Austurland


Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 28. MAI 1998 Framfaraverðlaun Framfarafélags Fljótsdalshéraðs Verðlaunahafar með viðurkenningar sínar. Ljósm. Orri Hrafnkelsson Framfarafélag Fljóts- dalshéraðs er opinn félagsskapur fólks sem hefur áhuga á framþróun og nýj- ungum á flestum sviðum mannlífsins á Héraði. Félagið vinnur að því að kynna nýjar hug- myndir sem upp koma fyrir mönnum og fyrirtækjum, sem álitið er að hafi áhuga á þeim hverju sinni. Engar fram- kvæmdir eru hafðar með höndum og enginn félagsmaður á hagsmuna að gæta. Til þess að sýna hvað við metum sem framfarir var árið 1997 byrjað að veita þeim mönnum viður- kenningu sem þóttu skara fram úr á sínu sviði. Um þetta tókst gott samstarf við Landsbanka íslands hf, útibúið á Egilsstöðum, sem veitti fjárstuðning. Viðurkenningar voru svo veittar aftur nú sl. laug- ardag á sama hátt, og aftur var Landsbanki íslands hf svo vinsamlegur að styðja þessa viðleitni félagsins til að hafa nokkur áhrif til framfara. Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru þessir: Á sviði lista og menningar: Keith Reed fyrir frábær störf að söng- og tónlistarkennslu á Héraði. Hann setti upp m.a. oratóríuna „Messías" eftir Hándel í Egilsstaðakirkju og stjórnar Kammerkór Austurlands. Einnig hefur hann náð miklum árangri persónulega, með söng sínum í Islensku óperunni og víðar, og hlotið Tónvaka- verðlaun RUV. Hér- aðsbúar mega vera stoltir af að hafa hann í sínum röðum. Á sviði atvinnumála: Viðurkenningu hlaut Pálmi Kristmanns- son fyrir það braut- ryðjendastarf að leiða af stað fiskvinnslu í Fellabæ og reka hana á arðbæran hátt, svona langt frá sjó. Slíkt getur varla talist „heiglum hent", ekki síst þegar rækjuvinnsla bættist nýverið við. Á sviði félagsmála: Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, sem er formaður bæði Landssam- bands sauðfjárbænda og þangað til nýlega ferða- málafélagsins Forskot. Hann og kona hans hafa komið upp nýstárlegri starfsemi á bæ sínum, sem er að hafa hreindýr og fleiri dýr til sýnis, auk ýmissa muna, t.d. úr hreindýraskinni. Sérstaka viðurkenningu fyrir bjartsýni hlutu hjónin Gunnlaugur Jónasson og Hulda Daníels- dóttir fyrir að ráðast í að endurreisa gistihúsið á Egilsstöðum (býlinu). Þetta hús er elsta hús úr steinsteypu á Héraði, byggt að hluta 1903. Þar var rekið gistihús í 90 ár samfleytt, eða til 1993. Nú ætla hjónin að taka upp þráðinn að nýju og þar með bjarga menningarlegu verðmæti. Við óskum þessum fimm til hamingju! FERMINGflRTILBOÐ Bókahilla kr. 9.500.- Tölvuborð Skrifborðsstóll Geisladiskastandur kr. 9.600.- kr. 6.900.- kr. 2.900.