Austurland


Austurland - 02.07.1998, Síða 1

Austurland - 02.07.1998, Síða 1
Síldarvinnslan bætir tækjakost Síldarvinnslan h/f mun í haust taka í notkun nýjar vélar til að pakka loðnu. Vél- amar rnunu auka afköst til muna þar sem mannshöndin þarf að vinna sífellt smærri hluta verksins. Þróttur 75 ára Á sunnudag heldur Þróttur Neskaupstað upp á 75 ára afmæli félagsins og er bæjar- búum boðið í kaffisamsæti í Egilsbúð af því tilefni. í haust verða svo frekari hátíðarhöld og verður þá haldin dæmigerð afmælis- veisla. Engin virk skotfæri hafa fundist Sprengjuleit á æfingasvæði breska hersins við Ás í Norð- ur-Múlasýslu er að verða lokið en leitin hófst á föstudag og stóð yfir í tæpa viku. Einn sérfræðingur Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni ásamt nokkrum frá Varnarliðinu á Keflavfk- urflugvelli, en þeim til að- stoðar eru björgunarsveitar- menn af svæðinu. Öðru hvoru hafa fundist virk skotfæri við Ás en þar um slóðir höfðu bresku her- sveitimar, sem hingað komu í seinna stríðinu, skotæfingar. Beiðni barst um sprengju- leitina vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Áss. Loðnuveiðar að glæðast? Sæmilega hefur allast síðustu sólarhringana á loðnumiðum og virðist veiði vera að glæð- ast. Að sögn Bjarna Bjama- sonar skipstjóra á Súlunni EA verða menn að hafa í huga að óvenju snemma er farið af stað og verði veiðin að teljast ágæt miðað við það. Að sögn Bjarna mun það sennilega skýrast á næstu dögum hvemig vertíðin verði. Þegar blaðið fór í prentun var búið að landa 6405 tonnum í Neskaupstað, 4883 tonnum á Seyðisfirði, 4224 tonnum á Eskifirði og 1035 tonnum á Reyðarfirði. Þörunga plága? Rauðbrún slikja á Norðfirði og á miðum Síðustu daga hafa margir veitt athygli rauðbrúnni slikju á Norðfirði og víðar. Að sögn Finns Þórðarsonar, trillukarls, hefur slikjan sést í a.m.k. tvær vikur og er hún einnig í Hellisfirði og úti í Norðfjarð- arflóa. Að sögn Bjarna Bjama- sonar, skipstjóra á Súlunni EA, hefur svipaðrar slikju einnig orðið vart á loðnumiðunum. Bjarni segir sjóinn vera einkennilegan þar sem slikjan er og hafi hann svo mikla samloðun að nótin sé eins og sápukúla þegar hún er tekin inn því að vatnið slitni ekki á milli möskvanna. Ekki er víst að slikjan á miðunum sé sama fyrirbærið og inni á Norðfirði. Að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun er slikjan á Norðfirðinum mjög líklega þörungagróður en sérfræðingurinn treysti sér ekki til að segja til um hvaða fyrirbæri það er sem menn hafa orðið varir við á mið- unum. Á miðunum hafa menn einnig orðið varir við óvenju mikið magn af marglyttu sem hefur gert mönnum nokkuð erfitt fyrir við veiðar. Myndnt her að ofan var tekin í verslun í Neskaupstað síðastliðinn þriðjudag. Það skal tekið fram að hvorki verslunin né afgreiðslustúlkan sem sést á myndinni tengjastpeningafölsun á nokkurn hátt. Síðustu daga hefur orðið vart við falsaða peningaseðla í umferð í Neskaupstað. Að sögn lögregl- unnar er um að ræða 500, 1000 og 5000 kr. seðla. Alls hafa ver- ið sviknar út vörur að andvirði 10.000 kr. með seðlunum í þremur verslunum í Neskaup- stað en einnig varð vart vart við falsaðan seðil á Eskifirði. Lög- reglan vill koma því áleiðis til verslunareigenda og afgreiðslu- fólks að vera á varðbergi gagn- vart þessum seðlum og láta lögregluna tafarlaust vita ef þeirra verður vart. Seðlarnir eru ekki sérlega vel falsaðir en þó nægilega vel til að blekkja í skamma stund. Dagskrá NeKstaflugs að skýrast Að sögn „flugmannanna" Marí- asar Ben. Kiistjánssonar og Bjama Freys Ágústssonar er dagskrá Neistaflugs '98 að skýrast. Þegar er búið að bóka hljómsveitina Karma til að spila á laugardags- kvöldinu en Karma ætti að vera Örvar Kristjánsson mun leika á harmonikkudansleik á Kirkju- mel. Norðfirskir tónlistarmenn munu eins og síðustu ár halda uppi dagskrá á föstudagskvöld- inu og mun þar fjöldi söngvara troða upp. Að lokum er búið að ráða Skralla trúð til að skemmta þeim yngstu. Þetta er að sjálf- sögðu ekki öll dagskráinu því Marías og Bjami em í samninga- viðræðum við fjölda skemmti- krafta þessa dagana og ljóst er að hátíðin verður glæsileg að vanda. Þeir segja fjáraflanir hafa gengið vel og hafi flest fyrirtæki séð sér fært um að styrkja hátíð- ina og skipti þá oft engu máli hvort viðkomandi fyrirtæki hafi eitthvað upp úr hátíðinni sjálfri. a.m.k. Norðfirðingum í fersku minni þar sem þeir spiluðu á frábærum dansleik í Egilsbúð á sjómannadaginn. Búið er að bóka Valgeir Guðjónsson til að skemmta við varðeldinn í lysti- garðinum en Valgeir er óþarft að kynna. Hljómsveitin Buttercup mun skemmta unglingunum en

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.