Austurland


Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 16

Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 16
KEA Londonlamb /\)ærföt /\)ærföt /\l au tapi parstei k o^> a\\adaga frá Ul00Q-igOo S vfnari fj astei k 9477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 4. júní 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Skólahald á Búðareyri í 100 ár Á fóstudaginn voru útskrifaðir í hundraðasta skipti nemendur úr grunnskóla Reyðarfjarðar. Á föstudag kom einnig út Skólasaga Reyðarfjarðar sem Guðmundur Magnússon hefur skrásett. Reyðfirðingar héldu upp á þessi tímamót með pompi og prakt. Utskrifarathöfnin fór fram í tjaldi á skólalóðinni að viðstöddum 300 gestum. Fjölbreytt skemmtiatriði voru flutt og meðal annars var boðið upp á fjölleikahús og kórsöng. Að útskriftinni lokinni var skólahúsinu breytt í kaffihús þar sem boðið var upp á veitingar. Á kaffihúsinu gátu menn stigið á stokk og flutt tölur um ýmis málefni og skiptust menn helst á skoðunum um ágœti nafnsins „Austurríki“ fyrir nýja sveitarfélagið. Einnig var sett upp sýning á handarvinnu nemenda fyrr og nú. Austurland óskar Reyðfirðingum til hamingju með daginn og vonar að nœstu 100 ár verði „Molinn“ Fyrirltuguð Hjonustumiöstöö á Reyðarfirði Þessa dagana er verið að kanna hagkvæmni þess að byggja verslunar og þjónustumiðstöð á Reyðarfirði. Miðstöðin hefur vinnuheitið „Molinn" en þar yrði staðsettur stórmarkaður ásamt smærri þjónustufyrirtækj- um. Ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga á þátttöku og þeirra á meðal eru stærstu matvöru- verslanir landsins. Það er ljóst að bygging slíkrar þjónustumið- stöðvar myndi hafa byltingar- kennd áhrif á verslun á svæðinu og m.a. myndi vöruverð að öllum líkindum lækka umtals- vert. Það er a.m.k. ljóst að Aust- firðingar munu ekki láta sér fyrir brjósti brenna að skreppa á Reyðarfjörð til að gera góð kaup því að heyrst hefur af fólki sem keyrir norður til Akureyrar til að versla matvöru á góðu verði. Þetta er sennilega forsmekkur- inn að þeirri þjónustuaukningu sem myndi fylgja í kjölfar byggingar álvers á Reyðarfirði en það er ljóst að slfk sprenging í frumframleiðslu myndi hafa gífurleg margfeldisáhrif í verslunar- og þjónustugeiranum. Bæjarstjórnin samþykkir snjóflóðavarnir Bæjarstjóm Neskaupstaðar sam- þykkti á sfðasta fundi sínum sem haldinn var síðastliðinn þriðju- dag að gerðar verði snjóflóða- vamir neðan Drangagils sam- kvæmt tillögu A í skýrslu Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen og Cemagraf frá því í febrúar 1998. Allir bæjar- fulltrúamir 9 greiddu tillögunni atkvæði sitt og verður það að segjast eins og er að það hefur ekki gerst oft í tíð þessarar bæjarstjómar. í tillögunni er gert ráð fyrir upptakastoðvirkjum, 13 snjó- keilum og 15 metra háum þver- garði, 400 metrum að lengd. Jafnframt fer bæjarstjómin þess á leit við Ofanflóðasjóð að heimilað verði að hefja undirbúningsframkvæmdir sem allra fyrst. I greinargerð með tillögunni segir að tilgangurinn með bygg- ingu snjóflóðavama sé að tryggja ásættanlegt öryggi íbúa í Nes- kaupstað gagnvart snjóflóðum. I snjóflóðavömum neðan Dranga- gils sé um tvær tillögur að ræða og velur bæjarstjómin tillögu A vegna þess að hún veldur mun minna jarðraski en tillaga B og þvergarðurinn er fjær byggðinni. Telur bæjarstjómin þennan þátt vega upp þann kostnaðarauka sem tillaga A hefur í för með sér umfram tillögu B. Nýsmíði úr áli og stáli -SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.