Austurland


Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JUNI 1998 Von á glæsilegri hátíð að vanda Segir djassgeggjarinn Árni ísleifsson Dagana 25. - 27. júní næstkom- andi fer fram hin árlega Djasshá- tíð Egilsstaða í Héraðsheimilinu Valaskálf. Þetta er 11. hátíðin sem djassgeggjarinn og tón- listarmaðurinn Arni ísleifsson stendur fyrir og mun hún í þetta skiptið aðallega byggja á heima- mönnum. Að sögn Arna er ástæðan tvíþætt, annarsvegar er nóg af hæfileikafólki í næsta nágrenni, og því ástæðulaust að af nöfnum á borð við ftðluleikar- ann Sven Astmundsen. Meðal þess efnis sem boðið verður uppá á hátíðinni í ár verð- ur Dixie- og Swingband Djass- smiðju Austurlands. Þar leika, auk Árna, Ágúst Ármann, Bjami Ágústsson og Jóhann Geir frá Neskaupstað, Bára Sigurjóns- dóttir, Daníel Friðjónsson og Keith Reed frá Egilsstöðum ásamt Seyðfirðingnum Einari landi nema síður sé og staðan er sú að færri komast að til að spila á hátíðinni heldur en vilja. En áhuginn einskorðast ekki við austfirska djassspilara því Árni segist vikulega fá bréf utan úr heimi bæði frá umboðsmönnum og tónlistarmönnum. „Ég held að þessir aðilar geri sér ekki vel grein fyrir stærð hátíðarinnar. Þrátt fyrir að marg- ir tónlistarmenn séu tilbúnir til að koma hingað og spila án þess að taka mikið fyrir það, þá eru flugferðir dýrar og því dýrt að fá þá hingað til lands" segir Árni. En þrátt fyrir að hátíðin sé ekki stór í sniðum er hún orðin töluvert virt og þá ekki einungis hér á Islandi. Hróður hennar hefur borist víða og til að mynda er hennar getið í frönskum bækl- ingi fyrir 150 virtustu hátíðirnar í Evrópu. í þeim bæklingi er talað um allskonar tónlistar- hátíðir ásamt fleiru, en athygli vekur að hvorki listahátíð Reykja- víkur né djasshátíð Reykjavíkur er getið. Að sögn Árna lögðu aðstandendur bæklingsins mikla áherslu á að koma hátíðinni inn. Sumir ekki misst úr hátíð Milli 200 og 300 manns hafa mætt á hátíðina á hverju ári síð- an fyrsta hátíðin var haldin árið 1987. Flestir þeirra sem mæta koma ár eftir ár og dæmi eru um fólk sem ekki hefur misst af einni einustu há- tíð. Fólk er að koma frá Reykja- vík og hefur skipulagt tíma sinn og sumarfrí í kringum hátíðina. Fólk leigir sumar- bústað og er búið að panta með löng- um fyrirvara til að missa örugglega ekki af herlegheit- unum. Minna er um að hinir hefð- bundnu ferða- menn komi á há- tíðina og að sögn Árna er erfitt að ná til þessa hóps. „Við reyndum í fyrra að spila djass samfellt í sex vikur. Með þessu vorum við að reyna að fá ferðamenn til að koma inn á kaffihúsin og skemmtistaðina og eiga rólega stund undir léttri djasstónlist. Þetta gekk misjafn- lega og mín kenning er að túrist- arnir hafi ekki áhuga á slíku, þeir vilja bara bíta gras og tína grjót. En hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér? „Ég hef áhuga á að koma upp „djassshowi“ sem hægt væri að ferðast um með, hugsanlega heilt sumar. Markmiðið væri að fara um allt land og spila djass og huganlega blús. Ég hugsa þetta eitthvað svipað og Sumar- gleðin gerði forðum. