Austurland


Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 14

Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 Heilsuvernd sjómanna Sjómenn eru sú stétt manna sem nánast allt okkar hagkerfi byggir á. Öll velsæld á Islandi markast af því hvernig aflast og hvernig til tekst í sölumálum sjávaraf- urða. Sjómenn eru auk þessa sú stétt sem borgar hæsta skatta á landinu þrátt fyrir að sumir sjái ofsjónum yfir sjómannaafslætt- inum margumrædda. En hvernig er búið að sjó- mannastéttinni? Hvernig er hátt- að heilsuvemd þessarar mikil- vægu stéttar? Undirritaður hefur notið þeirrar gæfu nú um hálfsársskeið að geta talið sig til þessarar stéttar og er stoltur af. Vegna fyrri starfa rninna sem íþrótta- kennari og þjálfari horfi ég kannski á þessi mál frá öðru sjónarhorni en gengur og gerist. Lítum nú aðeins nánar á hvernig þetta lítur út frá mínum bæjardyrum séð. Það hefur löngum verið vitað að sjómenn eru miklir matmenn og orkuþörf þeirra er líka mikil, vinnutími þeirra er mjög sér- stakur og við bætist stöðugur velt- ingur. Með bættum aðbúnaði um borð nú síðari ár og breyttum vinnufatnaði hefur orkuþörfin hins vegar gjörbreyst. Ég held því miður að þetta hafi farið al- gerlega framhjá ansi mörgum. A flestum skipum í flotanum er unnin mjög hlékennd vinna eða það sem við köllum í daglegu tali skorpuvinnu. Við slíka vinnu þurfa menn á mikilli orku að halda í skamman tíma. Þetta er í reynd ekkert ósvipað og hjá íþróttamönnum. Ef ekki er jafn- vægi milli orkuþarfar og mat- aræðis verður sjómaðurinn sí- þreyttur alveg á sama hátt og íþróttamaðurinn. Afköstin um borð ráðast því ekki bara af tækjabúnaðinum og fiskiríinu heldur líka af því hvemig sjó- manninum líður. Ég hef sterkan grun um að þessu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur af útgerð- armönnum og yfirmönnum á skipunum. Ég er handviss um að næringarfræðingur sem færi einn túr með hverju skipi gæti breytt hér mjög miklu til hins betra. Taka þarf matsveina alls flotans á námskeið í réttu mataræði, en ég hef grun um að þrátt fyrir að margir þeirra séu mjög færir í matargerðarlistinni, þá reki þeir hálfgerða manndrápsmatargerð- arstefnu. Síðan þarf að sjálf- sögðu að taka mannskapinn um borð sérstaklega í gegn, því það er fleira matur en feitt ket. Það er til lítils barist ef kokkurinn breytir sínum háttum að menn sitji og sótbölvi honum fyrir að hafa ekki ætan bita á borðum. Eða hvaða sjómenn hafa ekki heyrt yfirlýsingar urn að það sé nú nóg að veiða fisk þó að þeir þurfi nú ekki líka að éta hann! Það er ljóst mál að safni menn spiki og eru samt að vinna erfið- isvinnu þá er mataræðið á þeirn rangt. Mjög oft er ástæðan fæða með of miklu fituinnihaldi, s.s. feitt kjöt og feitar sósur t.d. hin hræðilega uppfinning íslend- inga, kokteilsósan. Alltof mikið er um steiktan og brasaðan mat. Það þarf meira að segja að eyði- leggja hinar rnjög svo hollu kart- öflur nteð því að steikja þær og svona mætti lengi telja. Svo er hin ástæðan sem er hreinlega ofát. Ekki er alltaf mikið við að vera um borð og ég hef grun um að sumir búi sér hreinlega til einka skemmtiefni sem er að borða og borða mikið, helst þannig að um sé talað. Þegar ég kom um borð í Barðann og fór að hafa orð á öllu þessu áti var mér góðfúslega bent á að sjómenn „ættu að vera feitir og ógeðslegir". Auðvitað var þetta sagt í gamni en staðreyndin er samt sú að alltof margir sjómenn eru að gera sér lífið svo miklu erfiðara með aukakílóum sem þeir hafa ekkert við að gera, nóg er álagið samt um borð. Sjómenn vinna mikið á flestum skipum en þó er sú vinna mjög misjöfn eftir því hvernig veiðiskapur er stundaður og hversu mikil veiðin er. A frystitogurun- um er oftast um stanslausa vinnu að ræða flestar vaktir og skiptir þar vinnuaðstaðan mjög miklu máli. Á sumum skipum er vinnu- aðstaðan góð en á öðrum mjög slæm. Á Barðanum er t.d. ekki hægt að breyta hæð á neinum vinnuborðum eða lyfta grindum í gólfi þannig að misstórir menn geti með góðu móti unnið verkin sem við borðin á að vinna. Alls- kyns rör og bitar eru í loftum sem gerir það að verkum að þeir sem eru yfir meðalhæð eru í vandræðum víða á vinnsludekki og þurfa jafnvel að vinna hálf- bognir. Þegar við bætist erfiða vinnuaðstöðu nánast eingöngu kyrrstöðuvinna er ekki furða þó að margir séu illa haldnir af vöðvabólgum og öðrum skrokk- eymslum. Kenna þarf mönnum réttar æfingar til að losa um þessa vöðvaspennu og koma þarf upp aðstöðu til að gera nauðsynlegar æfingar til að vinna á móti þessu misjafna álagi sem vinnan leggur á líkam- ann. Síðast en ekki síst þarf svo að gefa sér tíma til að gera þessa hluti. I tilefni sjómannadags langar mig að vekja athygli sjómanna og útvegsmanna sérstaklega á þessum hlutum. Við þurfum á hraustum sjómönnum að halda. Menn verða að skynja breytta tíma og við höfum næga þekk- ingu og tíma í flestum tilvikum til að gerbreyta þessu ástandi. Sjómaður sem er í góðu líkam- legu ástandi verður vinnusamari og endist betur í starfi. Að lokum langar mig að beina orðum mín- um beint til sjómanna. Það er gaman að koma heim og vera í góðu formi ekki síst fyrir eiginkonuna eða unnustuna. Við verðum líka duglegri að hreyfa okkur þegar við eru í landi ef við þurfum ekki að byrja á núlli. Við vinnum þannig vinnu að við þurfum að huga að heilsunni. Við höfum ekki skrokk til skipt- anna. Tökum okkur nú taki og gerum stórátak í þessum málum. Vilji er allt sem þarf. Með óskum um góða sjó- mannadagshelgi Olafur Hr. Sigurðsson, sjómaður Óskum útgerð og áhöfn Jóns Kjartanssonar SU 111 til hamingju með nýendurbyggt skip. (o) Landvélar hf 7 Smiðjuvegi 66 Kópavogur s.557 6600 Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar á Jóni Kjartanssyni óU 111. Megi §æfa hlgja þesosu skipi og áhöfn þess. Kælismiðjan FROST X Fiskislóð 125 Reykjavík s. 551 5200

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.