Austurland


Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 3 Ferðamálafélag Neskaupstaðar Aðalfundur verður haldinn í Egilsbúð mánudaginn 29. júní klukkan 20.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Neistaflug '98 Stjórnin Nýr umboðsaðili fyrir Hraðmynd Hroðmynd hefur gert somning við Islondspóst um móttöku o filmum ó svæðinu fró Bokkafirði til Fagurhólsmýror. i Pú getur farið með filmuno þíno í næsta pósthús ó þessu svæði og við fromköllum hano og sendum þér myndirnar til baka ó næsta pósthús. 'O Egilsstöðum S 471-1777 Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó p Vöruflutningar 0>477 1190 Keikó til Vestmannaeyja Eðlileg niðurstaða? Ókeypis smáar íbúð óskast Oska eftir 4ra herb. íbúð til leigu frá og með 1. sept. Um langtímaleigu er að ræða. Uppl. í s. 426-8750 Oska eftir Notuðumkerruvagni. Uppl. í s. 477-1066 efla 895-8307 Sigurður I síðustu viku tilkynntu Free Willy samtökin að háhymingn- um Keiko hefði verið valið framtíðarheimili í Vestmanna- eyjum. Þessar fregnir vora að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir Austfirðinga og sérstaklega fyrir Eskfirðinga, en Eskifjörður var lengst af talinn vera sá staður sem skepnunni yrði líklegast veitt athvarf. Blaðamaður Austurlands settist niður með Arngrími Blöndal fráfarandi bæjarstjóra á Eskifirði og ræddi Keikómálið. Hvað finnst þér um útkomuna í Keikómálinu? „Þetta voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Sérstaklega í ljósi þess að við höfum verið í góðu sambandi við Free Willy samtökin frá árinu 1993 og höf- um frá upphafi verið samþykkir því að dýrinu yrði fundið heimili hér á Eskifirði. Þetta samband Free Willy samtakanna við Esk- firðinga hefur gert þeim kleift að vinna í þessu máli hérlendis því þeir hafa haft bæjarsjóð Eski- fjarðar sem bakhjarl. Því veldur það gífurlegum vonbrigðum að þetta skuli vera niðurstaðan í málinu." Er það satt að Eskfirðingar hafi fyrst heyrt af ákvörðun samtakanna ífjölmiðlum? „Nei, það er nú ekki alveg rétt. Mér var tilkynnt um niður- stöðuna klukkutíma áður en hún var birt í fjölmiðlum.“ Finnst þér að hagsmunir Keikós hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar honum var valið framtíðarheimili ? „Það virðist sem aðrir hags- munir hafi vegið þyngra en ég gerði mér grein fyrir. Það liggur alveg ljóst fyrir og það hefur enginn borið á móti því, að hags- munum dýrsins er betur borgið hér á Eskifirði. Það hefur reynd- ar komið fram í fjölmiðlum að hitastig sjávar sé eilítið hærra við Vestmannaeyjar, en ég hef SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR OPINN ALLAN SÓLARHRINGINN Ný þjónusta í hraðbanka Sparisjóðsins geta viðskiptavinir okkar tekið út reiðufé af bankareikningum sínum hvaða tíma sólarhringsins sem er. ekki heyrt fræðimenn tala um að það skipti nokkru máli. Öll önn- ur aðstaða er betri héma. Hann hefði verið nær heimaslóðum, en háhyrningar eru algengastir við Austurland enda gengur sfldin hér austan við. Þar að auki er mun betra skjól fyrir Keikó hér við Mjóeyri heldur en í Eyjum. Hér þarf ekkert að gera til að Heldur þú að þingmenn Sunnlendinga eigi einhvern þátt í niðurstöðunni? Nú hefur t.d. Arni Johnsen haft sig íframmi í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég get ekkert um það sagt, þó bendir margt til að pólitík hafi komist í málið, en fulltrúar Free Willy samtakanna lögðu hart að okkur frá upphafi að halda pólitíkinni sem mest utan við þetta mál og því höfum við ekki farið þess á leit við okkar þingmenn að þeir beittu sér í málinu." Mikið var gert úr fyrirhugaðri heimkomu Keikó á Eskifirði áður eit Ijóst varð að hann itiyndi fara til Vestinannaeyja. Hér sést Arngrímur Blöndal ásamt tveimur kraftajötnum gœða sér á sérstakri Keikó-tertu sem nemendur grunnskólans bökuðu í tengslum við opna daga í grunnskólanum. Ljósm. as hægt sé að koma dýrinu fyrir, en í Eyjum þarf að dýpka fyrir kvínni og styrkja flugvöllinn og munu þær framkvæmdir kosta 30 til 50 milljónir ef eitthvað er að marka umfjöllun fjölmiðla um málið. Ef að þessir peningar eiga að koma úr ríkissjóði þá er málið öðruvísi vaxið en við gerðum okkur grein fyrir. Ef Vestmannaeyingar vilja fara í þessar framkvæmdir sjálftr þá er það hins vegar þeirra mál og ekkert hægt að segja við því.“ Að lokum: Nú er þinni setu í bœjarstjórastóli að Ijúka og Austfirðingar eru forvitnir að vita hvað þú hyggst gera í framtíðinni? „Mín leið mun, eins og svo margra annarra liggja á höfuð- borgarsvæðið. Ég er hins vegar á síðustu vikum farinn að skoða möguleika mína og því er ekkert ráðið um það til hvaða starfa ég muni halda.“ Silungurinn er genginn, luxinn líkn! ^raföii JMihiolun, SPARISJOÐURINN SEMUSJÓÐUB. NORÐFJARÐAR -jyrirþift ogþína °fslátti ^iðistö, * Súnbúðin Hafnarbraut 6. Neskaupstað Sími 477 1133

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.