Austurland


Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 28. MAI 1998 Alls 70 nemendur útskrifaðir á Austurlandi Síðastliðinn föstudag útskrifuð- ust frá Menntaskólanum á Egils- stöðum alls 47 stúdenta. Ekki útskrifuðust allir þeirra með stúdentspróf heldur náðu aðeins 43 af hópnum þeim áfanga. Þeir fjórir sem eftir voru útskrifuðust af ferðaþjónustubraut, sem er tveggja ára hagnýtt nám fyrir atvinnulífið með sérstaka áherslu á hlutum viðkomandi ferðaþjónustumálum. Þetta er í annað skipti sem ME útskrifar nemendur af þessari braut, en einn nemandi útskrifaðist af brautinni í fyrra. Að sögn Helga Ómars Braga- sonar, skólameistara, gekk skóla- starfið í vetur vel. En hvað skyldi nœsta skólaár bera ískauti sínu? „Við reiknum ekki með skólastarfi á Eiðum næsta vetur. Hinsvegar erum við að sprengja utan af okkur bæði kennslu- og vistarrými. Nú er verið að skoða nokkra möguleika, m.a. er inni í myndinni að nýta það húsnæði sem laust er í Valaskjálf undir heimavist. Ekkert er hinsvegar ákveðið í þessum efnum. Við bíðum einfaldlega eftir því hversu margir sækja um skóla- vist á næsta skólaári og í fram- haldi af því verður farið að vinna í þessum málum af fullum krafti" sagði Helgi Omar að lokum. Útskriftarhópur Menntaskólans á Egilsstöðum en alls útskrifuðust 47 nemendurfrá skólanum. Austramynd: sbb Frá Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu útskrifuðust á laugardaginn 4. nemendur af stúdentsbrautum og 1 af starfsbraut, sem er sérnám fyrir fatlaða nemendur. Þetta er í annað sinn sem skólinn útskrifar sjálfstœtt en áður hafði hann verið ísamvinnu við Menntaskólann á Egilsstöðum um útskriftir. Frá upphafi hafa um 80 nemendur verið útskrifaðir frá skólanum. Alls stunduðu 84 nemendur nám á vorönn í dagnámi við skólann en þar að auki voru námskeið í kvöldskóla þar sem nokkrir tugir nemenda voru við nám. Um þessar mundir er verið að skoða húsnœðismál skólans enfrá upphafi hefur skólinn verið starfrœktur í gömlu skólahúsnœði sem ekki er nógu heppilegt fyrir starfsemina. Nú gœti orðið breyting á, en þessa dagana er verið að skoða hvort ráðist verði í byggingu nýs skólahúsnœðis. Verkmenntaskóli Austur- lands í Neskaupstað Frá Verkmenntaskóla Austur- lands útskrifuðust 19 nemendur s.l. föstudag. Sex nemendur af iðnbrautum, átta af stúd- entsbrautum og sex af sjúkra- liðabraut. Þetta var í annað sinn sem skólinn útskrifar stúdenta í eigin nafni en skólinn hafði um nokkurra ára bil útskrifað stúd- enta í nafni ME. í máli skólameistara Helgu M. Steinsson kom fram að síðast liðinn vetur hafi að mörgu leyti verið sérstakur fyrir starfssemi skólans. Við skólann störfuðu rúmlega 30 manns og um 227 nemendur stunduðu þar nám. Heimavist skólans var í fyrsta skipti fullnýtt og minnti óneitanlega mikið á stúdenta- garða, þar sem samsetning nem- endanna var allt frá 16 ára gömlum unglingum til fjögurra manna fjölskyldna. Helga sagði að með tilkomu hársnyrtideild- arinnar hefði kvenfólki fjölgað á vistinni og sumar þeirra höfðu með sér börn og maka. Tvær nýjar námsbrautir litu dagsins ljós á sl. hausti. Sjávar- útvegsbraut sem er tveggja ára nám sem lýkur með sérstöku prófi og er undirbúningur undir frekara nám við Stýrimanna- skólann. Lítil sem engin aðsókn var að náminu og í máli skólameistara kom fram að líklega þurfi námið á meiri kynningu að halda. Þá tók til starfa eins og áður ssagði eins árs nám í hársnyrti- iðn undir handleiðslu Iðnskólans í Hafnarfirði. Þrettán nemendur á mismunandi aldrí hófu nám sl. haust og settu óneytanlega mjög skemmtilegan svip á skólalífið. Iðnmeistaranám gekk með ágæt- um sl. vetur og létu nemendur ekki fjarlægðir hefta skólagöngu sína, en lengst komu nemendur frá Höfn. Næsta haust verður í boði vélstjórn 1. stigs og er undirbún- ingur undir aðstöðuna hafinn í verkkennsluhúsinu. Þá munu nemendur skráðir á sjúkraliða- braut koma til með að ljúka 120 eininga námi í framtíðinni, en námið hefur verið lengt nokkuð. Helga M. Steinsson vék nokkuð að innra og ytra um- hverfi skólans og sagði að þau gleðitíðindi hefðu nú gerst að hafnar væru fyrir alvöru lóða- framkvæmdir á svæði skólans og stefnt er að því að fullmótuð lóð hans verði tilbúin eftir tvö ár. Þá væri ljóst að nú í sumar yrði skipt um þak á eJsta húsnæði skólans um leið og farið verður í breytingar innandyra í austari enda hússins vegna innkomu Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins og Náttúrustofu Austurlands í húsnæði skólans. Nokkuð var um heimsóknir til skólans á liðnu skólaári og fer þeim fjölgandi. Áberandi voru heimsóknir aðila frá fyrirtækinu Norsk Hydro, en tilgangur heim- sóknanna var að kanna mögu- leika skólans á að þjálfa hæft starfsfólk til starfa í hugsanlegri álverksmiðju. Er óhætt að segja að þeim leist vel á allar aðstæður skólans til verklegrar kennslu. Að lokum minntist skóla- meistari á hið ágæta samstarf sem skólinn hefur átt við Síldarvinnsluna hf. í Neskaup- stað og er liður í Leonardoáætl- un Evrópusambandsins um starfsmenntun í atvinnulífinu. Hefur starfsfólk loðnubræðsl- unnar SVN setið námskeið í skyndihjálp sem skólinn hélt í þeim tilgangi að efla tengsl skólans og fyrirtækisins. Hug- myndir hafa verið reifaðar að grunnur að svokölluðu bræðslu- námi verði Iagður í kjölfar sam- starfsins og er þá verið að tala um sérhæft starfsnám fyrir fiskimjölsverksmiðjur. VA hefur sótt um styrk til Þróunarsjóðs framhaldsskóla til þess að geta boðið sjómönnum á hafi úti fjarnám við þeirra hæfi. Er það liður í að markaðssetja sjávarútvegsbrautina og jafn- framt að stuðla að áframhald- andi samstarfi atvinnulífsins og skólans, en öll stærstu útgerðar- fyrirtækin í hinu nýja sveitar- félagi hafa lýst yfir stuðningi sínum við framtakið ef af verður. Því næst afhenti skólameist- ari útskriftarnemum prófskírt- eini sín og verðlaun. Fyrir hönd þeirra sem útskrifuðustu flutti ávarp Úrsúla Manda Armanns- dóttir. Að þessu loknu var öllum viðstöddum boðið til kaffi- samsætis. Útskriftarnemar Verkmenntaskóla Austurlands og Helga M. Steinsson skólameistara. Ljósm. Eg.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.