Austurland


Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 5 Vangaveltur Sigurður Ólafsson, félagsfræðingur, veltir fyrir sér afbrotum Umræða fjölmiðla og almenn- ings um afbrot hefur færst gífur- lega í aukana á þessum áratug. Þessi sprenging í umræðunni hefur hins vegar ekki haldist í hendur við sambærilega aukn- ingu í tíðni afbrota. Menn hafa mikið velt fyrir sér hverju þetta sætir, en margir hafa bent á að svokölluð æsifréttamennska hafi í raun fæðst á síðustu árum með aukinni samkeppni fjölmiðla. Hins vegar tel ég að þessar auknu áhyggjur geti einnig staf- að af því að fólk sé farið að sjá eitthvað athugavert við það hátt- arlag að ganga í skrokk á sam- borgurum, aka undir áhrifum o.s.frv. Ég held að gamlir aust- firðingar geti flestir rifjað upp slagsmálasögur af dansleikjum fortíðarinnar. En hér var áður fyrr ekki haldinn dansleikur án þess að allavega einn væri rotað- ur. Nú á dögum heyrir slíkt hins vegar til undantekninga og þykir slík hegðun vera óeðlileg. Hins vegar fara austfirðingar ekki var- hluta af afbrotum frekar en aðrir og það er ljóst að afbrot eru hluti af okkar samfélagi þó að fréttir af ofbeldisverkum og fíkni- efnaneyslu fari ekki eins hátt hér og í höfuðborginni. Það sem hefur hins vegar skort í umræðunni er skynsam- leg umfjöllun um orsakir afbrota og hugsanlega lausn á vandan- um. Því taldi ég tilvalið að kynna til sögunnar kenningu fræði- manna að nafni Gottfredson og Hirschi um afbrot. Þar sem kenn- ingin er afar trúverðug og að efninu til einföld, þótti mér til- valið að skrifa um hana grein- arkom, en yfirleitt er ómögulegt að koma slíkum kenningum á framfæri í svo stuttu máli. Grein- in verður vonandi innlegg í þjóð- félagsumræðu um afbrot sem manni finnst oft vera á ansi miklum villigötum. í raun geng- ur kenningin út á tvennt: I fyrsta lagi að skýra eðli afbrota og í öðm lagi að skýra hvað veldur því að sumir fremja afbrot en aðrir ekki. Eðli afbrota, eðli afbrotamanna Gottfredson og Hirschi ganga út frá þeirri skilgreiningu á mann- legu eðli að menn geri það s.em veitir þeim ánægju en forðist það sem veldur þeim sársauka. Af- brot em athafnir sem em ólög- legar en veita þeim sem fremja þau ánægju, a.m.k. um stundar- sakir. Menn stela til að þurfa ekki að vinna, berja fólk til að svala árásarhvöt sinni eða hefna sín án dóms og laga o.s.frv. Af- brot em sem sagt atferli sem veitir mönnum ánægju umsvifa- laust og fyrirhafnarlítið. Flest af- brot eru ekki úthugsuð og þau krefjast ekki hæfileika eða þjálf- unar. Afbrot em fyrst og fremst framin þegar menn fá augljós og auðveld tækifæri til að öðlast ánægju eða svala fýsnum sínum. Þessi skoðun á afbrotum er í andstöðu við þá mynd sem dreg- in er upp af afbrotum í fjölmiðl- um þar sem afbrotamaðurinn er oft talinn vera úthugsaður fag- maður sem vinnur eftir ákveðn- um áætlunum. Einnig hafa heyrst raddir um að afbotamenn séu bilaðir á geði eða gallaðir erfðafræðilega. Samkvæmt sjón- arhomi Gottfredsons og Hirschi era afbrotamenn í gmndvallar- atriðum eins og annað fólk, þ.e.a.s vilja öðlast ánægju og forðast sársauka. En að hvaða leyti eru afbrotamenn þá frá- bmgðnir þeim sem ekki brjóta af sér? Að mati fræðimannanna liggur munurinn fyrst og fremst í ákveðnu persónuleikaeinkenni sem þeir kalla sjálfsstjóm. Ein- staklingur með litla sjálfstjóm hefur tilhneigingu til að gera það sem veitir honum ánægju í augna- blikinu. Hann lifir í augnablik- inu og hugsar ekki um afleiðing- ar gjörða sinna áður en hann framkvæmir. Hann tekur því eitthvað ef hann gimist það eða slær frá sér