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki auð- velt og ljóst að það þarf hálf geggjað fólk til að standa í svona“ segir Ámi að lokum. Arni mun spila stórt lilutverk á Djasshátíðinni, en hér sést hann œfa með Dixie- og Swngbandi Djasssmiðju Austurlands. Ljósm. as sækja vatnið yfir lækinn í þess- Braga, þannig að ljóst er að um um efnum, en hinsvegar eru að- mjög austfiska sveiflu verður að stendur hátíðarinnar ennþá að ræða. jafna sig eftir afmælishátíðina Að sögn Árna er enginn sem haldin var í fyrra og státaði skortur á djössurum á Austur- Laugardaginn 27. júní nk. mun kvartett Arna Scheving, víbrafónsleikara, troða upp á Djasshátíð Egilsstaða. Raðleggingar til foreldra Hér eru nokkur ráð sem hjálpa til við að venja börnin að nota öryggisbúnað í bílum. Byrjið snemma Flytjið barnið heim af fæðingadeildinni í öryggissæti og gætið þess að það ferðist aldrei á annan hátt upp frá því Verið staðföst Spennið bamið alltaf í stólinn þegar þið farið eithvað, jafnvel þó um mjög stuttar ferðir sé að ræða. Gefið fordœmi Bömin vilja allra helst líkjast þeim fullorðnu. Ef foreldramir nota öryggisbeltin, þá vilja börnin gera það líka. Verið ákveðin Ef barnið reynir að losa sig úr bamabílstólnum, stöðvið þá bílinn samstundis. Segið baminu af ákveðni hvers vegna öryggis- sætið sé nauðsynlegt, og festið það aftur. Ekki aka af stað fyrr en barnið er öruggt í stólnum. Leyfið börnunum að sjá út Veljið sæti sem er þannig gert að bamið geti séð út. Látið bamið prófa bamabílstólinn áður en þið festið kaupin og gerið ráð fyrir að barnið er að vaxa. Notið “ferðapoka” Aðalástæða þess að börnin reyna að losa sig er að þeim leiðist. Hafið poka með mjúkum leikföngum og bókum í bflnum og skiptið um innihald í honum af og til. Verið uppörvandi Ekki gleyma að hrósa baminu þegar það situr í sætinu án vandræða. Uppörvun er ástarjátning til bamsins, en ástin er ástæðan fyrir barnabflstólnum. “Barnabflstólar og loftpúðar passa ekki saman. Hafið ekki barn í framsæti á bfl sem er búinn loftpúða”. Oskar Þór Guðmundsson Umferðaröryggisfulltrúi Austurlands Slysavar na rbúði r í Berufirði Slysavarnafélag íslands og deildir þess hér á Austurlandi, hafa rekið æfingabúðir fyrir unglinga í Hamraborg í Bem- firði í fjögur ár. Þessar æftnga- búðir em ætlaðar fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára og er dag- skrá búðanna fjölbreitt. Ungling- arnir læra skyndihjálp, ferða- mennsku, bjargsig, meðferð slöngubáta og fluglínutækja, fjarskipti, slysavamir ofl. ofl. Æfingabúðirnar eru ætlaðar fyrir alla unglinga á þessum aldri, og er ekkert skilyrði að ungling- amir séu í unglinga- deildum á vegum fél- agsins. Markmið búðanna er ekki síst að halda þessum aldri frá því sem sölumenn dauð- ans hafa upp á að bjóða, kenna þeim heilbrigða útivist, hópefli og virðingu við hvert annað. I sumar verða búðimar reknar í fjórar til fimm vikur, en hvert námskeið stendur frá hádegi á mánudegi til hádegis á laugardegi. Námskeiðunum er skipt í tvennt, fyrir byrjendur og fyrir lengra komna. Þeir unglingar sem sækja námskeiðin fyrir lengra komna enda námskeiðið á að láta reyna á hæfnina og er farið í tveggja daga gönguferð um óbyggðir þar sem þeir þurfa að sína hvað í þeim býr. Leiðbeinendur á námskeiðunum em tveir, Oskar Þór Guðmundsson og Einar Sv. Bjömsson. Jón Harðarson sér um að unglingamir fái kjamgott fæði, en öll eldhússtörf önnur en matseldina sjá unglingarnir sjálfir um. Á meðfylgjandi myndum sjást unglingar í hóp fyrir lengra komna þar sem þau rölta um óbyggðir Islands í leit að rétta fjallakofanum til að gista í. Einnig eru þarna myndir af unglingum sem eru að leysa verkefni þar sem reynir á samvinnu hópsins.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.