Austurland


Austurland - 11.06.1998, Side 7

Austurland - 11.06.1998, Side 7
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 7 Nýir Neistaflug- menn ráðnir Vangaveltur Jón Knútur Ásgrímsson, félagsfræðinemi, veltir fyrir sér vímuefnavandanum Þeir félagarnir Marías Ben. Kristjánsson og Bjarni Freyr Ágústsson hafa verið ráðnir umsjónarmenn Neistaflugs árið 1998. Að sögn þeirra félaga mun hátíðin verða með mjög svipuðu sniði og fyrri ár, þ.e. áherslan verður lögð á að ná til allra í fjölskyldunni með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa all- an daginn. Auðvitað verður há- tíðin ekki eins og í fyrra og hafa þeir félagar hug á að koma með einhverjar nýjungar, og ljóst er að alltaf verða nýjar áherslur með nýjum mönnum. Ekkert verður hinsvegar gefið upp að svo stöddu hvaða nýjungar þetta verða. Samningaviðræður hafa þeg- ar hafist við landsþekkta skemmti- krafta og hljómsveitir en ennþá er ekkert gefið upp um hvaða skemmtikrafta um er að ræða. Hinsvegar er ljóst að föstudags- kvöldið verður í höndum heima- manna eins og undanfarin ár. „Þeir listamenn sem rætt hefur verið við hafa verið mjög jákvæðir og ljóst er að hátíðin nýtur velvildar hjá listamönnum landsins. Margir hafa sýnt því áhuga að mæta og því Ijóst að hægt verður að finna góða listamenn til að skemmta aust- firðingum um næstkomandi versl- unarmannahelgi í Neskaupstað“ sögðu þeir félagar að lokum. Á dögunum var birt skýrsla um hið svokallaða fíkniefna- vandamál í Reykjavík. Skýrslan var byggð á rannsóknum sænsks sérfræðings sem er sérhæfður í því að lesa út úr augum einstakl- inga hvort þeir eru undir áhrifum ólöglegra vímugjafa. Niðurstað- an var sú að reykvísk ungmenni voru með allra versta móti og líkti sérfræðingurinn ástandinu í borginni við það versta sem fyrirfmnst í Stokkhólmi. Tón- leika hinnar geðþekku hljóm- sveitar The Prodigy kallaði sér- fræðingurinn „fíkniefnaveislu aldarinnar." 80% gesta voru annað hvort uppdópaðir eða fullir. Tilhugsunin um að þessi skríll komi til með að stjóma landinu í framtíðinni er óneitan- lega óþægileg. En bíðum við!! Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem lífstíll íslenskra unglinga fer fyrir brjóstið á siðgæðisvörðum samfélagsins. Grípum niður grein eftir Jóhannes Helga sem birtist í Birtingi árið 1955. Þar segir m.a: „Á daginn slæpist ungviðið á speglasjoppum, sláandi fimm- kalli fyrir ísglundri og vindling- um; á nóttinni þegar hleypt hefur verið úr danshúsum slæst það í kringum pylsuvagnana og ryðst ölmótt og illa til reika fram og aftur um miðbæinn og spýr og grætur utan í húsveggi fram eftir nóttu. Þá hefur þessi lýður farið á mis við þjóðemi sitt, talar ekki Ný ráðnir starfsmenn Neistaflugs fyrir framan Egilsbúð en þar mun stór liluti af skemmtidagskrá verslunarmannarhelgarinnar fara fram, a.m.k. allir stœrstu dansleikirnir. Ljósm. S.O. 997 Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Meskaupstað verður með hefðbundnum hætti og verður birt í heild í dreifibréfi sem verður borið út í öll hús eftir helgi. Af dagskrárliðum má nefna: 17. júní frjábíþróttamót, ratleik, diskótek í félagsmíðstöðlnni fyrir 10 ára og yngri og í Egilsbúð fyrir 11 ára og eldri. 5krúðgangan verðurfrá Mesbakka kl. 14.00. 