Austurland


Austurland - 28.05.1998, Page 2

Austurland - 28.05.1998, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 28. MAI 1998 Austuiiand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) & 4771383og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prcntun: Nesprent hf. Felagshyggja til framtíðar Úrslit sveitarstjómarkosninganna sl. laugardag sýna eins og oft áður að erfitt er að draga einhverja eina heildamiðurstöðu. Sveitarstjórnarkosningar eru ekki alþingiskosningar og þess vegna er allur samanburður á úrslitum þeirra á milli mjög erfiður. í besta falli getur slíkur samanburður gefið ákveðnar vísbendingar um þá möguleika sem fyrir hendi em ef rétt er á spöðum haldið. Tilraunir fjölmiðla til slíks samanburðar era oft á tíðum afar sérstakar. Fullyrðingar margra fjölmiðla um einhvem sigur Sjálfstæðis- flokksins sem fékk svipað fylgi á landsvísu og í síðustu sveitar- stjórnarkosningum em dæmi um undarlegar ályktanir. Fúkyrða- flaumur forsætisráðherra segir hinsvegar allt sem segja þarf um raunverulegan hug sjálfstæðismanna til úrslitanna. Megin- ástæðan fyrir gremju formanns Sjálfstæðisflokksins er að sjálfsögðu sú staðreynd að í úrslitum kosninganna kom fram að félagshyggjuöflin em á góðri leið með að verða raunvemleg ógnum við veldi Sjálfstæðisflokksins. Á Austurlandi er mest áberandi í úrslitunum góð útkoma félagshyggjuframboða og þá sérstaklega stórglæsilegur árangur Fjarðalistans sem fær sjö fulltrúa kjörna af ellefu í nýrri bæjarstjórn. Athyglisvert er að skoða úrslit í þremur stærstu sveitarfélögunum á Austurlandi því þá sést vel styrkur félags- hyggjunnar en í öllum sveitarfélögunum vinna félagshyggju- framboðin sigra. í þessum sveitarfélögum fá félagshyggjufram- boðin alls 14 fulltrúa af 31 og tæplega 40% atkvæða á meðan Framsóknarflokkurinn fær 10 fulltrúa og rúmlega 30% atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn 7 fulltrúa og tæplega 30% atkvæða. Þegar þessi úrslit eru borin saman við úrslit í síðustu alþingiskosningum á Austurlandi sjást vel þau sóknarfæri sem félagshyggjan á í kjördæminu. I þessum sveitarfélögum búa tæplega 2/3 hlutar íbúanna í kjördæminu og því eru þessar vísbendingar mjög athyglisverðar. f raun er árangur félags- hyggjuframboða betri á Austurlandi en í öðmm landshlutum og árangur Fjarðalistans sá besti á landsvísu. Þessar staðreyndir munu án efa marka pólitíska umræðu á Austurlandi næstu mánuði og úrslit næstu alþingiskosninga munu m.a. ráðast af því hvemig félagshyggjuöflunum tekst að koma til móts við skila- boð kjósenda. Næstu ár munu ráða miklu um framtíð landsbyggðarinnar og fulltrúar í sveitarstjómum gegna veigamiklu hlutverki í þeirri baráttu sem framundan er. Sóknarfæri em mörg á Austurlandi og sveitarstjórnarkosningarnar hafa bent félagshyggjufólki á eitt þeirra. Austurland óskar öllum nýkjörnum sveitarstjómarfull- trúum velfarnaðar í störfum sínum um leið og fagnað er sér- staklega glæsilegum árangri félagshyggjuaflanna. ems jt A \ ' v (\» 9V vl \ »/-' 1 ; i ml. • 1 \\ J/L , 1 t íf'tt m* ,f* - á fjjtV '. Wdp : :: *■ jHp Vorfundargestir ípásu, í sól og blíðu, fyrir neðan Hótel Nes. Ljósin. as Bókaormar funda í Neskaupstað Forstöðumenn almenningsbóka- safna héldu árlegan vorfund sinn í Neskaupstað dagana 25. - 27. maí s.l. Að venju notuðu fundarmenn tímann vel til að ráða ráðum sínum og ræða þau mál sem efst eru á baugi í málefnum almenn- ingsbókasafna. Einnig var tæki- færið notað til að kynnast þeirri þróun sem er að eiga sér stað í bókasafnsmálum á Austurlandi. Hugmyndir að væntanlegu bókasafni í Neskaupstað voru skoðaðar svo og núverandi safn. Þegar færi gafst frá umræðum um samvinnu safna, nýja miðla, tölvumál, starfræna gagna- gmnna, fullorðinsfræðslu og ný hlutverk almenningsbókasafna var náttúrufegurðar Norðfjarðar notið, fyrst í dumbungi og síðan í sólskini. Forstöðumenn telja áhuga- verða hluti vera að gerast í málefnum bókasafna á Austur- landi í þá átt að bókasöfnin verði þær miðstöðvar mennta- og menningar í héraði sem nútímasamfélag krefst. Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarijörður s. 474 1255 Víggó P Vöruflutningar <3)477 1190 (sRécjburður Ö félagi hásætis míns! Mœl ekki illt til að þannig verði ekki mœll til þín og mikla ekki ávirðingar annarra til þess að þínar eigin ávirðingar sýnist ekki miklar. Óska engttm lœgingar til þess að þín eigin lœging verði ekki afhjúpuð. Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Guðmundur Bjarnason er bæjarstjórinn á Reyðarfirði, Eskifirði Fæðingardagur? 17. júlf 1949 og í Neskaupstað Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Þiljuvellir 38, Neskaupstað Núverandi starf? Bæjarstjóri í Neskaupstað Fjölskylduhagir? Kvæntur Klöru Ivarsdóttur bæjarbókara. Tvö uppkomin böm og eitt bamabam. Bifreið? Toyota Corolla Uppáhaldsmatur? Rjúpur a la Klara Versti matur? Kæst kínverskt andaregg! Uppáhalds útivistarstaður? Við Selá í Vopnafirði Hvert langar þig mest að fara? í gönguferðir um óbyggðir Islands Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hofsstaðarey í Laxá í Þineyjarsýslu Áhugamál? Sportveiðar, íþróttir og barnabamið Klara Uppáhalds stjórnmálamaður? Ingibjörg Sólrún Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika Mottó? „Keikóheim“! Skemmtilegasta sem þú gerir? Árleg veiðiferð rjúpnavinafélagsins! Leiðinlegasta sem þú gerir? Vinna í garðinum Minnisstæðast úr kosningabaráttu? Stemmningin og samstaðan í Fjarðalistanum

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.