Austurland


Austurland - 04.06.1998, Qupperneq 1

Austurland - 04.06.1998, Qupperneq 1
Þakkargjörð Sigfúsar í sjómannamessu Þakkargjörð Sigfúsar Hall- dórssonar tónskálds verður flutt í hátíðarmessu f Norð- fjarðarkirkju á sjómanna- daginn. Að því er best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem verkið er flutt austan- lands. Sjómannasamtökin hafa óskað eftir því að verkið verði flutt í sem flestum kirkjum landsins á sjómanna- daginn en verkið er tileinkað sjómannadeginum 1972. * Aframhaldandi samstarf Tekist hafa samningar milli D-lista sjálfstæðismanna og H-lista Kríunnar á Homafirði um myndun meirihluta í bæj- arstjóm Hornafjarðar næsta kjörtímabil. Þessir aðilar hafa verið í meirihluta frá 1986, en Fram- sóknarflokkurinn í minni- hluta. í kosningunum 23. maí s.l. hlaut Framsóknarflokkurinn 4 fulltrúa, Krían 4 fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn 3 full- trúa. Bæjarstjóri verður áfram Sturlaugur Þorsteinsson, sem gegnt hefur embættinu s.l. átta ár. Nesskóli Enn á eftir að ráða í kennara- stöður við Nesskóla fyrir næsta kennsluár. Enn vantar myndmennta og íþróttakenn- ara og 4 kennara vantar í almenna bekkjarkennslu. Að sögn Einars Sveins Árna- sonar skólastjóra hafa lítil viðbrögð verið við auglýs- ingum um stöðumar. Sjómannadagsblað Austurlands Sjómannadagsblað Austur- lands kemur út á morgun. Blaðið sem er tæplega 100 síður að stærð með á annað hundrað myndir er stútfullt af austfirsku efni, bæði nýju og gömlu. Þar er meðal annars að finna frásögn eftir Sigga Nobb, um hvalveiðar í Suðurhöfum. Ritstjóri blaðsins er Krist- ján J. Kristjánsson. Blaðið verður selt í lausasölu. í*!" ■- \TiSbbSíP- .... jS\ ■ u ^jjr | :' ' SP5 Nótaskipið Jón Kjartansson, sem er í eigu Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, kom til landsins á laugardag eftir breytingar sem gerðar vom á skipinu í Gdansk í Póllandi. Um er að ræða gagn- gera endumýjun á skipinu, sem er nú nánast eins og nýtt og sennilega væri fljótlegra að telja upp það sem látið var ógert en það sem var endumýjað. Skipið er nú m.a. búið 9 sjókæligeym- um og getur það borið að landi 1200 tonn af kældu hráefni en 1600 tonn af ókældu. Einnig var smíðað nýtt framskip með pemstefni og bakka en það mun auka sjóhæfni skipsins. Ibúðir áhafnar vom einnig endumýj- aðar algerlega og öll aðstaða áhafnar bætt og t.d. er nú í skip- inu sauna og þrekherbergi. End- anlegar tölur um kostnað liggja ekki fyrir en að sögn Manúsar Bjamasonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, verður hann líklega um 370 milljónir. Að sögn Magnúsar munu breyting- arnar þýða aukið aflaverðmæti og hagkvæmari veiðar. flöeins 7% aðspurðra í Neskaupstað hefur hugleitt að flytja vegna snjóflóðahættu í könnun sem Coopers / Lybrand - Hagvangur gerði meðal ibúa í Neskaupstað vegna gerðar fyrir- hugaðra snjóflóðavarnargarða neðan Drangagils kom fram að aðeins rúmlega sjö prósent aðspurðra höfðu hugleitt að flytja frá staðnum vegna snjóflóðahættu. Þá taldi meiri- hluti aðspurðra, eða rúmlega 62%, snjóflóðaeftirlit nægilegt til að tryggja öryggi íbúanna. Spurningarnar, sem lagðar vom fyrir í úrtakinu, vom alls níu. Spurt var hvort viðkomandi hefði kynnt sér tillögur þær sem liggja fyrir vegna vamargarðs. Rúmlega helmingur aðspurðra hafði ekki kynnt sér tillöguna og ástæðan fyrir því að hafa ekki kynnt sér hana var af því að „fólk hafði ekki komið því í verk“, „ekki haft tíma“ eða „ekki haft áhuga“. Fólk var frekar hlynnt tillögunum sem uppi eru, eða 74.3% voru fylgjandi vamargarði í einhverri mynd. Tæplega 26% voru andvígir þeim tillögum sem uppi em. Spurt var hvort viðkomandi þekkti þá rýmingaráætlun sem til væri fyrir bæinn og svöruðu rúmlega 52% því játandi og sami fjöldi sagðist ekki hafa bæklinginn á vísum stað. Þeir sem höfðu kynnt sér tillögumar var helst fólk á aldrinum 30 - 49 ára og vom karlar í meirihluta. Ef tekjuhópar eru skoðaðir kemur í ljós að lágtekjufólk hefur síst kynnt sér tillögumar. Austurland óskar sjómönnum og (jölskyldum þelrra allra hellla á sjómannadaglnn

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.