Austurland


Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. JUNI 1998 Austuiiand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgcfandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383og 8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prcntun: Nesprent hf. Atvinnuuppbyggin í fjórðungnum er brýnt verkefni Síðastliðinn þriðjudag bárust þau tíðindi að háhyrn- ingurinn Keikó yrði fluttur til Vestmannaeyja en ekki til Eskifjarðar eins og vonir austfirðinga stóðu til. Ljóst er að þetta eru mikil vonbrigði, því ýmsir aðilar voru farnir að hugsa sér til hreyfings með uppbyggingu í kringum bæði þá ferðamenn sem myndu heimsækja Eskifjörð í tengslum við dýrið og ekki síður í kringum þá einstaklinga sem ynnu í tengslum við hann. Hinsvegar þýða þessi tíðindi ekki að leggja eigi árar í bát. Ljóst er að ýmis önnur tækifæri til uppbyggingar eru á svæðinu. Þar ber kannski hæst fyrirhuguð stóriðja á Reyðarfirði en fleira mætti nefna, t.d. frístundagarð á Héraði og Fræðslunet á Austurlandi. Þessi verkefni ásamt fleirum sýna að ráðamenn á svæðinu eru farnir að horfa fram á veginn og vinna í málum sem kunna að hafa áhrif á byggðarþróun í fjórðungnum í nánustu framtíði. Það að flutningur Keikó til Eskifjarðar hafi ekki náð fram að ganga ætti ekki að draga úr austfirðingum kjarkinn, heldur sýna okkur betur fram á að ef við ætlum okkur að búa áfram í fjórðungnum þá verðum við að finna okkur ný verkefni og vinna að þeim sjálf. Nú eru kosningar nýafstaðnar og nauðsynlegt er fyrir hina nýkjörnu fulltrúa að halda áfram á svipaðri braut og fetuð hefur verið undanfarin fjögur ár. En þrátt fyrir að ýmislegt gott hafi verið gert undanfarin ár, er samt hægt að setja út á ýmislegt. Sérstaklega á þetta við um hrepparíginn margumtalaða sem seint viðist ætla að hverfa. Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi verða að hætta að einblína á eigin byggðarlög og skoða málin í stærra samhengi. Það er t.d. slæmur hugsunargangur ef sveitarstjórnarmenn á fjörðunum líta þannig á að menntaður einstaklingur sem flytur til Egilsstaða sé einstaklingur sem ekki flytur í þeirra byggðarlag og öfugt. Ljóst er að með hverjum einstaklingi, menntuðum eða ómenntuðum styrkist fjórðungurinn í heild og starf hans nýtist öllum. Það er t.d. mikill munur á því hvort sækja þarf þjónustu frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar eða frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Fólksflóttinn frá landsbyggðinni er eitt stærsta vandamál sem austfirskir ráðamenn hafa staðið frammi fyrir. Samstaða allra byggðarlaga í fjórðungnum þarf að koma til og ekki er fullnægjandi að hver aðili fyrir sig vinni að málinu í sínu horni. as Skemmtileg AB-ferð Ókeypis smáar Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi um síðustu helgi til Djúpavogs og nágrennis var einkar vel heppnuð. Hjálpaðist margt að, gott ferðaveður, góður aðbúnaður hjá Hótel Framtíð og fjölbreytt dagskrá. Ekið var með rútu Austfjarðaleiðar suður með fjörðum til Djúpavogs með Sævar Guðjónsson við stýri. Staðurinn og nágrenni hans var skoðað undir ágætri leiðsögn Ingimars Sveinssonar áður skólastjóra á Djúpavogi. Hópurinn, um 45 manns, fór í tveimur ferðum með ferju til