Austurland


Austurland - 13.08.1998, Side 1

Austurland - 13.08.1998, Side 1
Tveir Þróttarar í ung- lingalandsliðið í blaki Þeir Sævar Jökull Solheim og Matthías Haraldsson hafa verið valdir í unglingalands- liðið í blaki. Liðið mun leika á Norðurlandamóti sem fer fram í Nyborg í Danmörku dagana 14.-16. ágúst. Þjálfari liðsins er Norðfirðingurinn Emil Gunnarsson sem er íþróttakennari að mennt og þaulreyndur unglingalands- liðs- og landsliðsmaður og leikur með Stjömunni í 1. deiid í blaki. Fjárfestir Allied resources í nýju erfðafræðifyrirtæki? í síðasta tölublaði Austur- lands var sagt frá heimsókn stjórnarmanna fjárfestinga- fyrirtækisins Allied resources til Norðfjarðar. Tilgangur heimsóknar stjórnarmann- anna til Islands var ekki alveg ljós en nú er talið lík- legt að fyrirtækið hafi verið hér í þeim tilgangi að kynna sér nýtt erfðafræðifyrirtæki sem er í burðarliðnum í Reykjavfk. íslenskur verð- bréfasali frá Wall Street, Guðmundur Franklín, var í för með stjórnarmönnum Allied resources þegar þeir komu til Norðfjarðar og þessi sami verðbréfasali hefur lýst því yfir að stórir fjárfestar hafi áhuga á því að fjármagna hið nýja erfðafræðifyrirtæki. Bjarni fer til Hólma- víkur Bjarni Stefánsson sýslumað- ur í Neskaupstað hefur verið skipaður í embætti sýslu- manns á Hólmavík. Bjarni mun taka við embættinu þann 1. október næstkomandi og mun þá Áslaug Þórarinsdóttir taka við embætti sýslumanns í Neskaupstað. 1. júlí á næsta ári er svo áætlað að sýslu- mannsembættin í Neskaup- stað og á Eskífirði verði sam- einuð. Bjarni hefur vérið sýslumaður Norðfirðinga síðan 1992 og segir hann dvölina þar hafa verið ánægjulega og eftirminni- lega. Bjarni segist hlakka til að taka við nýja starfinu og lýst honum vel á Hólmavík og íbúa hennar. II ■ wTBíi imsoso! P|| Þegar Ijósmyndari Austurlands var á ferðinni í Atlavík fyrir rúmri viku var ekki annað að sjá en nœg aðsókn vœri að tjaldstœðinu. Staðan hefur hinsvegar breyst verulega síðan þá. Ljósm. as Hnífstunga á Egilsstööum 26 ára gamall karlmaður var stunginn með hnífi aðfaranótt sunnudags á Egilsstöðum. Mað- urinn var stunginn alls níu sinn- um og missti hann rnikið blóð. Maðurinn var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað þar sem gert var að sárum hans. Maðurinn reyndist ekki alvar- lega slasaður og var hann út- skrifaður snemma á mánu- daginn. Samkvæmt upplýsing- urn frá sjúkrahúsinu í Neskaup- stað voru stungurnar flestar grunnar og því var hann aldrei í mikilli hættu. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. ágúst og hann verður jafn- framt látinn sæta geðrannsókn. Aðsókn að tjaldstæðinu í Atla- vík hefur verið mjög dræm í sumar. Að sögn Þórs Þorfinns- sonar, skógarvarðar, lítur út fyrir að tekjur sumarsins verði u.þ.b. helmingi minni heldur en þær voru í fyrra. I júní í ár voru gisti- nætur 576 miðað við 834 í fyrra, í júlí 2850 á móti 7207 í sama mánuði fyrir ári. I byrjun ágúst var aðsóknin nokkuð góð en er að sögn Þórs dottin niður núna. I fyrra voru 4542 gistinætur í ágúst en það er strax orðið ljóst að það næst ekki í ár. Síðastliðin fjögur ár hefur aðsóknin að tjald- stæðinu aukist jafnt og þétt, en ljóst er að nú verður breyting á. „Fækkunin hefur verið alveg gríðarleg" sagði Þór í samtali við blaðið. „Ástæðunnar er óneitanlega að leita í veðrinu. Erlendir ferðamenn leita lítið til okkar og ég myndi giska á að erlendir ferðamenn væru aðeins um 15% gesta. Það eru aðallega Islendingar sem nota tjaldstæðið, og þá Islendingarnir sem eru að leita að góða veðrinu. Þegar veðurfarið er eins og það hefur verið í sumar leita íslendingarnir einfaldlega annað“. Góð afkoma Hraðfrystihúss Eskifjarðar hagstæðari vaxtarkjörum á lánamarkaði en áður. Horfur fyrir seinni hluta árs- ins verða að teljast nokkuð góð- ar miðað við fyrirhugaða aukn- ingu á kvóta á þorski og góða spá fiskifræðinga um loðnuveið- ar. Reikna má með að afurða- verð haldist svipuð til áramóta. Hagnaður Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. fyrir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 1998 var 329,7 millj. kr. Reiknaðir skattar tíma- bilsins eru 54,6 millj. kr. og hagnaður tímabilsins samkvæmt rekstrarreikningi því um 275 millj. kr. Nú er í fyrsta skipti birt 6 mánaða uppgjör hjá Hrað- frystihúsinu í samræmi við regl- ur Verðbréfaþingsins, en áður hefur félagið birt 4 og 8 mánaða uppgjör. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir samanburður við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrstu 8 mánuði ársins 1997 var um 236 milljónir króna. Brúttóvelta félagsins fyrstu 6 mánuði ársins var 2.265 millj. kr. Hagnaður fyrir afskriftir var 436,6 millj., en var um 585 millj. kr. fyrstu 8 mánuði ársins 1997. Fjármagnsgjöld lækka nú veru- lega á milli ára og er það mest að þakka hagstæðri gengisþróun auk þess sem félagið hefur náð Flugslys við Hornafjörð í byrjun vikunnar fór fram mikil leit að lítilli flugvél sem skyndi- lega hvarf af ratsjá er hún var í aðflugi að flugvellinum á Homa- firði. Vélin var á leið til Hafnar frá Reykjavík þegar slysið átti sér stað en skyggni var mjög slæmt. Þrír menn voru í vélinni og voru þeir feðgar frá Þýska- landi. Um 400 björgunarsveitar- menn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Flak vélarinn- ar fannst svo á þriðjudag norðanmegin í fjallinu Vestur- homi. Vélin virtist hafa flogið beint á fjallið. Feðgarnir létu allir lífið í slysinu. Afkoman betri en í fyrra Hagnaður Síldarvinnslunnar h/f, að teknu tilliti til skatta og áhrifa hlutdeildarfélaga, var 208 millj. kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 175 millj. kr. Veltufé frá rekstri var 350 millj. kr. sem er rúmlega 40 millj. kr. hækkun frá því í fyrra. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins voru 2204 millj. kr. og er það 8% aukning frá árinu áður. Eigið fé fyrirtæk- isins var þann 30. júní 2669 millj. kr. er eiginfjárhiutfallið orðið rúm 43%. í rekstraráætlun er gert ráð fyrir að hagnaður á síðari hluta ársins verði um 100 millj. kr. Kjötbúðin?ur 498 kr. k? 20% afsl. aF 500 ?r. smjöri Tómatar 149 kr. k?. A?úrkur 149 kr. k?. Kjúklingar - Tilboð Un?hænur m 477 1301

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.