Austurland


Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 18.06.1998, Blaðsíða 8
o aa iMiöíirsagaðír lciinbafranipartar \ sápukjöt og gríll iéttrcyktír lambahryggír Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurland Neskaupstað 18. júní 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Kynningarfundur um framkvæmdir v/snjófl Kynningarfundur um fram- kvæmdir v/snjóflóðavarna var haldinn í félagsheimilinu Herðu- breið á Seyðisfirði föstudaginn 12. júní sl. Forsaga málsins er að sumarið 1997 var Verkfræði- stofu Austurlands falið að vinna frumathugun um haldbærar snjó- flóðavamir fyrir þann hluta bæjar- ins, sem er undir hlíðum Bjólfsins. Sigurjón Hauksson, verk- fræðingur, hefur starfað að þessu verkefni síðan ásamt ráðgjöfum. Þessir eru helstir þeirra: Karsstein Lied, snjó- flóðafræðingur, frá NGI í Noregi. Reynir Vilhjámsson, landslagsarkitekt. Agúst Guð- mundsson, jarðfræðiráðgjafi og Jón Skúlason jarðtæknir. Frá kl. 12.00 til 17.00 var opið hús í félagsheimilinu Herðubreið og þar gat fólk skoðað myndir og teikningar af vamarvirkjum og jafnframt rætt við höfunda þeirra og ráðgjafa. Þarna komu margir. Frá kl. 18.00 - 20.00 var síðan formlegur fundur, og þar mættu til viðbótar þeim sem fyrir voru nefndir, fulltrúar allra þeirra stjórnsýslustofnana, sem forræði Brösótt hjá Þróttarliðinu Það gengur hálf brösulega hjá Þróttarliðinu í þriðju deild- inni í knattspyrnu. Liðið fékk rassskellingu hér heima í síð- ustu viku þegar það tapaði 6- 0 fyrir Sindra frá Homafirði og aftur tapaði það á laugar- daginn og þá fyrir Leikni Fá- skrúðsfirði og nú með einu marki gegn engu. Þróttarliðið er eins og flestir vita skipað mjög ung- um leikmönnum svo það má ekki ætlast til of mikils. í kvöld leikur Þróttur við Huginn og fer leikurinn fram á Seyðisfjarðarvelli. og lögsögu hafa í þeim mála- flokkum, sem kynnu að snerta hönnun, byggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Allir kynntu þeir starf og hlutverk sinnar stofnunar og svöruðu fyrirspum- um og fræddu menn. Frá kl. 20.00 - 22.00 var svo ennþá opið hús að loknum þess- um kynningum. Nú vom það ráð- gjafar og hönnuðir, sem svömðu spumingum úr fundarsal og vom til viðtals - og skýrðist ennþá margt sem áður var óljóst. Nokkur hundruð manna komu til þessara funda í heild- ina. Skoðanir manna vom greini- lega mjög misvísandi varðandi framkvæmdirnar, útlit mann- virkja o.fl. o.fl. Kostnaðaráætlun mun vera um eitt þúsund milljónir nú - og almennt eru slíkar áætlanir vanar að vaxa fremur en lækka. Kostnaðarhluti sveitarfélaganna er að vísu ekki hátt hlutfall, hann gæti samt verið fámennu sveitarfélagi þungur baggi. Umhverfisspjöllin er ekki vert að ræða mikið, en vissulega eru þau ógnvænleg á teikningum að sjá, raunveruleikinn kynni að verða betri. J.J. Þrír háskólar Á málþingi sem Háskólanefnd SSA stóð fyrir síðastliðinn mánudag skrifuðu þrír háskólar, Háskóli Islands, Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli Isl- ands undir viljayfirlýsingu um að taka þátt í að þróa tengsl um símenntun og nám á háskólastigi og hafi áhuga á að vera stofnað- ilar að Fræðsluneti Austurlands. Annar áfangi sem náðist á þinginu var að skrifað var undir samning milli framhaldsskól- anna þriggja á Austurlandi og Landsímans um að hver fram- haldsskóli fyrir sig fær á leigu gagnvirkan sjónvarpsbúnað og er áætlað að búnaðurinn verði Stefnt að stofnun heilbrigðiseftirlits Á fundi stjórnar SSA s.l. föstu- dag voru lögð fram drög að stofnsamningi um Heilbrigðis- eftirlit Austurlands. Þetta er gert m.a. í ljósi þess að með nýsam- þykktum lögum verður Austur- land eitt heilbrigðissvæði með eina heilbrigðisnefnd og þvi gert ráð fyrir af þeim, sem drögin hafa unnið, að stofnað verði byggðasamlag um starfsemina. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við þessa hugmynd og fram kom bókun þess efnis að skoðaður verði sá möguleiki að svæðið frá Fáskrúðsfirði til Djúpavogs myndi sérstaka rekstrareiningu innan heilbrigðisnefndar Austur- lands. Búast má við að svipuð hugmynd komi upp á norðan Smjörvatnsheiðar. Lögin kveða hinsvegar ótvírætt á um eina fimm manna nefnd fyrir allt Austurland . Ekki er stefnt að því að færa til starfsmenn frá því sem nú er, t.d. er gert ráð fyrir því að áfram verði staðsettur starfsmaður á Hornafirði og annar á Breið- dalsvík. Hins vegar hefði komið til tals að auka sérhæfingu starfsmanna, þannig að þeir gætu einbeitt kröftum sínum og þekkingaröflun að afmarkaðri þáttum en nú er. Næsta skref er að leita álits sveitarstjórna á umræddum drögum og óska eftir ábending- um um hvemig skuli staðið að málum og þá fyrir svæðið í heild og loks að stefna að stofnun sérstaks byggðarsamlags á aðal- fundi SSA í september. stofnaðilar að fræðsluneti settur upp síðla sumars. Þessi búnaður mun gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi títtnefnds fræðslunets. „Málstofan var ekki síður merkileg fyrir þær sakir að þar var í fyrsta sinn stefnt saman á einn stað flestum af þeim menntastofnunum á háskólastigi til að ræða fjarnám" sagði Óðinn Gunnar Óðinsson, starfsmaður Háskólanefndarinnar, í samtali við blaðið. „Fram að þessu hefur hver verið að vinna í sínu horni en málþingið verður vonandi til þess að það breytist. Það er meira að segja farið að tala um landsnet fjarkennslu þar sem allir aðilar sem bjóða upp á fjamám myndu taka þátt“. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 Vökvatengi og háþrýstislöngur -SVN Vélaverkstæði m 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.