Papeyjar þar sem gengið var um eyjuna í blíðuveðri undir leið- sögn Más Karlssonar, skoðað fulglalíf, fomminjar og uppi- standandi bæjarhús og kirkja. A laugardagskvöldið var vaka í Löngubúð með margþættri dag- skrá og kom þangað margt heimamanna. Þar bauð Reynir Arnórsson formaður AB á Djúpavogi gesti velkomna. Vísna- vinir undir forystu Hrannar Jónsdóttur sungu og fluttu vísur og sögur, Ingimar Sveinsson sagði frá ýmsu úr byggðarlaginu og Bogi Ragnarsson lék á dragspil. Hjörleifur Guttorms- son sýndi litskyggnur frá Djúpa- vogi og nágrenni, teknar aðal- lega á árunum 1966-73. A sunnudagsmorgni var skoðuð nýja kirkjan á Djúpavogi undir leiðsögn Bjöms Kristleifs- sonar arkitekts sem teiknaði hana. Lofuðu menn verk hans, enda guðshús þetta afar vel úr garði gert. Þá var farin skoðun- arferð suður um Hamarsfjörð og Álftafjörð með Ingimar Sveins- son sem leiðsögumann. Ekið var í Hof og sýndi Ástnður Baldurs- dóttir húsfreyja hópnum kirkj- una. Ekið var suður fyrir Þvottá og áð í Sellöndum. I bakaleið var gengið spölkorn inn frá Múla og horft inn Múla- og Geilhellnadal. Ekið var til baka um Breiðdalsheiði, áð í skógar- lundi innan við Skriðuvatn og ferðalok voru um kvöldmatar- leytið á sunnudag. Sumarferðir AB hafa nú verið árviss liður í aldarfjórðung og notið mikilla vinsælda. I næstu blöðum bregður Austur- land upp myndum úr ferðinni til Djúpavogs. HG íbúð til leigu eða sölu Fjögurra herb. íbúð að Hlíðargötu 14 til leigu eða sölu. Uppl. ís. 897-3135 Sigmar íbúð í Reykjavík Þarftu að skreppa í höfuð- borgina. Við leysum málið, hvort heldur í einn sólarhring eða meira. Lítil en mjög góð eldhúsinn- rétting til sölu. Upplýsingar í síma 474 1435 Hús til sölu Húseignin Urðarteigur 9, Neskaupstað er til sölu. Upplýsingar í sítna 483 4946 Kristín Munda, Hveragerði Til sölu Til sölu er M. Lancer GLX 1500, sjálfskiptur, árgerð 1990, ekinn 122 þús. km. Upplýsingar í síma 477 1295 ^Qjjördir Látið gjörðir yðar veróa leiðarljós öllu mannkyni, því að orð flestra manna, hárra sem lágra, eru >,4^ frábrugðinframferði þeirra. Það yyfÖ' s-((a 1' er með gjörðum yðar sem þér Cy ,, ^ CU g getið aðgreint yðarfrá öörum.. f-h^ I Opið hús að Þiljuvöllum 29 öll mánudagskvöld 0 Austfirðingur vikunnar er að þessu sinni Bonnie Laufey Dupins lögregluþjónn Fullt nafn? Bonnie Laufey Dupins Fæðingardagur? 23. mars 1954 Fæðingarstaður? Seattle W.D.C. USA Heimili? Bleiksárhlíð 2 Eskifirði Núverandi starf? Lögregluþjónn Fjölskylduhagir? Gift og á 4 börn Bifreið? Toyota Uppáhaldsmatur? Fiskur Versti matur? Svartfugl Helsti kostur? Elska dýr og menn Helsti ókostur? Geri of miklar kröfur til annarra Uppáhalds útivistarstaður? Allir staðir til útivistar Hvert langar þig mest að fara? Á Vatnajökul Fallegasti staður sem þú hefur komið á? ísland frá a-ö Áhugamál? Þjóðfélagsmál Uppáhalds tónlistarmálamaður? Björgvin Halldórsson Uppáhalds íþróttafélag? Samtökin Hvað metur þú mest í fari annarra? Einlægni Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið glæpamaður? Friðarsinni Mottó? Ég get gert allt sem ég ætla mér Skemmtilegasta sem þú gerir? Eiga góða stund með eiginmanninum Leiðinlegasta sem þú gerir? Strauja

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.