Austurland


Austurland - 28.05.1998, Qupperneq 5

Austurland - 28.05.1998, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 5 Starfið stendur og fellur með þátttöku unglingannaí Félagsmiðstöðinni Atom, í Neskaupstað var lokað föstudaginn NýlIIlgar: 15. maí eftir þróttmikið vetrarstarf. Austurland hitti Hlyn Eiríksson, umsjónarmann Atom að máli á dögunum og spurði liann um starfið í vetur og hvað framtíðin bœri í skauti sér. Hlynur Eiríksson fyrir framan ónýtt pláss í nýmálaða félagsmiðstöðina Atom. Ljósm. as Vetrarstarfið: Starfið hefur verið mjög blóm- legt og krakkamir hafa verið duglegir að sækja það sem boðið hefur verið upp á enda höfum við reynt að láta þau ráða sem mestu um það sem verið hefur gert. Fyrir utan hefðbundið starf emm við alltaf að bæta aðstöð- una, t.d. var smíðað glæsilegt diskóbúr og tækjakostur þess endumýjaður. Þessi nýji tækja- kostur bíður upp á mjög skemmtilega möguleika, t.d. að krakkarnir geta skeytt saman lögum og breytt þeim. Á næstunni: Við ætlum að enda vetrarstarfið með því að gera eitthvað skemmtilegt í lok mánaðarins, einhverskonar lokahóf vetrarins. Farið verður í heimsókn til Seyðisfjarðar og skemmt sér þar með krökkunum. Þar verður m.a. farið á ball þar sem hljómsveit- imar Quarasi og Steiner spila. Meira samstarf í kjölfar sameiningar sveitarfélaga: Við höfum reynt að efla sam- starfið milli félagsmiðstöðvanna hér í kringum okkur undanfarið. Þetta á ekki bara við um félags- miðstöðvar innan nýs sveitarfél- ags, heldur em t.d. Egilsstaðir inn í því ásamt fleirum. Við höf- um t.d. heimsótt áðumefndar fél- agsmiðstöðvar og fengið þær í heimsókn til okkar. Samstarf í framtíðinni gæti hinsvegar orðið í víðara sam- hengi. Ég sé t.d. fyrir mér sam- starf um námskeið, fræðslufyrir- lestra og þessháttar. Þannig fengjum við fleiri einstaklinga á þessar samkomur og dreifum kostnaði. Það er þá helst að verið er að skoða möguleika á sumarstafi. Á dögunum fór ég á mjög gagnlegt námskeið sem bar yfirskriftina „Utivistartími unglinga og frí- tími ungs fólks" sem haldið var í Reykjavík. Rætt var um sumarstarf sem hefur ekki verið nema að mjög litlu leyti í þessum stóru félags- miðstöðvum fyrir sunnan og ekkert hér. Verið er að velta því fyrir sér að hafa eitthvert sumar- starf hér í sumar en það á eftir að fullmóta þær hugmyndir. Ýmsar hugmyndir eru í gangi, t.d. að félagsmiðstöðin yrði notuð eitt- hvað í sumar fyrir unglingana. Einnig væri hægt að fara í úti- legur og ýmislegt slíkt Aðrar nýjungar sem hugað hefur verið að er mótorsmiðja. I Hafnarfirði hafa þeir sett upp mótorsmiðju sem kemur mjög vel út. Þetta er eitthvað sem við ættum að skoða vel hjá okkur og ég tel að við höfum aðstöðu til að koma okkur upp litlu verk- stæði inni í Atom, en þar er ein- mitt passlega stór aðstaða ónýtt sem gæti hentað ákaflega vel fyrir slíka starfsemi. Auðvitað yrði einhver stofnkostnaður í upphafi en eftir það ætti þetta að geta rekið sig nokkuð sjálft. Markhópurinn fyrir slíka smiðju eru strákamir sem eru á hjólun- um en þeir em oft á illa útbúnum hjólum og hafa ekki aðstöðu til að gera eitthvað í því. Ég sé fyrir mér að lögreglan gæti komið inn í slíkt samstarf og hægt væri að skapa þeim jákvæð verkefni á hjólunum. T.d. væri hægt að finna svæði fyrir braut sem hægt væri að keppa á annað slagið. Þannig yrði útrásin færð á brautina og af götum bæjarins. Einnig væri hægt að nýta slíka braut undir kennslu á hjól í samvinnu við yfirvöld. Nýir markhópar Nú þurfa menn að setjast yfir aldurinn 16-18 ára. Við reynd- um í vetur að vera með opið fyrir þennan aldurshóp einu sinni í viku í samvinnu við VA. Þá var það nemendafélagið sem ákvað dagskrá en því miður lognaðist það rólega út af. Spurningin er hvort ekki þyrfti starfsmann sem Opið brél til flustfirðinga í víðasta skilningi Þar sem vitað er að eftir höfðinu dansa limimir. Því beini ég máli mínu til eftirtalinna aðila í Aust- urlandskjördæmi: Alþingismanna, Sambands sveitarfélaganna, bæj- ar- og