Austurland


Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 Auka þarf áherslu á sundíþróttina Segir Ingi Þór Ágústsson, sundþjálfari Ingi Þór við sundlaugina. I byrjun sumars hóf Ingi Þór Ágústsson að þjálfa sund fyrir Þrótt í Neskaupstað. Ingi, sem sjálfur hefur æft sund í alls 14 ár með sunddeild Vestra á Isafirði, hefur áður þjálfað í tvö ár og þekkir því íþróttina og allt sem henni fylgir ákaflega vel. Það má segja að starfið hafi hafist með látum því Ingi fór ásamt 7 krökkum og öðrum þjálfara á mjög sterkt sundmót. Þetta var IA/Essó mótið en í því tóku þátt um 300 sundmenn af öllu land- inu. „Krakkarnir héðan að aust- an stóðu sig vonum framar. Þau voru yfirleitt fyrir miðjum hóp í úrslitum sem er mjög góður árangur, sérstaklega ef það er skoðað að krakkarnir voru að- eins búnir að æfa í 3 vikur fyrir mótið en voru að keppa við krakka sem höfðu æft jafnvel Ljósm. as mánuðum saman. Það að svona stór hópur hafi mætt á mótið héðan að austan sýnir að sundíþróttin gæti með aukinni rækt við hana, orðið sterk hér á Austurlandi“ sagði Ingi. „Sundstarfið í Neskaupstað er alls ekki nógu sterkt“ sagði Ingi í samtali við blaðið. „Við erum með góðan hóp en við þyrftum engu að síður að vera með fleiri krakka. Einnig er mjög mikil- vægt að æfa allt árið en ekki bara á sumrin eins og nú er gert. Ef æft væri allt árið myndu krakkamir skila mun betri ár- angri heldur en þau eru að gera í dag. Æfingatíminn hér er frá apríl til október, en það er kolvitlaus tími. Allt starf fer fram yfir vetrartímann hjá öðr- um félögum og krakkarnir eru að undirbúa sig fyrir AMI mótið, Umferðarhraði - Bílbeltanotkun Allir hafa einhvertíma heyrt setningu sem hljómar eitthvað á þessa leið. “Ég set nú alltaf á mig bílbeltið þegar ég fer út úr bænum, ég ek ekki það greitt innanbæjar að það skapi nokkra hættu.” En hugsa þeir sem þetta segja líka svona um bömin sín ? Láta þeir börnin sín ekki í bílbelti eða bílstól þegar þeir aka heim af leikskólanum eða grunnskólanum ? Ef þeir gera það, þá vil ég fullyrða að það er ekki út af því að þeir elska bömin sín eitthvað minna en þeir sem fara eftir ströngustu öryggisreglum, festa bömin niður í bflstól og eru vakandi fyrir öryggi þeirra. Ég held að ástæðan fyrir því hve misjafnlega menn hugsa um börnin sín, sé að við mennirnir erum svo ólfldr, með svo ólík áhugamál að sumir fá bara áhuga á öryggismálum, en aðrir ekki. Þeir sem hafa áhuga á öryggismálum hljóta að muna betur eftir því að spenna bömin sín. Hjá hinum vill það gleymast. En það eru til ráð við öllu. Og ráðið sem var fundið til að hjálpa okkur að muna eftir bflbeltum fyrir börnin okkar er að sektir fyrir laus börn í bfl voru nýverið hækkaðar til muna og nú kostar það oklcur 10.000 kr. ef við gleymum að spenna bömin í bflinn. Fyrir 10.000 kr. er hægt að kaupa margt fallegt handa börnunum, sem gleður þau meira en innlegg í ríkiskassann. “Sýnuin ábyrgð sem foreldrar og mimum eftir börnunum okkar” Arangur Ægis Þórarinssonar (kóngsins) sem er hér fyrir miðju var sérstaklega glœsilegur á IA/Essó mótinu á dögunum, en hann náði 5 sœti í 100 metra baksundi. Ljósm. as sem haldið verður um næstu helgi, allan veturinn, en stefna flestra unga sundmanna er að komast á þetta mót. Um 400 sundmenn á aldrinum 12 til 17 taka þátt í því móti en ekki geta hverjir sem er tekið þátt í því heldur er nauðsynlegt að hafa náð ákveðnum lágmarksárangri. Alls hafa 18 sundmenn af Austurlandi náð þeim árangri en þeir höfðu áskilið sér