Austurland


Austurland - 25.06.1998, Síða 1

Austurland - 25.06.1998, Síða 1
Loðnuveiði heldur dræm Loðnuvertíðin hófst í vikunni en veiðar fóru heldur rólega af stað. Loðnan virðist vera nokkuð dreifð og ekki náðust verulega stór köst. Menn eru þó bjartsýnir á vertíðina og þessi byrjun telst ekki óeðli- leg miðað við hversu snemma er farið af stað. Hulda Elma í ungllngalandsliðið Unglingalandslið stúlkna hefur nú verið valið, en liðið tekur þátt í Norðurlanda- meistaramóti í ágúst og fer keppnin fram í bænum Förde í Noregi. Einn norðfirðingur hefur verið valinn í liðið, en það er Hulda Elma Eysteins- dóttir og er hún 16 ára gömul. Hulda Elma hefur leikið með meistaraflokki Þróttar síðast- liðin tvö ár og mun sú reynsla eflaust koma sér vel. Djasslandsliðið í heimsókn Næstkomandi sunnudag verð- ur haldið kynningarkvöld í Blúskjallaranum á vegum Brján. Þar mun Arni Schev- ing víbrafónsleikari troða uppi ásamt sveit sinni. Það er mikill fengur fyrir norðfirð- inga að fá þennan þekkta og virta djassleikara í heimsókn og er það von Brjáns-manna að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hljómsveit mun leika með Arna og hana skipta heldur engir aukvisar því þar eru á ferð djassleikarar í hæsta gæðaflokki. Hljóm- sveitina skipa: Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Carl Möller píanóleikari og Einar Valur Scheving trommuleik- ari. Auk þess mun Þóra Gréta Þórisdóttir syngja með hljóm- sveitinni. Tónleikamir hefj- ast kl:21:00 Nýr diskur frá samkórnum Samkór suðurljarða hefur sent frá sér geisladiskinn „söng um frelsi“. Diskurinn var tekinn upp í S töð varlj arðak i rkj u í janúar og febmar, um upptök- una sá stúdíó Ris á Norðfirði. Stjómandi kórsins er Torvald Gjerde en hann útsetur jafn- framt öll lögin á diskinum. Kórfélagar koma frá Fá- skrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Um 20.000 konur víðsvegar að af landinu tóku þátt í hinu árlega kvennahlaupi, sein haldið var síðastliðinn sunnudag. Austfirskar konur voru kynsystrum sínum annarsstaðar af landinu engir eftirbátar og fjölmenntu í hlaupið, þrátt fyrir að veðrið vœri ekki sem best. Ljósm. S.O. Björn Hafþór ráðinn bæjarstjóri Björn Hafþór Guðmundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Egilsstaða en formlega var gengið frá ráðningu hans á fundi bæjarstjórnar Egilsstaða á þriðjudagskvöldið. Hafþór, sem hefur starfað sem framkvæmdar- stjóri SSA síðastliðin 7 ár var einn af 14 umsækjendum um stöðuna. Aðrir umsækjendur voru: Ingibjörg Elva Stefáns- dóttir, Akureyri, Guðmundur Rúnar Svavarsson, Borgarbyggð Arnar Sverrisson, Akureyri, Bjarni G. Björgvinsson, Egils- stöðum, Dóra Stefánsdóttir, Reykjavík, Sigurður Eiríksson, Eyjafjarðarsveit, Jón Hjartarson, Selfossi, Sigurborg Kr. Hannes- dóttir, Egilsstöðum og Viðar Helgason, Vesturbyggð. Fjórir umsækjendur óskuðu nafnleyndar. Að sögn Hafþórs var ástæða þess að hann sóttist eftir starfinu ekki ónægja hjá SSA heldur sú að hann taldi að eftir 7 ára starf væri kominn tími til að breyta til. Hafþór, sem er kennara- menntaður, hefur mjög víðtæka reynslu og hefur meðal annars haft afskipti af sveitarstjórn- armálum frá árinu 1974 og sat í sveitarstjóm Stöðvarfjarðar frá árinu 1982 til 1991. Hann mun að öllum Ifldndum verða ráðinn í starfið frá og með næstu mánaðarmótum að sögn Brodda Bjarnasonar, oddvita bæjarstjórnar, en þó verður fullt tillit tekið til þarfa hans við að ljúka sínu starfi sem fram- kvæmdarstjóri SSA. „Mjög víðtæk samstaða náð- ist um ráðninguna þrátt fyrir að margar umsóknir hafi borist. Við erum mjög ánægð með þær umsóknir sem komu og ég vil þakka umsækjendum að sýna starfinu áhuga" sagði Broddi að lokum. Keppirá Ólympíudögum æskunnar í • Slóvakíu Þórarinn Sigurbergsson hefur verið valinn í unglingalands- lið Islands á skíðum. Ungl- ingalandsliðið mun fara til Slóvakíu í mars á næsta ári til að taka þátt í Olympíudögum æskunnar. Þórarinn náði mjög góðum árangri í brekk- unum síðasta vetur en hann varð stigahæstur í sínum ald- ursflokki og er því ljóst að hér er afar efnilegur skíða- maður á ferð. Þórarinn mun æfa með landsliðinu fram að mótinu, en í sumar munu aðallega vera stundaðar þrek- æfingar. Aðspurður segir Þórarinn árangur sinn vera miklum æfingum að þakka en yfir vetrartímann æfir hann alla daga sem viðrar til æf- inga. Þórarinn segist vel geta hugsað sér að leggja út í atvinnumennsku seinna meir og feta þar með í fótspor Kristins Björnssonar. Þess má geta að Karen Ragnars- dóttir komst einnig í lands- liðshópinn en hún er mjög vaxandi skíðakona, aðeins 15 ára gömul. Það hlýtur að vera mikið gleðiefni að Austfirð- ingar skuli vera að eignast svo öfluga skíðamenn og sýnir það hversu aðstaðan í Oddsskarði er austfirðingum dýrmæt hvað uppbyggingu og æfingar skíðaíþróttarinnar varðar. KVA með nýtt logo Knattspyrnubandalag Vals á Reyðarfirði og Austra á Eski- KVA s ifl KNATTSPYRNUBANDALAG AUSTRA VALS 00 tTOFMAB firði hefur tekið í notkun nýtt merki. Merkið var hannað af fyrirtækinu Reykvísk útgáfa í Reykjavík og sýnir það bolta- eða stjörnu, eftir því hvað hver vill.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.