Austurland


Austurland - 13.08.1998, Síða 2

Austurland - 13.08.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 Austuriand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Kitncfnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson K 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsia og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Um stöðuna í kennaramálum Eins og sagt er frá annarsstaðar í þessu tölublaði Austurlands er nú orðið ljóst að ekki fást réttindakennarar nema í hluta þeirra kennarastaða sem fylla þarf í haust. Þetta er hlutur sem við Austfirðingar erum ekki óvanir. Það sem hinsvegar er nýtt í stöðunni er að í fyrsta skipti í mörg ár lítur út fyrir að ekki náist að manna allar kennarastöður á höfuðborgarsvæðinu með réttindakennurum. Þetta gerist þrátt fyrir ný gerða kjarasamn- inga við kennara og það má öllum ljóst vera að sú launahækkun sem þar var gerð er langt frá því að vera nægjanleg. Bent hefur verið á að í góðærinu sem ríkir þessa dagana fást kennarar ekki til starfa þar þeim býðst næg önnur atvinna, þar sem launin eru miklu hærri. Það er ljóst að nóg er til af kennurum í landinu. Vandamálið er einfaldlega það að mjög stór hluti þeirra skilar sér ekki inn í skólana eða flýr kennslu launanna vegna. Dæmi frá Háskóla íslands um kennara í tölvunarfræði er líklega einna mest sláandi en því miður verðum við oftar og oftar vitni að slíkum hlutum hjá almennum kennurum sem ekki treysta sér að stunda kennslu launanna vega þrátt fyrir að hafa fullan hug á að vinna við fagið. Þetta er umhugsunar vert, en fyrst þessi staðreynd liggur á borðinu, hvers vegna er ekkert gert til að leysa vandann? Það virðist vera að þar sem alþingis- og sveitarstjómarmenn sjái ekki beinan hagnað í því að reka fullnægjandi menntakerfi þá er ekkert gert í málinu og fyrst beint fjárhagslegt tjón hlýst ekki af eru hlutirnir ekki leystir. Þó er ljóst öllum þeim sem það vilja vita að þjóðfélagið er að tapa ómældum upphæðum í glötuðum tækifæmm meðan börnin okkar eru að fá ófullnægjandi þjónustu í skólum landsins. Það liggur einnig á borðinu að foreldrar eru famir að hugsa miklu meira en áður um það hversu góð kennsla og aðstaða er í þeim skólum sem börn þeirra ganga í. Þannig er í dag algengt að börn em flutt milli skóla í Reykjavík; ef foreldrum líkar ekki kennslan í einum skóla, þá er bamið einfaldlega flutt þangað sem foreldramir telja að hún sé betri. Þetta þýðir einnig að fólk er í auknum mæli farið að skoða hversu góða menntun bömin þeirra á eftir að fá ef það flyst út á land. Það má ljóst vera að bamafólk hugsar sig tvisvar um að flytja á stað þar sem kannski meirihluti kennara er réttindalaus og aðstaðan ekki fullnægjandi. Lausn á kennaravandanum er byggðamál jafnt sem mjög brýn þjóðfélagsleg þörf er á að leysa vandann. Ráðamenn þurfa að hætta að hugsa endalaust í beinhörðum krónum og aurum og gera sér grein fyrir að mikil verðmæti liggja í þekkingu, og að ef að við viljum tryggja gott menntastig þjóðarinnar þarf það að hefjast í gmnnskólunum. as Á að samelna Þrólt og KVA? í sumar hafa heyrst hugmyndir um hvort ekki beri að sameina Þrótt og KVA. KVA hefur átt góðu gengi að fagna í sumar í 1. deild, en nú er orðið ljóst að Þróttarar munu ekki komast upp úr 3. deild. Því hafa menn velt því fyrir sér hvort ekki bæri að sameina liðin til að stækka og styrkja leikmannahópinn og auðvelda róðurinn fjárhagslega. Um þetta virðast hins vegar vera afar skiptar skoðanir. Sameining íþróttafélaga virðist nefnilega ekki síður vera