Austurland


Austurland - 11.06.1998, Side 1

Austurland - 11.06.1998, Side 1
Könnun á viðhorfum til stóriðju Á fundi SSA á rnorgun, föstudag, verður tekin til umfjöllunar tillaga um fram- kvæmd viðhorfskönnunar meðal Austfirðinga vegna á- fornta unt stóriðju- og virkj- anaframkvæmdir. M.a. verða lögð fram drög að spuminga- lista, en ætlunin er að láta hlut- lausan aðila á þessu sviði full- vinna og framkvæma síðan könnunina, fáist hún sam- þykkt og fjármögnuð. Áhugi er hér fyrir austan á að könn- unin verði gerð og blaðinu er kunnugt um að viðræður hafi farið fram uin að Iðnaðar- ráðuneytið hlutist til um hana. Reiknað er með að þessi mál skýrist fljótlega. Djasshátíð á Egilsstöðum Dagana 25. - 17. júní veröur hin árlega Djasshátíð haidin í Héraðsheimilinu Valaskjálf. Hátíðin byrjar á fimmtudegi með Djasssmiðju Austur- lands og öðru efni héðan að austan. Það er Ámi Isleifsson sem séð hefur um undirbún- ing að venju. „Mikið verður gert úr þeim hæfileikum sem við höfunt hér fyrir austan og ekki er verið að sækja vatnið yfír lækinn. Þannig er mikið af austfirskum númerum á hátíðinni en ekki er farið út í að sækja erlenda jassspilara" sagði Árni í samtali við blaðið. Þó verður ekki ein- ungis boðið upp á austfirskt efni, t.d. mun tríó Olafs Step- hensen frá Reykjavík troða upp ásamt fleiri „utan fjórð- ungs" tónlistarmönnum. Húsnæðisskortur í Neskaupstað Skortur á húsnæði er yfirvof- andi í Neskaupstað. Afar erf- itt er orðið að fá íbúðir til leigu og heyrst hefur að verð á mánaðarleigu hafi hækkað verulega. Að sögn Jóns Þorlákssonar eru langir bið- listar eftir húsnæði í eigu bæjarins. Einnig hefur heyrst að hreyfmg sé komin á söiu- markaðinn vegna mikillar eftirspurnar. Þetta er á- hyggjuefni því varla fjölgar í bænum ef ekkert húsnæði er í boði. Þetta vandamál spilar sérlega illa saman við fyrir- sjáanlegan skort á kennumm næsta vetur. Fjölmenni var við hátíðarhöld sjómannadagsins í Neskaupstað um síðustu helgi. Hér sjást áhorfendur við sundlaugina á sunnudaginn en þrátt fyrir fremur kalt veður virtust allir skemmta sér hið besta. Nánari umjjöllun ásamt myndum er að finna á bls. 6. Ljósm. as Óhöpp í Jóni Kjartanssyni Síðastliðinn föstudag varð það óhapp í Jóni Kjartanssyni SU 111 að yfirfallsrör fór að leka og vatn flæddi urn íbúðir áhafnar- innar. Að sögn Emils Thoraren- sen var þarna um að ræða hand- vömm af hálfu pólskra verktaka. Skemmdir hafa ekki verið áætlað- ar en ljóst er að nokkrar skemmd- ir urðu á einangrun í íbúðunum. Á mánudag varð svo slys um borð í skipinu þegar verið var að taka prufukast, en nótaleggjar- inn brotnaði. Glussatjakkur gaf sig með þeim afleiðingum að bóman féll niður á nótakassann og varð einn maður undir. Maðurinn slasaðist ekki mikið en telja má víst að hjálmur sem maðurinn hafði á höfðinu hafi bjargað lffi hans. Varahlutir eru á leiðinni og mun skipið halda til veiða að viðgerðum loknum. Búið að gera drög að stofnskrá en Signý Ormarsdóttir og Katrín Ásgrímsdóttir hafa unnið fyrir hönd skólanefndar að undirbún- ingi þessa máls. Leitað var til nokkurra aðila, en fyrst til Bún- aðarsambandsins og Sambands Austfirskra kvenna, en þessir aðilar ráku skólann hér áður fyrr. Einnig var leitað til SSA um stuðning og svo til Ferðamála- samtaka Austurlands, in.a. vegna tenginga skólans við atvinnulífið í fjórðungnum. Þessir aðilar telja allir að skólinn eigi fraintíð fyrir sér og tóku fúslega að sér að styðja við bakið á skólanum. Auk hússtjómarbrautar hefur undanfarið verið kenndur hluti ferðaþjónustubrautar við skól- ann og er þar um að ræða sam- vinnu við ME. Aframhaldandi skólahald í Húsó Ljóst er orðið að Hússtjórnar- skólinn á Hallormsstað verður rekinn sem sjálfseignarstofnun næstu árin. Búið að ganga frá samningi um að fjórir aðilar taki að sér að reka skólann og var samningur þessa efnis undirrit- aður í Reykjavík 27. maí síðast- liðinn. Þeir aðilar sem taka skólann að sér eru SSA, Búnaðarsam- band Austurlands, Samband Aust- firskra kvenna og Ferðamála- samtök Austurlands. Þessa dag- ana stendur undirbúningur fyrir næsta skólaár yfir og t.d. er búið að auglýsa eftir skólameistara og kennurum. Margrét Sigurbjörns- dóttir, skólastýra hættir nú eftir 13 ára starf sem skólameistari. I samtali við blaðið sagði Helga Hreinsdóttir, formaður Áhöfn Beitis fékk viðurkenningu skólanefndar það ekki síst „Margréti og hennar starfi að þakka að skólinn hefur lifað þær þrengingar sem dunið hafa yfir síðustu ár. „Hún hefur náð að tengja námið í Hússtjórnarskólanum inn í áfangakerfi framhaldsskól- anna, þannig að það er metið til eininga. Margrét hefur í raun- inni fleytt skólanum inn í nútím- ann með þeim menningarverð- mætum, sem við byggjum á. Framtíð skólans byggir á að halda því starfi áfram“. Formsins vegna þurfa þeir aðilar sem ætla að reka skólann að stofna sjálfseignastofnun og þessa dagana er unnið að því. Áhöfn Beitis NK-123 fékk síðastliðinn laugardag viður- kenningu fyrir framkvœmd öryggisreglna og góða umhirðu skipsins á undanförnum árum. Sigurjón Valdimarsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd áhafnarinnar. Ahöfninni var því nœst boðið upp á kampavín og snittur. McVite's kex Blá band boliasúpur Ciest tannburstar og tannkrem Gxða lambabökur

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.