- Beinn innflutningur - Bestu kaupin! Opiö laugardag kl. 13-16 Hólmarhf HÚSGAGNAVERSLUN REYÐARFIRÐI SÍMI 474 1170 Okeypis smaar Atvinna óskast 22 ára karlmann vantar atvinnu í 3-4 vikur. Vanur landbúnaðar- störfum, en allt kemur til greina. Uppl. ís. 453 6253 og 471 2348 íbúð óskast Óskum sem fyrst eftir lítilli íbúð til leigu í Neskaupstað. Haf- steinn og Lilja. Sími 477 1802 og 477 1005 Pappírssala Blakarar verða með WC pappírssölu í vikunni. Blakdeildin Tónsmiðja BRJÁN Tónlistaráhugafólk. Föstu- daginn 29. maí kl. 21.00, verður notalegt kvöld í tónsmiðju BRJÁN. Sala félagsskírteina við innganginn. Framtíðarstarfið rætt. BRJÁN a COSMÖPOLITAN f*$* íy uóA uA mmféuoM^ 9/fáéáúítáBá* r/c ((cs/ffö/H)am: QA'esfmfcfci - QAeúfcau/uta^ Ve'mU'nin QJmuita iviettJcaaí - tyifcMrdi QfíUuads- (xi nuaasto/avi \J)i<aum&u - QfUmi Qfxauáfefaa Q/fáðfirdinaa - cxjmáaafóvm Q&lþótefc Q&luituvfandí - Q/éyðisÉiii Qftva&ííá (pAia - QA'esfum QfoutmdU Q/téMm Qw-msotia^ - Qj'dsfmídsÉrði ~^rfx?xicLá ch.f. —J^t(/itcLUG^Atu.n &t-Jfcíy>ulltí<5 44 r<ic>iikjcii/tk ó. 36 1 4452 Þœr Arndís Ingólfsdóttir, Telma Finnsdóttir og Guðný Björg Guðlaugsdóttir stóðufyrir tombólu á dögunum. Alls söfnuðu þcer 2.278 krónum og gáfu ágóðan til Rauða krossins. Ljósm. as Seyðfirskar vísitera Þessar konur frá leikskólanum Sólvöllum á Seyðisfirði voru nú fyrir kosningarhelgina að vísi- tera, að eigin sögn, kollega sína í leikskólunum í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði. Þær hafa farið s.l. fimm ár í stuttar ferðir til að kynna sér starfsemi og uppbyggingu annarra leik- skóla og dagheimila. A meðan taka foreldrar þeirra barna sem eru á leikskólanum á Seyðisfirði við störfum þeirra á leikskólanum. Að sögn Helenu Birgisdóttur, sem starfar á leiksskólanum og var með hópnum, eru þessar ferðir orðnar ómissandi þáttur í starfseminni. Ekki eingöngu vegna starfsfólksins heldur og vegna barnanna og foreldranna sem hafa sérstaklega gaman af því að starfa saman í einn til tvö daga. Konurnar kosta sig sjálfar í þessar ferðir en fá ferðaleyfi á launum. Við farkostinn á planinu neðan við Brennu. Tvœr úr hópnum höfðu brugðið sér í búðir og urðu því af myndatökunni. Ljósm. Eg. Landsbankahlaupið 1998 Landsbankahlaupið fór fram víða um land s.l. laugardag. Um þátttöku annars staðar en í Nes- kaupstað er ekki vitað en þar hlupu 59 börn og unglingar. Ef litið er í Austurland s.l. 5 ár kemur í ljós að þátttaka hefur minnkað. Fyrir 5 árum hlupu um 90 krakkar en 59 núna. Urslit í Neskaupstað urðu þessi: Stúlkurf '85 og '86 1. Helga Kristín Jónsdóttir 2. Ellen Gunnarsdóttir 3. Særún Kristín Sævarsdóttir Stúlkurf. '87 og '88 1. Alexandra Tómasdóttir 2. Agnes Heiða Þorsteinsdóttir 3. Auður Jóna Skúladóttir Dregnirf '85 og '86 1. Atli Rúnar Eysteinsson 2. Sigurður Vilmundur Jónsson 3. Jóhann Eðvarð Hjálmarsson Drengirf. '87 og '88 1. Armann Örn Sigursteinsson 2. Hafþór Ingi Valgeirsson 3. Sindri Solheim ATH! Ekki gleyma að fara með fötin í hreinsun. Við höfum opið virka — ^ daga frá r^ kl. 12.45 " 16.OO A \\\ La^kurinn II Jp^ Egilsbraut

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.