Austurland


Austurland - 22.05.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 22.05.1998, Blaðsíða 4
4 FOSTUDAGUR 22. MAI 1998 Bréf úr borginni Hafið þér hreinan skjöld, frambjóðandi gðður? Pólitíkin tekur á sig ýmsar myndir nú þegar styttist í að landsmenn velji sér fólk til að annast sveitarstjómarmál næsta kjörtímabilið. Hér í borg Davíðs er baráttan bragðdauf og stærsta einkennið er algjör niðurlæging Sjálfstæðisflokksins. Gegn venju er það Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur sem hefur atað sig auri en ekki hinir pólitísku andstæðing- ar. Zverrir hefur náttúrulega ver- ið gífurlega hjálplegur með því að ausa óhróðrinum fyrst út úr Valhöll og síðan inn aftur. Kannanir hafa enda sýnt að Reykvíkingar eru búnir að fá nóg af svo góðu sem birtist í gíf- urlegu fylgi R-listans. Ekki hef- ur þumbaraháttur ríkisstjórnar- innar á Alþingi verið til þess fallinn að spilla fyrir góðu gengi R-listans og kosningabarátta sjálfstæðismanna hefur einnig hjálpað veralega. Allir hafa séð Geldinganessauglýsinguna sem er skólabókardæmi um misnotk- un á myndefni í auglýsinga- skyni. Það vita það allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, að það er ekki borgarstjórn að kenna hve illa rússneskir togarar líta út. Þessi auglýsingatækni minnir mjög á aðferðir Greenpeace og Sea Shepard samtakanna en sem betur fer virkar hún ekki hér- lendis. Islendingar eru ekki nógu illa upplýstir og ekki heldur nógu veruleikafirrtir til að kaupa svona lagað. Kosningavél Sjálf- stæðisflokksins, sem hingað til hefur verið sú langflottasta hér á landi, er að bregðast. Nú er eng- in stöðugleikasefjun og ábyrgur flokksfaðir sem hægt er að hefja til skýjanna eins og þegar síðast var kosið til þings. Málefnafá- tæktin er algjör og þá er stutt í örvæntingu og vafasamar að- gerðir. Örvæntingin brýst út með ýmsum hætti og líkt og við þekkj- um vel, t.d. úr evrópskri pólitík og væringum vestan hafs vegna meints kynlífs Bandaríkjaforseta utan hjónabands, þá er gjarnan gripið til þess ráðs að varpa rýrð á frambjóðendur eða sitjandi stjórnmálamenn til þess að grafa undan stuðningi þeirra. I rök- fræðinni er þessi aðferð kölluð „argumentum ad hominem” eða Sex sviplítil en eitt agætt Undirritaður flutti fyrir nokkrum árum tillögu á Alþingi þess efnis að hverri sveitarstjóm yrði í sjálfsvald sett að ákveða nafn á sitt sveitarfélag. Þessi tillaga er nú loks að fá brautargengi í frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga. Að því frumvarpi samþykktu verður ekki lengur í gildi sú kvöð að sveitarfélög kenni sig við hrepp, kaupstað, bæ eða byggð. Margháttaðar hremm- ingar hafa hlotist af þessu lagaboði og víða tekist heldur illa til vegna þess. Frelsi um nafngiftir kallar bæði á ögun og fundvísi og þekkingu á fomsögu og aðstæðum getur reynst leiðbeinandi. Nýtt sveitarfélag Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á skilið gott og kjammikið nafn. Það skiptir máli um langa framtíð að vel takist til í þessu efni og því ber að taka undirbúning og ákvörðun um nafngiftina alvarlega. Ég neita því ekki að mér finnst heldur rýrt það úrval nafna sem kjósendur hafa kallað fram og fá að segja álit sitt á um næstu helgi. Öll þessi viðskeyti með -bær, -byggð eða -borg em afar litlaus og raunar villandi. í þessu nýja sveitarfélagi em sem betur fer nokkur bændabýli þannig að hvorki bær eða borg er réttnefni. Austurbær vísar til þéttbýlis eða hluta þéttbýlis, en gæti einnig verið eitt sveitabýli, samanber Austurbæinn í Svínafelli í Öræfum. Sveitarfélagið er ekki aðeins byggð, heldur einnig víðlend og fögur óbyggð. Því er Austurbyggð ekki réttnefi og langt til Vestur- byggðar, sem mér þykir ekki heldur nafn við hæfi. Austurríki er heiti sem ólíklegt er að sveitarstjórn eða örnefnanefnd myndi treysta sér til að staðfesta en ágæt hugmynd til að gera að gamni sínu. Sveitarfélag er ekki „ríki“ og Austurríkismenn er annars staðar að finna en hérlendis. Eftir stendur þá nafnið Firðir. Sem betur fer er það ekki aðeins nothæft heldur ágætt heiti og réttnefni á okkar nýja samfélag. Fáein orð þessu til áréttingar. Firðirnir þrír, Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður, eru uppistaðan í sveitarfélaginu. Þeir mynda til samans miðju Austfjarða beggja vegna Gerpisfjallgarðs. Þegar