Austurland


Austurland - 13.08.1998, Side 4

Austurland - 13.08.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 Vangaveltur Aðalbjörn Sigurðsson veltir vöngum yfir auglýsingabanni á áfengi og tóbak Eitt af því sem menn virðast aldrei þreytast á að rífast um, er skaðsemi áfengisneyslu og reyk- inga og hvernig standa eigi að sölu, dreifingu, löggjöf og öðru því sem snertir þessi viðkvæmu mál. Þetta lýsir sér m.a. þannig að umræða í fjölmiðlum sprettur reglulega upp og menn rífast um eitthvað ákveðið sem þessi mál snertir. Nýlegt dæmi um þetta er þegar Afengis og tóbaksvamar- ráð setti auglýsingu í Morgun- blaðið þar sem hvatt var til mis- mununar milli þeirra sem reykja og reykja ekki. En aðrir fletir hafa einnig skotið upp kollinum og nú hefur komið upp nýr flötur í þessari baráttu þeirra sem vilja frjálsræði í þessum málum og þeim sem eru á móti því. Þarna á ég við áfengisauglýsingar í sjón- varpi og víðar. Svo virðist sem lög sem banna áfengis- og tóbaksauglýsingar séu orðin úr- elt og menn em óþreytandi við að finna leiðir til að koma skilaboðum um ágæti t.d. hinna ýmsu bjórtegunda o.s.frv. á framfæri í fjölmiðlum. Þeir sem eru á móti banninu benda á að með aukinni tæknivæðingu og betri samgöngum verður sífellt auðveldara að nálgast erlent fjölmiðlaefni sem er stútfullt af auglýsingum af þessu tagi. Er- lend blöð og tímarit berast inn um bréfalúgur íslenskra heimila og gervihnattasjónvarp býður upp á óteljandi fjölda sjónvarps- rása, ásamt því að íslensk fjöl- miðlafyrirtæki eru farin að senda sömu sjónvarpsrásir inn á heim- ili landans í gegnum dreifikerfi sitt. Allt þetta fjölmiðlaefni inniheldur mikið af áfengis- og tóbaksauglýsingum og því er löggjöfin úrelt. En hver eru rökin með lög- gjöf sem bannar fjölmiðlum að auglýsa vörur sem leyfilegt er að selja í almennum verslunum? Eitt af því sem bent hefur verið á er að með löggjöfinni er hindrað að þeir sem koma að sölu áfeng- is og tóbaks hafi áhrif á ritstjóm- arstefnu fjölmiðla landsins. Borið hefur á því erlendis þar sem leyfilegt er að auglýsa áfengi og tóbak að þeir sem t.d. hjálpa fólki að hætta að reykja og drekka og þeir aðilar sem stunda forvarnarstarfsemi hafa ekki haft greiðan aðgang að fjölmiðlum. Astæðan er sú að miðlarnir vilja ekki hætta á að styggja auglýsendur sem oft setja ómælt fjármagn í miðlana í formi auglýsingatekna. í grein sem Þorbjörn Brodd- ason, fjölmiðlafræðingur, hefur tekið saman handa nemendum í fjölmiðlafræði og ber heitið Ritlist, prentlist, dægurmiðlar er sérstakur kafli sem fjallar um þessi mál og fer hann hér á eftir: „Ætla mætti að það væru að- eins smæstu og veikustu fjöl- miðlamir sem hætt væri við að verða fórnarlömb tilrauna af hálfu auglýsenda til að ráðskast með ritstjórnarefni þeirra. Málið er þó alls ekki svo einfalt... Hinn 7. nóvember 1983 birti banda- ríska fréttavikuritið Newsweek, blaðauka undir heitinu „Per- sónuleg heilsugæsla: Leiðarvísir að heilbrigði, líkamlegri hreysti og næringu". Bandarísku lækna- samtökin AMA önnuðust þenn- an blaðaauka sem hafði það yfir- lýsta markmið „að hjálpa til við að komast hjá sjálfyfirkölluðum sjúkdómum og vandamálum og gefa meiri gaum að heilbrigði og líkamlegu hreysti". Þegar hand- ritið var komið í hendur for- svarsmanna Newsweeks tóku þeir sig til og þurrkuðu út allar efnislegar tilvísanir í hugsanleg heilsuspillandi áhrif reykinga. Eftir að blaðaukinn birtist höfðu ýmsir furðu lostnir læknar samband við AMA og samtökin viðurkenndu að í upprunalega handritinu hefði verið fjöldi vafningalausra yfirlýsinga um skaðlegar afleiðingar reykinga, en Newsweek hafði lagst gegn öllum tilvísunum í sígarettur. Á endanum féllst AMA á að fella allt út nema eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Ef þú reykir, skaltu ræða við lækninn þinn um hættur samfara því“. Þetta var sama ráð og var gefið þeim svo voru í megrun eða stunduðu líkams- rækt. Ári síðar gaf vikuritið Time, sem nýtur ekki minna álits en Newsweek, út sambærilegan blaðauka. Að þessu sinni var samstarfsaðilinn landssamband bandaríska heimilislækna AAFP og nú var ekki vikið að hættum af völdum tóbaksreykinga að í dag lögðu þrír Norðfirðingar upp í ævintýraferð til Græn- lands. Það eru þeir Valur Þórs- son, bakari, Ari Magnús Bene- diktsson, líffræðingur og Pétur St. Arason, starfsmaður Ríkisút- varps Austurlands, en þeir ætla að róa á kajökum í kringum Milne Land í Scorespysundi. Milne Land er eyja sem er að flatarmáli u.