viðkvæmt mál en sameining sveitarfélaga. Þeir sem eru á móti sameiningu benda á að liðin eru að spila í sitthvorri deildinni og myndi sameining væntanlega þýða nýtt nafn og þar með að hið nýja lið þyrfti að byrja í þriðju deild. Andstæðingar norðan Odds- skarðs hafa einnig bent á að ef að hið nýja lið ætlaði að stefna á að komast í úrvalsdeild þá þyrftir að fara út í mikil leik- mannakaup og máli sínu til stuðnings benda þeir á það að í núverandi liði KVA eru flestir leikmenn aðkomumenn en í liði Þróttar eru aðeins tveir aðkomu- menn. Þetta sé því spuming um hvort menn ætla að halda úti liði hálfatvinnumanna eða leyfa heimamönnum að spreyta sig. Þeir sem eru fylgjandi samein- ingu benda á að hið nýja lið gæti náð góðum árangri þótt ekki yrði farið út í mikil leikmannakaup og ef að kaupa þyrfti leikmenn þá væri það auðveldara fjárhags- lega. Einnig hafa menn bent á að nýtt sameiginlegt lið yrði mikið sameiningartákn fyrir hið nýja sveitarfélag. Af þessu er ljóst að spurningin um sameiningu lið- anna er ekki einföld en menn verða samt að taka hana alvar- lega og íhuga vel hvort þetta sé ekki mögulegt í nánustu framtíð. Ókeypis smáar Þróttur fer ekki upp Til sölu eða leigu Þriggja herbergja íbúð að Urðarteigi 7, neðri hæð. Uppl. ís. 565-2774 eða 477-1286 Ibúð til leigu eða sölu Nesbakki 13 í Neskaupstað. Laus 1. sept. '98 Upplýsingar gefa Þráinn og Jóna í síma 466 1884 Óska eftir Vil kaupa 2 handsnúnar færarúllur Uppl. ís. 474 1191 Arni Til sölu eða leigu Einbýlishús að Þórhólsgötu 6. Uppl. gefur Snorri í síma 455-4402 eða 453-6265 Nú er orðið ljóst að Þróttarar fara ekki upp í 2. deild í sumar. Þróttarar eiga bara eftir einn leik við Hött og því geta þeir ekki náð Leikni að stigum. Hlynur Eiríksson þjálfari liðsins segir þetta vissulega vera ákveðin vonbrigði en hann er þó ekki ósáttur við gengið í sumar. „Við erum með lang yngsta liðið í deildinni og erum nánast ein- göngu að nota heimamenn. Það eru margir efnilegir leikmenn í liðinu og mér finnst þeir hafa staðið sig vel í sumar, liðið hefur verið að leika skemmtilega knattspyrnu og skorað mörg mörk. Mannskapurinn er ekkert óánægður með sumarið og það er það sem skipti máli“, sagði Hlynur. QýSidsanna líf Hið sanna líf er ekki lífholdsins heldttr líf ándans. Því bœði menn og dýr eiga líf holdsins, en líf andans eiga aðeins hinir hrein- hjörtuðu, sem hafa drukkið afhaft trúar og neytt af ávöxtum fttllvissu. í Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Jón Björn Hákonarson er að Þessu sinni Jón BJörn Hákonarson Fæðingardagur? 27. janúar 1973 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Óðalssetrið Efri Miðbær Núverandi starf? Þjónustufulltrúi Sparisjóðs Norðfjarðar Önnur störf? Hin ýmsu félagsmálastörf Fjölskylduhagir? Einhleypur Bifreið? BENS - stór BENS Uppáhaldsmatur? Lambalæri Versti matur? Kjötfars, ég hata kjörfars Helsti kostur? Jákvæður og oftast geðgóður Helsti ókostur? Get ekki sagt nei Uppáhalds útivistarstaður? Fannadalur Hvert langar þig mest að fara? Til Grikklands Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Fannadalur Áhugamál? Félagsmál og hestar Uppáhalds tónlistarmaður? Dean Martin Uppáhalds íþróttafélag? Blær Hvað metur þú mest í fari annarra? Jákvæðni og heiðarleika Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið kynnir? Billy Cristal og ég Mottó? Lifa lífínu lifandi Uppáhalds stjórnmálamaður? Bill Clinton Skemmtilegasta sem þú gerir? Sofa Leiðinlegasta sem þú gerir? Vaka

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.