Héraðsmenn tala um „að fara niður á firði“ hafa menn þessi byggðarlög helst í huga. íbúar Fjarða eru Fjarðamenn eða Fjarða- búar. Stækki sveitarfélagið til norðurs eða suðurs getur nafnið sem best haldist óbreytt. Firðir er stutt nafn, hljómfagurt og rismikið. Látum það okkur ekki úr greipum ganga. Hjörleifur Guttormsson röksemdafærsla sem færð er gegn persónu viðmælandans en ekki rökum hans. Eitt frægasta dæmið úr Islandssögunni um svona lagað er þegar landlæknir og Jónas frá Hriflu áttu í deilum sem endaði með því að hinn fyrrnefndi lýsti Jónas geðveik- ann og reyndi þannig að blása hans málstað út af borðinu. Víst er að starf fræðimannsins er ólfkt starfi stjórnmálamannsins en innan fræðasamfélagsins kemst enginn upp með „ad hominem” röksemdafærslur. Sá sem verður uppvís að slfku missir alla virð- ingu hins akademíska samfélags, fær hugmyndir sýnar hvergi birt- ar og grefur því sína eigin gröf sem fræðimaður. Næsta skref er atvinnuleit. Þessi háttur fræði- manna er ekki eingöngu kominn til af miklum þroska þeirra og umburðarlyndi heldur einnig vegna þeirrar kröfu að þegar fræðimaður kveður sér hljóðs þá skuli hann segja eitthvað sem máli skiptir og grípa það ekki úr loftinu tómu. Áheyrendur mega hreinlega ekki vera að því að hlusta á einkaskoðanir hans á persónu annars fræðimanns sem fara í taugar viðkomandi. Fjár- mál Einsteins, svo ekki sé nú minnst á kynlífið, hafa ekkert með kenningar hans í aflfræði að gera. Ungur eðlisfræðistúdent vill læra kenninguna - skítt með hitt. Nú er það viðskiptasiðferði tveggja frambjóðenda R-listans sem á að draga upp á yfirborðið og kynna borgarbúum. Sjálf- stæðismenn taka að sér að skýra „sukkið” fyrir kjósendum og ekki skulum við draga í efa að þeir munu segja satt og rétt frá. Fólk, sem maður hélt að hefði sneftl af sjálfsvirðingu og gerði kröfur til sjálfs sín, eins og t.d. Vilhjálmur Þ. og Guðrún Péturs- dóttir veður { skítverkin og mér segir svo hugur að þau munu skitna meira en fórnarlömbin. I sjónvarpsviðtali á dögunum sagðist borgastjóri fá með tölvu- póstinum fjöldann allan af ábendingum um hvernig vega megi að persónu hinna einstöku mótframbjóðenda. Hún segir að henni hafi aldrei dottið í hug að fylgja þessum ábendingum eftir. Því get ég vel trúað og myndi halda nákvæmlega eins á þess- um málum sjálfur. Vilhjálmur og Guðrún fara hins vegar fram á opinbera rannsókn sem mjög er tíðkað nú um stundir. Þau segja að borgarbúar eigi heimt- ingu á því að málið verði rann- sakað. Ef gamlir nauðasamning- ar frambjóðanda eru eitthvað sem þarf að rannsaka hvað þá um geðheilbrigði? Eiga borgar- búar heimtingu á að frambjóð- endur sæti geðrannsókn? Er ekki rétt að draga þetta niður á plan stóru bombunnar sem ég áður gat? Nei almenningur hafnar öllu þessu mgli en almenningur er hópur sem Sjálfstæðisflokkur- inn virðist hafa misst öll tengsl við. Þess vegna hikstar kosn- ingavélin sem hingað til hefur sjaldan slegið feilpúst. Svona er staðan hér í höfuðborginni. Þeir sem ætla út í skítkastspólitík grafa sína eigin gröf. Almenningur kærir sig ekki um svona pólitík og snýr vopnunum í höndum Sjálfstæðisflokksins. Persónu- lega snertir þetta mig lítið enda Austfirðingur og ekki enn orðinn mjög innvígður í borgarmál. Það myndi hins vegar valda mér verulegum vonbrigðum ef ég fregnaði af svona kosningabar- áttu fyrir austan. Slíkar fréttir hef ég ekki fengið enn og vona að engar verði. Það er alveg hægt að kynna sín stefnumál, skiptast á skoðunum og jafnvel takast svolítið á án þess að fara í leðjuslag. Með kveðju og von um mál- efnalega og heiðarlega umræðu á lokaspretti kosningabaráttunnar. Steinþór Þórðarson oXf COSMOPOLITAN \ '*r iyuáA u,/r mœa/Hucwr Q.Aef>aAÁi - oAcjkau/islaó d'emiu'nin cdraujfa AAeyAc/ui- /Édcifvxiti Ófé/Aar):- orj tu/dc/Xofcm (Jyaumcy - r'/(<ifn Qj/(au/id/a<j Ó/h&l/rþincja - i/j reu)c/a/v<Á CSdfiMeA Q9‘/u:(ur/a?i</i - - qA cjum óJö/u:Ád/c Áftc^mu r-r fón^cnar - cWdÁráÁidrSi. — 1 fí‘\ iíl.’t íl\ j. . J/íi ftll'ftw/lin 2brcípu.káð 44 /</"')( 3. 56 1 4452 FERMINGfiRTILBOÐ Tölvuborð kr. 17.600.- Rörahillur mcð skrifborði og skóp kr. 34.100,- Beinn innflutningur - Bestu kaupin! Opið laugardag kl. 13-16 tfólmar hf HÚSGAGNAVERSLUN REYÐARFIRÐI SIMI 474 1170

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.