Austurland


Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 9

Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1998 9 Og svo eru sveitarstjómarkosn- ingarnar allt í einu um garð gengnar með öllu sínu lokkandi tildragelsi og ljúfu stemmingum. Ögn þótti mér sigið risið, að ekki sé dýpra í árinni tekið, á forsætisráðherra vomm er hann kom í sjónvarpsviðtal að kosn- ingum loknum aumur og reiður í senn, dálítið eins og nöldrandi og sífrandi dekurkrakki sem er í fýla af þvi að hann hefur ekki fengið allt sem hann langar í á jólunum, bara sumt, og skellti skuldinni á fréttamenn sjón- varpsins. Hélt ég þó að hann væri sá maður sem síst þyrfti að kvarta undan athyglisleysi fjöl- miðla, sem hampað hafa fimm- aurabröndurum hans í síbylju undanfarin mörg herrans ár eins og þeir séu bókmenntagullkorn á heimsmælikvarða, eða jafnvel tilvitnanir í Vedaritin. Sannaðist hér rétt einu sinni enn sá gamli íslenski orðskviður að sjaldan launar kálfur ofeldið. Svo var mér sagt að jarteikna- sagnaskrásetjari ráðherrans og aðalráðgjafi, prófessor Hannes Hólmsteinn, hafi jagast við sama heygarðshomið á einhverri ann- ari stöð en af þeim skemmtiþætti missti ég, því miður. Ekki held ég að Ólafur sálugi Thors, sem áður fyrr var bæði formaður Sjáfstæðisflokksins og forsætisráðherra, eins og Davið nú, hefði brugðist svona við válegum tíðindum hvað þá smávegis ágjöf. Ég man ekki betur en að hann héldi einatt sínu ruddungslega hreppstjórafasi hvemig sem á hann viðraði í pólitíkinni.. Svo spáði ráðherrann því að endadægur R-listans væri í nánd. „Ekki skal ég deila við þig um hebreskuna, prestur minn“, sagði Bjartur í Sumarhúsum við séra Guðmund á sínum stað og tíma. Allir hlutir eiga sér upphaf og enda líka, hvemig sem á því skyldi standa, en einhvem veg- inn finnst mér að ráðherrann hefði átt a klæðast peysufötum og skotthúfu og kíkja ofan í óuppþveginn kaffibolla í þann mund er hann setti véfrétt þessa fram. Mikill rithöfundur er Sverrir Hermannsson enda vart að undra því leitun mun vera að íslensk- um stjórnmálamanni jafn vel lesnum í íslenskum bókmennt- um síðan Jónas frá Hriflu leið. Ég hef lengi haft hann grunaðan um að kunna Laxness spjaldanna Seadum sjómönnum og ^jöÆsfcyídum þeiMa fiamiagjuósfct/i t tifie^ai sjómannadagsins. Oskurrt austfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn LÍFEYRISSJÓÐUR • ö AUSTURLANDS á milli aftur á bak jafnt sem áfram svo og íslendingasögumar og Sturlungu, þar að auki slangur í kjarnmiklu guðsorði í bundnu máli sem óbundnu allt frá Guðbrandi og fram yfir píetisma. Það verður enginn of- sæll af því að lenda undir penn- ann hjá honum þegar hann gríp- ur hann vestfirskum sjómanna- tökum og rær svo að hriktir í súð og brakar í rögum en fleyið veður á söxum í sveljunni. Ég hef leitast við af fremsta megni að halda til haga þeim kapítulum Sverrissögu hinnar nýju sem komið hafa á þrykk í Mogg- anum. Svo ætla ég að hafa þá með mér heim til Borgarfarðar í sumar og lesa þá í rólegheitum ef hann skyldi ganga í hafátt, því að svona kjamyrtar bókmenntir njóta sín ekki til fulls í því kyrrviðrasama Miðhéraði en þeim mun betur í hressilegum þræsingi þegar svarrar í töngum og skerjum. I opnu bréfi til formanns Sjálfstæðisflokksins hinn 3. maí s.l. segir Sverrir m.a: „Ég tók með undmn eftir því á dögunum að fóstri ykkar Kjartans (Gunn- arssonar) og Björns (Bjarna- sonar), Hannes Hólmsteinn, dæmdi mig raka- og formála- laust sekan í grein sem hann ritaði. Ég vona að þegar þú hugsar málið, þá sjáir þú fljótlega að stjórnmálamaður sem gerir Hannes Hólmstein að leiðtoga lífs síns, bindur ráð sitt við refshala". „Að binda ráð sitt við refshala" sé ég ekki að liggi á lausu í ísenskum orðtaka- söfnum eða orðabókum, en með hjálp góðra manna hefur þetta orðalag komið í leitimar á prenti, hjá Laxness (það lá svo sem.að). Sjá Hús skáldsins, kapitula þar sem þeir ræðast við Ó. Kárason Ljósvíkingur skáld og hann Jón gamli skerínef á frönsku lóðinni. En hvar Laxness hefur dorgað þetta upp skal ekki reynt að spá í. S.Ó.P. Leiðrétting Þau mistök voru í síðasta blaði að D-listanum voru ætluð 29% atkvæða í sam- einuðu sveitarfélagi Eski- fjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar og B-listanum 22% en hið rétta er að D- listinn fékk 22% atkvæða og B-listinn 19%. Það ætti nú ekki að henda blað eins og Austurland að fara með rangar prósentutölur þegar fjallað er um fylgi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks en það gerðist þó í fyrmefndu tilviki og em hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar. Óskum útgerð og áhöfnT til hamingju með endurbygginguna á Jóni Kjartanssyni SU 111. Megi gæfa fylgja þessu skipi og áhöfn þess. Teiknistofa Karls Þorieifssonar Akureyri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.