5tjórn Þróttar íslensku nema að nafninu til og gengur undir annarlegum orð- skrípum í stað skírnarnafna... Smápattar rotta sig saman í skipulögð þjófafélög, dýr eru kyrkt, jafnvel fiskum misþyrmt, það er skotið á fólk, saklausir menn barðir til óbóta, rændir og gengið næst lífi þeirra. Sama er að segja um velsæmið. Það heyrir til tíðinda að lagleg ógift stúlka nái tvítugsaldri án þess að verða barnshafandi“. Svo mörg vom þau orð en þetta eru alveg dæmigerð skrif manna sem telja það sitt hlut- verk að veita þjóðinni menning- ar- og siðferðilegt uppeldi. Oft finnst manni málflutningur af þessu tagi einkennast af fordóm- um í garð unglinga og þeim sýndur lítill skilningur. Maður fær það á tilfinninguna að bók- staflega allir unglingar séu hass- reykjandi sýmhausar og úrræðin eru nánast engin. Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr þeim vandamálum sem tengj- ast vímuefnaneyslu heldur er ég einungis að benda á það að kannski er verið verið að gera of mikið úr of litlu. Við getum notað frétt sem birtist í DV þann 25. september árið 1985 sem dæmi um þetta, en þar stóð orðrétt: „Ungt fólk í Neskaupstað hefur að undan- fömu stundað þá iðju að tína villisveppi sem það snæðir til þess að komast í vímu.“ Það er engu líkara en að allir unglingar bæjarins hafi vaðið um í sveppa- vímu haustið 1985 þó mig gruni nú að þetta hafi ekki verið stór hópur sem stundaði þetta að jafnaði. Ég held að við megum ekki taka of mikið mark á skýrslu sænsku undralöggunnar. Hún er að rnínu mati ekki byggð á sterkum aðferðafræðilegum grunni og mér finnst eins og rannsakandinn taki ekki eftir því að sú tíska sem er rikjandi rneðal ungmenna í dag er þannig að við getum auðveldlega borið ungling í dag saman við einhverja staðl- aða ímynd af fíkniefnaneytanda og dregið þá ályktun að öll ung- menni í dag séu á kafi í dópi. Ég held að ástandið sé nú ekki eins slæmt og margir halda. En svona er þetta bara, unglingar á öllum tímum virðast þurfa þola neikvæða untfjöllun fjölmiðla og annara siðapostula. Þeir verða bara að sætta sig við það meðan á því stendur og þegar fram líða stundir geta þeir tekið við. Filmuvinnsla flyst til Nesprents Fyrir nokkrum mánuðum var sagt frá því í hér í blaðinu að filmuvinnsla þess hefði flutt tii Héraðsprents. Einnig var sagt að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og að stefnt væri að því að fullvinna blaðið í Nesprenti eins og gert hefur verið frá upphafi. Nú í síðustu viku var þetta gert og var það í kjölfar fjárfestingar prentsmiðjunar. Keypt hefur verið filmuút- keyrsluvél af gerðinni Lino- tronic 260, Linotype Hell og svokallaður PostScript RIP 40. Að sögn Guðmundar Har- aldssonar, prentsmiðjustjóra, mun þetta nýja tæki stórbæta hraða og gæði allra verka sem unnin eru í prentsmiðjunni. Öll verk verða hér ei'tir keyrð út á filmu beint úr tölvu, sem þýðir eins og áður segir bæði meiri gæði ásamt mikilli hraðaaukn- ingu og vinnsluferli verka í prentsmiðjunni styttist til muna. Guðmundur Haraldsson og Sigrún Geirsdóttir fyrir framan tölvuna, en í kjölfar nýrrar fjárfestingar verður stafrœni þáttur vinnslunnar œ mikilvœgari. Ljósm. as

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.