ef hann verður reiður án þess að hugsa um að komið geti að skuldadögum. Styrkur þessarar kenningar er sá að hún getur ekki bara skýrt afbrotahegðun heldur líka ýmsa aðra frávikshegðun, svo sem misnotkun vímuefna, óábyrgt kynlíf og ýmiskonar slys, en sterk fylgni er á milli afbrota- hegðunar og slíkrar frávikshegð- unar. Hin sameiginlegu einkenni þessara athafna eru þau að þær veita þeim sem stunda þær um- svifalausa ánægju og þeir hugsa ekki um afleiðingar gjörða sinna á meðan athöfnin er framkvæmd og er þá sama hvort hún felst í því að taka tappa úr flösku eða ráðast á einhvern og berja hann. Orsök þess að einstaklingar fremja afbrot er því sú að þeir hafa ekki stjóm á sjálfum sér, en ekki að þeir séu í eðli sínu ólíkir öðmm borgurum. Afbrotamenn eru sem sagt engin skrímsli. Þeir sem ekki fremja afbrot em hins vegar færir um að halda aftur af sér nægilega lengi til að gera sér grein fyrir því að ef þeir brjóti af sér þá hafi það neikvæðar afleiðingar fyrir þá í framtíðinni. Þeir kunna að fresta ánægju sinni og setja sér langtímamark- mið. En ef að rót afbrota liggur í lítilli sjálfstjóm þá hlýtur að vera afar mikilvægt að átta sig á því hvernig menn öðlast sjálfstjóm. Skoðun Gottredson og Hirschi á því er einnig afar einföld og skynsamleg. Þeir vilja meina að menn öðlist sjálfstjóm í uppeld- inu. Menn læra hana sem sagt fyrst og fremst af foreldrum sín- um. Afbrotahegðun byggir því ekki á því að menn læri ákveðið atferli heldur að menn læri ekki ákveðið atferli. Menn fremja ekki afbrot af því að þeir læra það af einhverjum heldur af því að þeir læra ekki sjálfstjóm í uppeldinu. Uppeldi En hvemig á að ala upp böm svo að þau öðlist sjálfsstjóm. Að sögn höfunda þarf þrennt að koma til: Foreldrar þurfa að hafa eftirlit með hegðun barnsins, bera kennsl á óviðeigandi hegð- un þegar hún á sér stað og refsa fyrir óæskilega hegðun. Refsing- in þarf að mati höfunda ekki að felast í ofbeldi eða hótunum heldur er nóg að gera baminu ljóst að hegðunin sé óæskileg og foreldramir líði hana ekki. Þetta ferli er hins vegar brothætt og margt getur spillt því. I fyrsta lagi er sumum foreldmm sama um börnin sín og þar með fellur ferlið um sjálft sig. I öðm lagi geta möguleikar foreldra til að hafa eftirlit með bömum sínum verið takmarkaðir vegna mikillar vinnu o.fl. I þriðja lagi er ekki víst að foreldrar viti hvaða hegð- un ber að túlka sem hættumerki. í fjórða lagi er ekki víst að for- eldrar eigi möguleika á eða vilji refsa bömum si'num fyrir óæski- lega hegðun. Af þessu er ljóst að þó að uppeldisferlið virðist ein- falt, þá getur margt farið úr- skeiðis. Þetta skýrir m.a. af hverju afbrotahegðun virðist ganga í ættir. Fólk sem hefur litla sjálfsstjóm er nefnilega ekki vel til þess fallið að kenna öðmm sjálfstjóm. En hvað þýðir þetta fyrir opinbera stefnumótun? Er ekkert hægt að gera til að stemma stigu við afbrotum? Helsta leiðin sem fara ætti skv. kenningunni er að bæta skilyrði til uppeldis í samfélaginu. Það þarf að kenna fólki grundvallarreglur barna- uppeldis og það mætti gera bæði með því að kenna áfanga í upp- eldisfræðum í efri bekkjum gmnn- skóla og með því að einfaldlega senda fólki bæklinga þegar það eignast böm. Einnig þyrftu að fara fram rannsóknir á því hvað ætti að túlka sem einkenni lítillar sjálfsstjómar í hegðun barna og niðurstöðum slíkra rannsókna þyrfti að koma á framfæri. Önn- ur leið til að bæta uppeldisskil- yrði er að stytta vinnutíma. Marg- ir foreldrar þurfa að vinna svo mikið að þeir hafa ekki orku í að ala böm sín upp með fullnægj- andi