Austurland


Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 1
Mest magn til Seyðisfjarðar Á þriðjudaginn höfðu borist á land hérlendis tæplega 180 þúsund lestir úr norsk- íslenska síldarstofninum. Heildarkvóti íslendinga úr stofninum er um 202.000 lestir. Mestum afla hefur verið landað hjá SR-mjöli á Seyðis- firði, tæplega 25.000 lestum. Til Neskaupstaðar og Eski- fjarðar hafa borist rúmlega 21.000 lestir á hvorn stað og tæplega 15.000 lestir til Loðnuvinnslunnar hf. á Fá- skrúðsfirði og sama magn til Tanga hf. á Vopnafirði. Margir sóttu um Ellefu umsóknir höfðu borist um stöðu bæjarstjóra Austur- Héraðs sl. þriðjudaginn en þá rann umsóknarfrestur út. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hvort fleiri um- sóknir myndu berast, en ein- hverjar gætu ennþá hafa verið í pósti. Ekki fékkst heldur gefið upp hverjir hefðu sótt upp. Helgi Halldórsson, bæjar- stjóri mun láta af störfum á næstunni og taka við skóla- stjórastöðu við Egilsstaða- skóla, en hann hefur verið í leyfi frá því starfi síðastliðin fjögur ár. Mikil vonbrigði Síðastliðinn þriðjudag til- kynntu forráðamenn Free Willie Foundation að háhyrn- ingurinn Keikó yrði fluttur til Vestmannaeyja. Flutning- urinn verður væntanlega í september næstkomandi og verður skepnunni komið fyrir f Klettsvíkinni. Þessi ákvörð- un samtakanna var mikil vonbrigði fyrir austfirðinga, sem unnið hafa að því að fá háhyminginn heim í mörg ár eða samfellt frá árinu 1993. Sú vinna sem austfirðingar hafa lagt í þetta á eflaust eftir að koma sér vel i'yrir sunnan. Undirbúningur Neistaflugs kominn á fullt Undirbúningur Neistaflugs 1998 stendur yfir á fullu þessa dag- ana. Að sögn „flugmannanna“ Maríasar Ben. Kristjánssonar og Bjama Freys Ágústssonar geng- ur undirbúningurinn vel. Búið er að ganga frá ráðningu hljóm- sveitarinnar Skítamórals og ljóst er að hún mun spila í Egilsbúð sunnudagskvöldinu auk þess sem þeir rnunu spila á sviðinu fyrir framan Egilsbúð á sunnu- deginum. Einnig er búið að ganga frá samningum við list- flugmanninn Bjöm Thoroddsen sem frægur varð nú á dögunum þegar hann næstum greiddi Árbæingum með lágflugi sínu. Auk þessa hefur verið haft Aldraðir fœreyskir sjómenn héldu heimleiðis í dag eftir viku heimsókn á Islandi. Þeir heimsóttu samband við fjöldann allan af meðal annars austfirðinga. Sjá nánar á bls. 7. Ljósm. S.O. skemmtikröftum en ætlunin er ---------------------------------------------------------------------------------------- eins og áður að bjóða upp á Skjávarp fyrirhugað á Austurlandi hentar allri fjölskyldunni. Því er ljóst að engum ætti að leiðast á Undirbúningur skjávarps á Aust- urlandi stendur nú yfir. Stefnt er að því að senda það út í helstu byggðum á Austurlandi og munu sendar til slíkrar útsendingar verða settir upp á næstu mánuðum í helstu bæjum í fjórðungnum. Það er Tölvuþjón- usta Austurlands sem mun koma sendunum upp og annast umsjón skávarpsins. Fyrsti sendirinn verður settur upp á Egilsstöðum en stöðinni hefur verið úthlutan rás 12 á Egilsstöðum og því þurfa þeir sem áhuga hafa að ná stöðinni ekki að gera annað en að stilla hana inn. Ekki þarf sérstakt loftnet né annan auka- búnað. Því ættu allir að geta notað skjávarpið, en auk útsend- inga á auglýsingum er ætlunin að senda út gæða tónlist með. Fyrir er slík þjónusta á Homa- firði. „Að sögn Sveinbjöms Ims- land, sem er í forsvari fyrir TA, mun skjávarpið nýta starfsfólk fyrirtækisins við þessa þjónustu. Sá möguleiki verður fyrir hendi að senda út hefðbundna sjón- varpsrás með tilkomu hinna nýju slfkt ekki á döfinni á næstunni. Neistaflugi ’98. senda en að sögn Sveinbjöms er Fiðrildin á heimssýninguna Danshópurinn Fiðrildin á Egils- stöðum em á leið á Heimssýn- inguna í Lissabon. Að sögn Þrá- ins Skarphéðinssonar, sem er í forsvari fyrir hópinn, barst beiðni frá Menntamálaráðuneyt- inu í vetur um að Fiðrildin kæmu fram á degi íslands á hátíðinni. Að sögn Þráins hafa verið sett upp 10 svið á hafnarsvæðinu í Lissabon og hver þjóð, sem tekur þátt í heimssýningunni fær einn dag á þessum sviðum. Fiðr- ildin munu sýna á einu þessara sviða í alls tvo klukkutíma. Alls munu 12 dansarar fara ásamt harmonikkuleikaranum Hreini Halldórssyni. Tæpur helmingur kostnaðar Fiðrildanna er greidd- ur af Menntamálaráðuneytinu en afganginn þurfa meðlimir dans- hópsins að greiða sjálfir. Dæmi um aðra sem sýna í Lissabonn fyrir íslands hönd er Islenski dansflokkurinn og Skari Skrípó. „Þema heimssýningarinnar er HAFIÐ sem fellur vel í kramið fyrir Islendinga. Sökum þessa settum við inn í prógrammið sem við sýnum Sjómannaskottís sem er dansaður á klofstígvélum og lopapeysu en dansinn er sér- staklega saminn við Austfjarða- þoku Inga T. Lárussonar" sagði Þráinn í samtali við blaðið. „Við frumsýndum prógrammið sem við munum sýna úti, á Breið- dalsvík á sjómannadaginn og þar gekk allt mjög vel og við mun- um gera okkar besta til að vera verðugir fulltrúar Islands á Heimssýningunni“. k v "’áPw \,íil 'n iRlili jgrMernjd kaffl 399.- kr, Homeblest kex • i * Mcvltes kex ^ Kókómjólk 6 saman $ *

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.