Austurland


Austurland - 28.05.1998, Side 1

Austurland - 28.05.1998, Side 1
ÓlafNíels vantaði 5 atkvæði Ólaf Níels Eiríksson annan mann á Óskalistanum í Búðahreppi, vantaði 5 at- kvæði til að komast í hrepps- nefnd. Listinn fékk 23% atkvæða og 1 mann kjörinn og er fulltrúi hans í odda- aðstöðu þar sem B og F list- inn fengu þrjá fulltrúa hvor. Konur í meirihluta í Austur-Héraði Konur eru í meirihluta í nýrri sveitarstjórn Austur-Héraðs. Þær eru 5 af 9 bæjarfulltrúum og sennilega eina bæjar- stjórnin á landinu þar sent konur eru í meirihluta kjör- inna fulltrúa. Á Austur-Héraði vann B listinn mikinn sigur undir forystu Brodda Bjarnasonar. Listinn fékk 42% atkvæða og 4 menn kjörna. F listinn, listi félagshyggjufólks, fékk 33% og 3 bæjarfulltrúa og D listinn fékk 2 fulltrúa kjörna. Hreinn meirihluti D listans á Seyðisfirði Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórnarkosn- ingunum á Seyðisfirði og hefur þar hreinan meirihluta, 4 bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk um 50% atkvæða og bætti við sig tveimur bæjar- fulltrúum frá síðustu kosn- ingum. Bæjarfulltrúum á Seyðisfirði var nú fækkað um tvo, úr 9 í 7, en áður höfðu öll framboðin á Seyðisfirði, B listi Framsóknarflokks, D listi Sjálfstæðisflokks og T listi Tinda, samtaka félags- hyggjufólks, verið með 3 fulltrúa. Samkvæmt heimildum blaðsins verður staða bæjar- stjóra á Seyðisfirði auglýst laus til umsóknar. Vortónleikar Kór Norðfjai'ðarkirkju heldur vortónleika í Egilsbúð á annan í hvítasunnu og hetjast þeir klukkan 20.30. Á dagskránni verða létt lög úr ýmsum áttum eftir innlend og erlend tónskáld. Stjómandi kórs Norðfjarðar- kirkju er Ágúst Ármann Þorláksson, undirleikari er Daníel Arason. Bœjarstjóraefni Fjarðalistans, Guðmundur Bjarnason bœjarstjóri í Neskaupstað og nýkjörnir bœjarfulltrúar listans, Elísabet Benediktsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Sniári Geirsson, Ásbjörn Guðjónsson, Guðrún Oladóttir, Guðmundur R. Gíslason, og Petrún Bj. Jónsdóttir. Ljósm. as Fjarðalistinn með hreinan meirihluta konurnar í hæjarstlórninnl allar frá Fjarðalistanum Óánægja með síldarkvóta Margir útgerðarmenn nótaskipa eru ósáttir við þær reglur sem gilda um úthlutun kvóta norsk- íslensku sfldarinnar næstu þrjú árin. Litið er framhjá veiði- reynslu skipanna en kvótanum annars vegar skipt efir burðar- getu og hins vegar jafnt milli allra skipa sem tekið hafa þátt í veiðunum. Sem dæmi um „óréttlæti“ í úthlutun fær skip eins og Börkur 5600 lestir en hefði fengið 7400 hefði veiðireynsla ráðið, en Garðar EA, sem Samherji hefur nýverið keypt og hefur enga veiðireynslu, fær 7000 lestir í sinn hlut. Garðar EA hefur veiðireynslu Jóns Sigurðssonar EA og hefði samkvæmt henni átt að fá 3500 lestir í sinn hlut. Jón Kjartansson SU fær 5200 lestir en hefði fengið 6600 lestir hefði veiðireynsla ráðið. Hólma- borgin SU, Beitir NK og Guð- rún Þorkelsdóttir SU fá svipaða úthlutun og ef margnefnd veiði- reynsla hefði ráðið. Fjarðalistinn er sigurvegari kosn- inganna í sameinuðu sveitar- félagi Eskifjarðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðar eða Austurríki eins og flestir þeirra sem tóku þátt í skoðanakönn- uninni um nafn, völdu. Fjarða- listinn fékk 7 menn af 11 kjöma og konumar þrjár sem sitja í hinni nýju sveitarstjóm koma allar af Fjarðalistanum. Á kjörskrá voru rúmlega 2300 kjósendur, atkvæði greiddu 1968. Gild atkvæði voru 1903, auðir og ógildir seðlar 65. Fjarðalistinn hlaut 53% atkvæða og sjö bæjarfulltrúa eins og fyrr segir, D listinn fékk 29% og 2 menn kjörna, B listinn fékk 22% og 2 menn. H listinn, Austfjarðalistinn, fékk 6% og engan mann kjörinn. Segja má að Framsóknarflokkurinn hafi goldið hálfgert afhroð í þessum kosningum, fólk í sameinuðu sveitarfélagi hafnaði algjörlega þeirri fjarstýringu að sunnan sem frambjóðendum ílokksins boðuðu á fundum og í rituðu máli. Austurríki var það nafn sem hlaut flest atkvæði í skoðana- könnun sem fram fór samhliða kosningunum, næst flest atkvæði fékk nafnið Firðir. Allt er hins vegar í óvissu um nafngiftina þar sem núgildandi sveitar- stjómarlög heimila það ekki. Leikfélag Norð- fjarðar endur- vakið í kvöld verður leikfélag Norð- fjarðar endurvakið en starfsemi þess hefur legið niðri síðustu tvö árin. Það er hópur áhugafólks um leiklist á Norðfirði sem stendur að endurvakningunni, en allir eru velkomnir á aðal- fund sem haldinn verður í kvöld klukkan 20.00 í Blúskjallaranum. Landsbankahlaupið fór fram s.l. laugardag. í Neskaupstað hlupu 59 krakkar og að hlaup- inu loknu stóð starfsfólk bank- ans og makar jyrir pylsuveislu. Að vaitda fengu allir þátt- takendur verðlaunapening og 3 fyrstu í hverjum flokki sérstök verðlaun. Ljósm. Eg. ^vondonlarob - o .ftáBautabu* j t Verðlækkun á tómötum og gúrkurn V Grænmeti í úrvali m 477 1301

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.