnslunni hf. um næstu mánaðamót. Síld- arvinnslan hf. framselur leigu- samning sinn við hafnarsjóð Neskaupstaðar til G. Skúla- sonar. Þetta var samþykkt á fundi Hafnarmálaráðs s.l. þriðju- dag og samningar milli G. Skúlasonar og Sfldarvinnslunnar hf. liggja þegar fyrir. Vill kaupa Framkaupstað Bæjarstjórn Eskifjarðar hefur gert tilboð í hluta Framkaupstað- ar, en kaupstaðurinn átti fyrir aðra hæð hússins. Framkaup- staður var byggður árið 1877 og er því með elstu húsum á Eskifirði. Að sögn Arngríms Blöndahl bæjarstjóra, var fyrst og fremst gert tilboð í húseignina vegna staðsetningar hússins en það stendur á lóð sem liggur að dvalarheimili aldraðra. Þessa lóð þarf bærinn jafnvel að nota. Hann sagði að húsið væri ekki á lista sem alfriðað, en að ekki mætti rífa það án samþykkis Húsafrið- unamefndar ríkisins Hvort slíkt samþykki fæst er ekki vitað en það mun væntanlega koma í hlut nýrrar sveitarstjórnar að ákveða hvað gert verður við það. • • sviðu Tacoskeljar og sósur Sparhakk Griííkjöt í úrvali rétt! Myndbandsgerð í göngum

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.