Austurland


Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1998 Fjölþjoöleyur „Leonardo" hópur í Neskaupstað í síðustu viku var hér á ferð fjölþjóðlegur hópur þátttakenda í verkefni tengdu svokallaðri Leonardo áætlun Evrópusam- bandsins. Að verkefninu standa Norðmenn, Danir, Þjóðverjar og Islendingar, en daninn Bruno Clematide er verkefnisstjóri. Verkefnisstjóri íslenska hópsins er dr. Gestur Guðmundsson fél- agsfræðingur. Verkefnið felst í því að fínna leiðir til að auka samstarf skóla og atvinnulífs og gera símenntun að þætti í starf- semi fyrirtækjanna. I raun er helsta markmið verkefnisins að benda á leiðir til að gera vinnustaði að stöðum þar sem samfellt nám fer fram og menn uppfæra þekkingu sína í takt við tækninýjungar og framfarir. Mjög ólfk fyrirtæki eru tekin til at- hugunar í löndunum fjórum. I Noregi er það fyrirtæki sem framleiðir olíuborpalla, máln- ingaverksmiðjur í Danmörku, innréttingaverksmiðja í Þýska- landi og svo Sfldarvinnslan hf. á Islandi. Þátttakendur frá hverju landi fyrir sig taka sitt fyrirtæki til athugunar og svo fara þeir í heimsóknir til samstarfsaðila í hinum löndunum og skoða stöð- una og bera saman bækur sínar. Nú var komið að Islendingum að vera í gestgjafahlutverkinu. Að sögn Helgu Steinsson skóla- meistara Verkmenntaskóla Aust- urlands í Neskaupstað hefur hinn íslenski hluti verkefnisins gengið vel. Loðnuverksmiðja Síldarvinnslunnar varð fyrir valinu sem þátttakandi í verk- efninu. Vinnan hefur falist í því að kanna hvað það er sem nýir starfsmenn í loðnuverksmiðjunni þurfa að kunna og útbúa hand- bók til að nota við kennslu og leitast hefur verið við að nýta þekkingu reyndra starfsmanna við þá vinnu. Einnig hefur verið athugað hvað núverandi starfs- menn hafa áhuga á að læra og þegar hefur verið haldið nám- skeið í skyndihjálp í Verk- menntaskóla Austurlands og til Ná ekki að framleiða upp í eftirspurn Á Eskifirði er starfrækt fyrirtæk- ið Sporður hf. Hjá Sporði hf. er framleiddur harðfiskur sem er þekktur fyrir gæði. Sporður hf. var stofnaður árið 1952 af Agli Karlssyni og Lúðvík Ingvasyni og frá upphafi hefur þar verið þurrkaður fiskur. Fyrirtækið var fyrst til að hefja framleiðslu á svokölluðum bitafíski og hafði það einkaleyfi á framleiðslu hans um tíma. Hráefnið er fyrst og fremst ýsa en einnig er verkaður steinbítur þegar hann er fáanlegur. Vinnsluferlið er viðkvæmt og t.d. hefur veður mikil áhrif á gæði vörunnar. Úti- loft er dregið í gegnum klefana sem fiskurinn er þurrkaður í. Rakastig í lofti hefur því mikil áhrif á gæði framleiðslunnar. Sala á fiskinum hefur gengið mjög vel í gegnum árin og það án þess að varan hafi nokkurn- tíma verið markaðssett, en gæði vörunnar hafa tryggt það að öll framleiðsla fyrirtækisins selst. Fiskurinn frá Sporði hf. er seldur um allt land en einnig hafa borist fyrirspurnir erlendis frá. Sporður hf. á hins vegar fullt í fangi með að anna eftirspurn og því er talið ólfklegt að harðfiskurinn verði markaðssettur erlendis. Hjá fyrir- tækinu vinna fjórir starfsmenn að staðaldri, þau Atli B. Egils- son, Ágústa Egilsdóttir, Trausti Ragnarsson og Guðrún Halldórs- dóttir. Starfsmenn Sporðs voru áfullu við vinnu sínaþegar Ijósmyndari Austurlands áttiþar leið hjá á dögunum enda engin ástœða til að slaka áþar sem fyrirtœkið nœr ekki að anna eftirspurn eftir hinni geysivinsœlu vöru. Ljósm. as stendur að halda tölvunámskeið. I framhaldi af þessari vinnu er svo ætlunin að koma á legg svo- kallaðri „bræðslubraut" þar sem menn geta lært ákveðin undir- stöðuatriði tengd starfinu og haldið áfram námi eftir að þeir taka til starfa. Sú vinna sem hef- ur verið unnin í þessari heim- sókn erlendu samstarfsaðilanna hefur fyrst og fremst falist í samanburði á stöðunni í lönd- unum fjórum. Menn reyna að sjá hvað hefur verið vel gert og hvað hefði mátt betur fara í framkvæmd verkefnisins og meta hvaða leiðir er best að fara. Ætlunin er svo að skrifa hand- bók um það hvernig farsælast er að koma á símenntun og auka tengsl menntastofnana og fyrir- tækja og gera þau tengsl viðvar- andi. Slík handbók kemur til með að hafa mikið gildi fyrir þá Meðalþess sem hópurinn tók sérfyrir hendur var skoðunarferð í brœðsu SVN í Neskaupstað. Hér sést Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri og fyrrverandi brœðslustjóri sýna gestunum hvernig stjórnun verksmiðjunnar fer fram. Ljósm. as sem vilja fara út í samstarf af þessu tagi því að það hefur kom- ið í ljós að menn eru að reka sig á svipuð vandamál í löndunum fjórum. Lanatryygingasjoóur kvenna auglýsir eftir umsóknum Meginmarkmið Lánatryggingasjóðs kvenna er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helmingi lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni. Ábyrgðin er veitt á grundvelli mats á arðsemi viðskiptahugmyndarinnar. Lánatryggingasjóður kvenna er tilraunaverkefni til þriggja ára. Að verkefninu standa félagsmálaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og Reykjavíkurborg. Skilyrði fyrir ábyrgðaveitingu eru m.a. eftirfarandi: • að verkefnið sé í eigu kvenna og stjórnað af konum • að ábyrgð sé verkefnatengd þ.e. ábyrgðir eru veittar vegna ákveðinna nýsköpunarverkefna, en ekki eru veittar ábyrgðir vegna t.d. rekstrarlána til starfandi fyrirtækja • að verkefnið sé á byrjunarstigi • að minnsta lán sé 1.0 m. kr. og minnsta lánatrygging 0,5 m. kr. Nánari upplýsingar eru veittar í félagsmálaráðuneytinu og á skrifstofu Byggðastofnunnar. Umsóknarfrestur um lánatryggingu er til 15. júní nk. og ber að skila umsóknum til félagsmálaráðuneytisins eða til skrifstofu Byggðastofnunar í Reykjavík. Lánatryggingasjóður kvenna Byggðastofnun Kristján Þór Guðfinnsson Engjateigur 3 105 Reykjavík Sími 560 5400 Bréfasími 560 5499 Lánatryggingasjóður kvenna Félagsmálaráðuneytið Ingibjörg Broddadóttir Hafnarhúsið, Tryggvagötu 150 Reykjavík Sími 560 9199 Bréfasími 552 4804

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.