þ.b. 2/3 af stærð Vestfjarðakjálkans. Hugmyndin að ferðalaginu kom upp í fyrrasumar og unnið hefur verið í málinu af krafti síðan. Lagt verður af stað í dag frá Akureyri, en þaðan er flogið til Scorespysund. I ferðinni sjálfri munu taka þátt níu ein- staklingar en fyrir utan Norð- firðingana þrjá sem þegar hafa verið nefndir munu taka þátt í ferðinni tveir Þjóðverjar, tveir Svíar, Finni og Inútíti sem einnig er leiðsögumaður. Það er ferðaskrifstofa á Akureyri sem sér um skipulagningu ferðarinn- ar en hún hefur einmitt sérhæft sig í hinum ýmsu ferðum til Grænlands. Stefnt er að því að ferðin taki alls um hálfan mánuð og vona þeir félagar að á þeim tíma muni verðrið haldast sæmi- legt, en eins og gefur að skilja öðru leyti en því að lesendum var ráðið frá því að reykja í rúm- inu. Ritstjórar Time höfðu ekki einu sinni fyrir því að ráðfæra sig við AAFP áður en þeir rit- skoðuðu textann. Þegar hugsað er til þess að tóbaksreykingar eru taldar með helstu heilsufars- vandamálum samtímans verður þessi ritskoðun af hálfu tímarit- anna býsna forvitnileg. Þegar síðum þeirra er flett blasir við líkleg á skýring henni í formi fjölmargra litskrúðugra tóbaks- auglýsinga. Ekki er torskilið að tóbaksframleiðendum þyki lítt fýsilegt að auglýsa vöru sína fyrir offjár í tímariti þar sem lesendur og hugsanlegir kaup- endur eru upplýsir um að þessi sama vara stefni lífi þeirra og heilsu í beinan voða. Frá sjónar- miði eigenda og ritstjóra tíma- ritsins mundi missir tóbaksaug- lýsinga hafa í för með sér fjár- hagslegt áfall, hugsanlega gjald- þrot, og af tvennu illu kusu þeir frekar að fóma starfsheiðri sín- um en lifibrauði. Vert er að hafa í huga að Time og Newsweek koma út í milljónum eintaka, hafa á að skipa einvalaliði og vilja láta taka mark á sér. Fyrst slikir risar í fjölmiðlaheiminum megna ekki að halda sjálfstæðri stefnu gagnvart auglýsendum hljóta að vakna grunsemdir um stöðu annarra fjölmiðla. Þessar grunsemdir staðfestast oft við nánari skoðun. Sérritið Psy- hefur það mikil áhrif á slíka ferð. I samtali við blaðið sagði Pétur St. Arason að kajakróður væri ástríða. Þeir félagamir hófu þessa iðju fyrir u.þ.b. fimm ámm og á þeim tíma hafa þeir flakkað víða á þessum óvenjulegu farskjótum. Þeir hafa m.a. róið um allan Norðfjörðinn og eyðifirðina þar í kring, róið frá Neskaupstað til Seyðisfjarðar ásamt því að hafa eytt viku á Breiðafirði þar sem róið var í kringum hinar fjölmörgu eyjar þar, og náttúm og dýralíf skoðað. cology Today neitaði að birta auglýsingu frá virðulegri stofnun sem hjálpar fólki að hætta að reykja. Skýring blaðsins var sú að það treysti sér ekki til að styggja auglýsendur úr röðum tóbaksframleiðenda. Fulltrúi tímaritsins Cosmopolitan svarði beiðni sömu stofnunar um auglýsingarými á þessa leið: „...ætti ég að stofna 5 til 10 milljón dala viðskiptum í voða?“ Fyrst risar á borð við News- week og Time telja sig ekki hafa bolmagn til að standa gegn tóbaksrisum sem eyða ómældu fjármagni í auglýsingar ár hvert, hvemig ætli staðan væri í dag á íslenskum fjölmiðlum ef auglýs- ingabannið væri ekki við lýði? Líklegt er að ef tóbaksframleið- endur hefðu fullan aðgang að fjölmiðlum á íslandi þá hefði t.d. fræg auglýsing tóbaksvamarráðs ekki fengist birt á síðum dagblaða hér á landi. Einnig er líklegt að umræðan um þessi mál væri almennt ekki jafn opin ef auglýsingabannið væri ekki við lýði. Það má því segja að þrátt fyrir margt neikvætt sem hægt er að segja um títtnefnt bann, þá tryggir það engu að síður opna umræðu um skaðsemi áfengis og tóbaks og tryggir þeim sem berjast gegn þessum efnum mjög góðan aðgang að fjölmiðlum landans. En hvað kostar svona ævin- týri? „Þetta er náttúrulega dálítið dýrt en það er okkar skoðun að við séum að fá mikið fyrir peningana. Þessi ferðamáti er mjög sérstakur því maður er í svo nánum tengslum við náttúruna", sagði Pétur St. Ara- son. Meira verður sagt frá ferðinni þegar þeir félagar snúa aftur heim að hálfum mánuði liðnum. Afmælishátíð 17. - 21. ágÚ5t vegna 60 ára afmælis í verslunarhúsnæði KMB á Reyðarfirði. ’f % Reyöarfiröi Róið um stærsta fjörð heims

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.