sveitarstjórna, æskulýðs- og ungmennafélaga, skólamanna, fjölskyldna, til lærðra og leikara er vildu láta sig varða framgang neðangreindra mála. I vor, nánar tiltekið þann 24. apríl, sótti ég ráðstefnu á Reyð- arfjörð er fjallaði um vímuefna- vanda ungs fólks, sér í lagi, og hvemig bregðast skuli við þeirri vá. Sat ég þar í góðu samneyti fólks víða af Austurlandi svo og úr Reykjavík. Á þessari ráð- stefnu las ég hluta kafla úr bók minni Ört rennur æskublóð sem bókmenntafræðingar telja tíma- mótaverk í íslenskri bama- og unglingasagnagerð. Bókin var gefin út af Bóka- forlagi Odds Björnssonar á Akureyri 1972. Strax og útgef- andinn, Geir heitinn Bjömsson, hafði lokið lestri handritsins (hóf lestur að kveldi og lauk undir morgun) sagði hann við mig í síma: „Þessa sögu þarf að kvik- mynda.“ Síðan hefur mikið vatn mnn- ið til sjávar og mikið verið rætt um vímuefnavamir en kannski ekki náðst sá árangur er stefnt hefur verið að. Þess vegna datt mér í hug, hvort ekki væri væn- leg tilraun að reyna að brjóta málefnið upp eins og sagt er og Austfirðingar riðu á vaðið með því að kvikmynda þessa sögu. Hún kemur beint og óbeint inn á háska þann er leynist við fótmál ungs fólks er lendir á skjön við lífið. Þá á hún og brýnt erindi við íslensku þjóðina. Varpar skím ljósi á mikilvægi sjómennskunn- ar, fyrir afkomu hennar, og gildi þess að læra að taka ábyrgð á sjálfum sér. Hvergi er betri vett- vangur til slíks en á sjónum. Og þá kem ég að lokaþætti þessa erindis. Árið 1994 fékk ég upphringingu frá KVIKMYND sf., Þorsteini Jónssyni, kvik- myndagerðarmanni, sem kvik- myndað hefur m.a. Atómstöð- ina, Skýjahöllina og Fisk undir steini. Hann sóttist eftir leyfi til að kvikmynda söguna. Taldi hann hana, sem margir aðrir, vel sinnti þessu verkefni. Það er ýmislegt sem hægt væri að gera, t.d. að nýta Björgunarsveitarhús- ið en þar er klifurveggur. Hægt væri að nýta félagsmiðstöðina betur, skólaeldhúsið fyrir nám- skeið í matargerð o.s.frv. Að mínu mati yrði að vinna þetta í sam- ráði við nemendafélag VA enda er verið að tala um vetrarstarf. Auðvitað stendur þetta allt og fellur með þátttöku krakkanna sjálfra. Þau þurfa að vera sniðug að koma sjálfir með hugmyndir og framkvæma þær. Það hefur verið boðið upp á ýmislegt í skólanum en því miður hafa krakkamir ekki verið nógu dugleg að taka þátt. Ef þetta breytist á ég von að að hægt verði að byggja upp blómlegt félagslíf hér á Norðfirði. SuMARhlJS STARÍSMANNAFÉUqS NEskAUpSTAÖAR Enn eru NOkklTAR VÍlíUR Iausar í sumar UpplýsÍNqAR í 0) 477 1 475 til þess fallna. Leyfið fékk hann að sjálfsögðu. Sótti hann í beinu framhaldi um styrk til Kvik- myndasjóðs Islands. Enn hefur hann ekki fengið svar. Ég er líka þess fullviss að efni er sótt er út fyrir Reykjavík á á brattann að sækja. Þá varðar ekki svo mikið um menningarviðhorf okkar út- kjálkamanna. En hvað sagði ekki Axel Beck á ráðstefnu ísl- enskra sveitarfélag á s.l. haust- dögum? Jú, að öflug menning væri einn af þeim homsteinum sem héldi jafnvægi í byggðum. Er ég þá kominn að loka- orðum. Er ekki vænlegt að skoða þetta mál með Þorsteini Jónssyni og vina með því tvennt: að efla austfirska menningu og sýna ungu fólki það svart á hvítu (í lit) hvað býr handan við dökka nóttina? Ég las áðurnefnda kafla einnig fyrir efstu bekki í Smára- skóla í Kópavogi. Urðu nemend- ur mjög snortnir eftir lesturinn og spurðu margs. Er ekki komið að því, Austfirðingar góðir, að við blásum til sóknar og ríðum á vaðið til eflingar byggðar og í þetta sinn með listsköpun í fyrir- rúmi? Ég vænti viðbragða og svara. Breiðdalsvík að kvöldi kjördags Guðjón Sveinsson Mánabergi prá Sjó «n an*»; ada« Kappróður *Þeir sem ætla að taka þátt í kappróðri á sjómannadaginn hafi sambandi við Gísla S. Gíslason s. 477 1333 eða 477 1464. •Handhafar farandverðlauna vinsamlegast komið þeim til Gísla á hafnarvoginni. x •Fundir daglega kl. 18.00 í vigtarhúsinu. - ffl Sjómenn eru sérstaklega hvattir til að mæta.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.