rétt til að taka þátt í alls 54 sundum. Að sögn Inga er þetta frábær árang- ur og betri árangur en gengur og gerist annarsstaðar jafnvel þar sem æft er allan ársins hring. Hópurinn sem æfir sund hér í Neskaupstað samanstendur af 13 krökkum sem æfa öll reglulega í tveimur hópum, þ.e. yngri og eldri. En hvað þarf til að sund- íþróttafólk nái árangri í Nes- kaupstað? „Það sem til þarf er hreinlega hugarfarsbreyting. Til þess að þessir krakkar geti náð raunveru- legum árangri þarf að æfa allan ársins hring. Við höfum mjög frambærilega einstaklinga hér á svæðinu og ef þeir fá næga æfingu, ættu þeir að geta náð langt sagði Ingi að lokum“. Besta tialdstæði á Islandi? Ef eitthvað er að marka það sem menn skrifa í gestabœkur, þá er besta tjaldstœði landsins að fmna í Neskaupstað. Öll þjónusta á tjaldstœðinu er fyrsta flokks. Boðið er upp á þvottaaðstöðu, sturtur og salerni og er notkunin ókeypis. Þetta virðist falla ferðalöngum í geð því mikið hrós er aðfinna í gestabók tjaldstœðisins. Flestir sem skrifa í bókina virðast vera á þeirri skoðun að þarna sé um besta tjaldstœði landsins að rœða. Sumir kvarta þó yfir bílaumferðinni á kvöldin en það virðist vera hluti af „rúntinum" á Norðfirði að keyra út á tjaldstœði og snúa þar við. Þetta háttarlag þykir erlendum gestum einkennilegt og fer umferðin greinilega í taugarnar á þeim. Hins vegar er það Ijóst að gestirnir eru afar ánœgðir með aðstöðuna. Við skulum líta á nokkrar glefsur úr gestabók tjaldstœðisins. 21.08.96. Þetta er síðasti dagurinn okkar á Islandi og við hefðum ekki getað fundið betri stað til að festa þetta dásamlega land okkur í minni. Þið getið verið stolt af því að hafa besta tjaldstæði á Islandi. Við höfum nú verið í alls 11 vikur á Islandi og við höfum hvergi fundið stað sem býður upp á svona góða þjón- ustu. Við þökkum kærlega fyrir. Ég er viss um að við komum aftur til Neskaupstaðar. Gunt- mart og Jurfraud Shégler, Beck- ur, Þýskalandi. 16.08.97. Eftir að hafa ferðast um land- ið í 10 vikur er ljóst að þetta er besta tjaldstæðið. Besta aðstað- an, besta staðsetningin, besta heita vatnið og besta verðið!! Ef að við ættum að gefa staðnum stjörnur þar sem 5 stjömur væru bestar, fengi þessi 6 stjörnur. Þúsund þakkir. Glenda og Ray Clarkefsle of Wight, Bretlandi. 21.08.97. Neskaupstaður er örlátt sam- félag að bjóða upp á svona frá- bæra aðstöðu fyrir ferðamenn ókeypis. Við höfum víða borgað mikið fyrir verri aðstöðu. Okkur þykir leitt að geta ekki dvalið hér lengur. Við vonum að bænum ykkar takist að laða til sín fleiri ferðamenn því það er sannarlega þess virði að skoða hann. Henny og Dick de Korte, Maasteusdyk, Hollandi. 08.06.98. Eftir að hafa verið í tvo sólar- hringa í Neskaupstað er það nið- urstaða okkar að gestrisni bæjar- búa sé hafin yfir alla gagnrýni. Okeypis tjaldstæði (meira að segja ókeypis þvottaduft!), ókeyp- is sigling með fiskiskipi (þar sem við fengum ókeypis gos og súkkulaði!) og fullt af ókeypis bflferðum. Trausti í Brennu fær sérstakar þakkir! Þakka ykkur öllum! Tobias Nilsson og Mark- us Johannson, Stokkhólmi, Sví- þjóð. P.S. Sérkennilega mikil umferð útfyrir tjaldstæðið. Er þetta kannski merkilegasti staðurinn í bænum? Afgreiðslustoðir SÖS; ■ Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalur Djúpivogur Hornafjörður 477- 1 190 476-1203 474- 1255 471- 1241 472- 1600 475- 1494 475-8882 475-6671 478- 8175 478-1577 Viggó£ Vöruflutningar (3) 477-1190

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.