Austurland


Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1998 Framleiðsluferli í sjávarútvegi nánast mannfjandsamlegt segir dr. Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur Um helgina var hér staddur hópur sem hefur verið að vinna að verkefni tengdu svokallaðri Leonardo áœtlun evrópusambands- ins. Verkefnisstjóri íslenska hópsins er dr. Gestur Guðmundsson félagsfrœðingur. Gestur hefur mikinn áhuga á sjálvarútvegi sem rannsóknarefni og hefur hann m.a. kennt áfanga við Háskóla íslands sem nefnist ,Jélagsfrœði sjávarútvegs" ásamt Eskfirðingnum Þórólfi Þórlindssyni. Gestur er annars helst þekktur fyrir að hafa skrifað hina stórskemmtilegu bók „Rokksaga íslands". Blaðamaður Austurlands settist niður með Gesti og spjallaði við hann vítt og breitt um íslenskan sjávarútveg. Myndir þú segja að íslenskir félagsvísindamenn hefðu sinnt sjávarútvegi nœgilega vel sem viðfangsefni? „Nei, í raun og veru hafa fél- agsvísindarnenn lítið skoðað sjávarútveginn með skipulegum hætti. Þetta er afar merkilegt með tilliti til þess að íslendingar eru eina þjóðin í heiminum lifir algerlega á sjávarútvegi. Islensk- ur sjávarútvegur er stórmerkilegt fyrirbæri, ekki síst með það fyrir augum að hann ber sig fjár- hagslega." Hverjar heldur þú að ástæð- urnar fyrirþessu séu? „Það má segja að hinar „praktísku" fræðigreinar og sjónarmið eru algerlega ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Menn eru sífellt að velta fyrir sér tæknilegu og hagfræðilegu hlið- inni á sjávarútvegi á meðan allt sem lýtur að félagslegum þáttum gleymist. Menn taka upp kvóta- kerfi án þess að hugsa um áhrif þess á byggðaþróun og menn taka upp tækninýjungar í vinnslu án þess að velta fyrir afleiðing- um þess fyrir starfsfólkið. Þetta endurspeglast í fræðunum en af- ar erfitt er að fá fjármagn frá fyrirtækjunum í að rannsaka hina félagslegu þætti sjávarút- vegsins." Hvaða áhrif telur þú að það hafi haft að vanrœkja félagslega þáttinn í frœðilegri umfjöllun og stefnumótun ? "Menn að vakna upp við þann vonda draum að Islendingar vilja helst ekki vinna í fiski og ráða þarf útlendinga til að sinna þessum störfum. Þetta bendir til þess að hinir félagslegu þættir íslenskur sjávarútvegur er stórmerkilegt fyrirbæri, ekki síst með það fyrir augum að hann ber sig fjárhagslega. hafi verið vanræktir. Tæknilega- og rekstrarlega hliðin hafa verið LeikjaskóBinn tekinn til starfa Leikjaskóli Þróttar er tekinn til starfa. Um 100 krakkar hafa skráð sig til þátttöku og er það svipuð þátttaka og í fyrra. í leikjaskólanum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá íþrótta og leikja sama hvernig viðrar. Börnin geta sjálf valið sér leiki eða íþróttir og daglega eru margir möguleikar í boði. Dagskráin stendur frá kl: 13:30 til kl:15:30 mánudaga til fimmtudaga. Eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna glögglega ætti eng- um að leiðast í leikjaskólanum, a.m.k. voru krakkarnir í gríðar stuði þegar ljósmyndari Austurlands átti leið hjá á dögunum. Félagsfrœðingurinn Gestur Guðmundsson. Ljósm. S.Ó. í mikilli þróun en félagslega hliðin aftur á móti staðið í stað. Bestu dæmin um þetta eru t.d. afar fullkomin frystihús sem menn eru að hanna og smíða þar sem varla virðist gert ráð fyrir því að fólk eigi eftir að vinna. Tæknilegu og hagrænu sjónar- miðin eru algerlega ofan á. Það er endalaust verið að bæta vél- búnað og hagræða í rekstri en menn gleyma því hversu mikill auður liggur í því að eiga ánægt og vel menntað starfsfólk. Þetta eru menn að uppgötva í öðrum starfsgreinum í auknum mæli en sjávarútvegurinn er mjög aftar- lega á merinni. Þetta hefur jafn- vel verið þannig að menn er að taka upp framleiðslufyrirkomu- lag sem nánast mannfjandsam- legt, þar sem afköstum er haldið með því að hafa eftirlit með starfs- fólki sem fullkomnast og með því að halda verkaskiptingu í hámarki. Þetta eru aðgerðir sem eru í andstöðu við það sem menn hafa verið að gera í öðrum starfsgreinum þar sem menn hafa verið að leitast við að auka fjölbreytni starfanna og sjálf- stæði starfsmannanna." Að hvaða leyti geta verkefni eins og Leonardo verkefnið breytt þessu ? „Leonardo verkefnið miðar að því að finna leiðir til að gera vinnustaðina að stöðum þar sem menn læra stöðugt nýja hluti. Einnig er þekking starfsmanna skrásett að einhverju leyti til þess að vinna námsefni fyrir nýja starfsmenn. Þetta er alveg ný hugsun í sjávarútvegi. Menn hafa fyrst og fremst lagt mikið upp úr tæknilegri og hagfræði- legri þekkingu í sjávarútvegi en hafa litið á hina praktísku þekk- ingu sem þarf til að vinna störfin sem sjálfsagðan hlut. Þetta end- urspeglast m.a. í því að mönnum eru ekki kennd vinnubrögð þegar þeir byrja að vinna heldur eiga þeir að uppgvöta réttu handtökin. Svo þegar menn hafa lært sín handtök þá verða þeir afar fastheldnir á þau og eiga erfiðara með að tileinka sér nýja hluti. Leonardo verkefnið miðar að því að finna formlegan farveg fyrir þá þekkingu sem fyrir hendi er og að gera mönnum kleyft að halda áfram að ná betri tökum á sínum störfum. Þetta eykur sjálfstæði og færni starfs- manna og gerir þá um leið að verðmætari starfskröftum." Ljósm. S.Ó. Laus staða Leikskólinn Lyngholt, Reyðaríiröi, auglýsir lausa stöðu leikskólastjóra frá og með 1. september 1998. Skriflegar umsóknir berist til skrifstofu Sameinaðs sveitarfélags á Mið - Austurlandi, Búðareyri 7,730 Reyðarfirði fyrir 25. júní n.k. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra í s. 474-1257 eða á skrifstofu hreppsins ís. 474-1245

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.