hætti. Hlutverk skólanna Skólinn er helsta uppeldisstofn- un nútímaríkisins á eftir fjöl- skyldunum. Skólinn getur að einhverju leyti mótað þá sem ekki hafa fengið nægilega gott uppeldi. Kennarar eru í afar góðri aðstöðu til að sjá hvenær böm hegða sér óeðlilega og þeir hafa þekkingu til að bera kennsl á óeðlilega hegðun. Því getur skólinn að gripið inn í þegar eitt- hvað er augljóslega að fara af- laga í uppeldi. Með því að halda uppi góðum aga getur skólinn haft mikið að segja um það hvort einstaklingur öðlast sjálfsstjóm eða ekki. Hins vegar getur skólinn lítið gert án samvinnu foreldra og þar er oft að finna brotalömina á hlutverki skól- anna. Tengsl heimila og skóla eru nefnilega ekki nægilega öfl- ug. Sennilega væri besta leiðin að hafa starfsmann í hverjum skóla sem fengi til meðhöndlun- ar mál þeirra sem eiga við hegð- unarvandamál að stríða. Slíkur starfsmaður gæti unnið með baminu og reynt að fá foreldra til samvinnu með því að setja baminu skýrar reglur sem fylgt væri eftir með skýmm og sam- ræmdum hætti á heimili og í skóla. Einnig þyrfti að breikka þann gmnn sem núverandi náms- skrá byggir á og leggja áherslu á fjölbreyttari notkun hæfileika í skólastarfinu. Flestar námsgrein- ar í gmnnskólum byggja á afar línulegri hugsun sem byggir á orsök og afleiðingu og árangur í slíkum greinum krefst stöðugrar ástundunar til þess að þekkingar- gmnnur geti byggst upp. Þessa tegund hugsunar eiga þeir sem hafa litla sjálfsstjórn erfitt með þar sem þeim hættir til að gera það sem veitir þeim ánægju í augnablikinu. Þeim líður þess vegna ekki vel í skóla, þeir eiga erfitt með að einbeita sér og lenda fljótlega upp á kant við kennara sökum þess. Ef að aukin áhersla væri lögð á greinar sem byggja á ólíkri hugsun svo sem tónlist, listgreinar og verkgreinar þá mætti e.t.v. kveikja áhuga á námi hjá einhverjum þessara einstaklinga. Hlutverk réttarkerfísins Að mati Gottfredsons og Hirschi er hið formlega réttarkerfi næsta gagnslítið til að koma í veg fyrir afbrot og er sú skoðun þeirra studd af víðtækum rannsóknar- niðurstöðum sem benda m.a. til þess að hertar refsingar hafi eng- in áhrif á afbrotatíðni. Þeir sem fremja afbrot lifa í augnablikinu og þeir hafa ekki áhyggjur af því að vera handteknir og dæmdir fyrir atferli sitt. Hins vegar hefur réttarkerfi og löggæsla jákvæð aðhaldsáhrif á þá sem hafa mikla sjálfsstjórn og geta séð fyrir af- leiðingar gjörða sinna. Það er ljóst að m.v. kenninguna er fjár- austur í löggæslu og fangelsi eins og að byrgja brunninn eftir að bamið er dottið í hann. Þessa leið hafa t.d. bandaríkjamenn farið með litlum árangri. Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóru í kenningu Gottfredsons og Hirschi um afbrot og stuttlega farið yfir þýðingu hennar fyrir opinbera stefnumótun. Að mínu mati er kenningin afar trúverðug enda er hún ein áhrifamesta kenning nútíma afbrotafræði. Hins vegar virðist það ekki vera venja opinberra stefnumótunaraðila að kynna sér fræðilega umfjöllun, heldur er rennt blint í sjóinn þegar stefna í þessum málaflokki sem öðmm er mótuð. Hluti af sökinni liggur hins vegar hjá fræðimönnunum sem margir hverjir virðast tregir til að stíga niður úr fflabeinstumum fræð- anna til að taka frumkvæði í opin- berri umræðu um meinsemdir samfélagsins. Ég vil því hvetja fræðimenn til þess að kynna sín sjónarhom opinberlega og taka sinn sess í þjóðfélagsumræð- unni. Utitex á niðurseitu verði lífVflt Wfl - Byggt ogflutt S Efikifitð/ sími 4-76 14-25 ^^Meskauþstað sími 477 1515/^

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.