Austurland


Austurland - 13.08.1998, Side 5

Austurland - 13.08.1998, Side 5
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 5 Framtíð Hússtjórnarskólans á Hallormsstað ræðst í vetur Birna Kristjánsdóttir, nýráðinn skólastjóri Hússtjórnarskólans og Helga Hreinsdóttir, formaður skólanefndar, sitja í „Höllinni“ en undir því nafni gengur stofan í Húsó. Ljósm. as Eins og Austurland hefur þegar skýrt frá hefur Hússtjómarskól- inn á Hallormsstað verið gerður að sjálfseignarstofnun. Skólinn hefur lengi barist fyrir lífl sínu og sem dæmi má nefna að síð- ustu þrír menntamálaráðherrar hafa ætlað að leggja skólann niður eftir að hafa heimsótt stað- inn. Þetta á einnig við um núverandi ráðherra menntamála, Bjöm Bjamason. Björn hætti við að leggja skólann niður eftir að hafa komið í heimsókn og þegið kvöldverð í boði skólans. Bjöm ákvað að skólinn yrði best kominn undir verndarvæng Menntaskólans á Egilsstöðum. Þetta var hins vegar gert án þess ---------------------------r------ Menningardagskránnl „A Seyðl“ að Ijúka Menningardagskránni „Á Seyði“ lýkur formlega um helgina en þetta er fjórða árið sem Seyðis- fjarðabær stendur fyrir slíkri dagskrá. Austurland hafði sam- band við Aðalheiði Borgþórs- dóttur til að forvitnast um það hvemig dagskráin hefði gengið og hvað boðið hefði verið upp á en hún hefur ásamt Grétu Garð- arsdóttur skipulagt „Á Seyði“ þetta árið. „Þetta hefur gengið prýðilega í sumar en þó er hægt að segja að það hafi verið óvenju lítið um ferðamenn vegna veðurs. Höfum ekki tekið það nákvæmlega út hvemig aðsóknin á menningar- viðburði í tengslum við „Á Seyði“ hefur verið en það er þó ljóst að hún er minni en undan- farin ár. Það hefur einnig verið mjög misjafnt hvernig einstaka viðburði hafa verið sóttir, sumir hafa gengið vel en aðrir verr, eins og gengur" En hvernig gekk að skipuleggja þessa hátíð? Þetta gekk ótrúlega vel. Menn eru farnir að heyra af þessari dagskrá okkar og vilja gjaman taka þátt. Það má í raun segja að það sé orðið eftirsótt að komast að, t.d. eru þrír aðilar þegar búnir að lýsa áhuga á að koma hér að ári. Dagskráin í sumar var að vanda fjölbreytt. Boðið var upp á myndlistarsýningar, tónleika, hljómstefnu, víkingahátíð ásamt mörgu fleiru. Sérstaklega ber að minnast að vegna skyndilegs fráfalls föður síns gat Björn Roth, myndlistamaður, ekki sýnt í Skaftfelli eins og fyrirhugað var. Að tillögu Péturs Kristjáns- sonar í samráði við Björn var því ákveðið að setja upp myndlistar- sýningu í minningu og til heið- urs Dieter. Sýningin byggði á sömu hugmyndafræði er lá að baki útgáfu tímaritsins —Tímarit fyrir allt-, sem Dieter gaf út á ámnum 1975 til 1987. Tímaritið byrjaði sem hefti upp á 32 síður, en endaði sem bók upp á 1252 síður með viðaukaútgáfu upp á 144 síður. Tímaritið byggði á því að allir gátu sent inn það efni sem þeir vildu til birtingar. Hugmyndin sem myndlistarsýn- ingin byggði því á, er að allir gátu sent inn eitt myndverk til uppsetningar. Haft var samband við nokkra myndlistarmenn sem tóku þessari hugmynd afar vel. Yfir 50 verk, jafnt frá lands- þekktum listamönnum og minna þekktum bárust á sýninguna. Menningardagskránni lýkur, eins og áður sagði, formlega um helgina og verður mikið um að vera á Seyðisfirði. Þar ber lík- lega hæst hið árlega landsmót hagyrðinga sem verður haldið í Herðubreið á laugardagskvöld- ið. Nafnkunnir hagyrðingar víðsvegar að af landinu munu kveða hvum annan í kútinn svo stíft að menn munu vart vatni halda. Hákon Aðalsteinsson verður veislustjóri og sýndi hann framkvæmdastjórum “Á Seyði” hvemig vanir menn snara fram vísu án þess að roðna hið minnsta og fær hún að fljóta með; Gamla kroppinn gleddi mest glaður mjög ég yrði ef ég gæti faðmað flest fljóð á Seyðisfirði. Búist er við að um eða yfir 300 manns komi á mótið og vitað er til þess að menn hafi “sparað” sig í allt sumar til að geta mætt ferskir til leiks. Einnig verður margt annað á döfinni, t.d. verður aukasýning á þrívíðum verkum leikskólabama á Austurlandi sem unnin eru úr mjölpokum, fiskikössum og umbúðum utan af neysluvörum heimilanna. Verkin voru send inn til sýningar á menningardegi bama “Karlinn í tunglinu’98” Þátttakendur vom frá leikskól- unum Hádegishöfða Fellabæ, Sólvöllum Seyðisfirði og Leik- skólanum á Djúpavogi. Þeim sýningum sem staðið hafa yfir í sumar verður form- lega lokað á sunnudeginum, þannig að þeir sem ekki hafa þegar skellt sér á Seyðisfjörð og skoðað hvað um er að vera ættu að drífa sig nú um helgina. En þrátt fyrir að „Á Seyði“ ljúki formlega um helgina er langt frá því að öllu menningar- stússi þeirra Seyðfirðinga Ijúki um leið. Næsta miðvikudag munu t.d. verða tónleikar í tónleikaröðinni Bláa kirkjan, þar sem Muff Worden mun sjá um sönginn en Steinunn Birna Ragnarsdóttir mun leika undir á píanó. Einnig verða fleiri tón- leikar í þessari tónleikaröð, 25. ágúst munu Castelbay, banda- rískur dúett flytja keltneska tónlist og sjómannalög. Tón- leikaröðinni lýkur síðan 2. september með pompi og prakt, en þá mun vera boðið upp á „Inga T. kvöld“ með Bergþóri Pálssyni, Garðar Eymundssyni og fleirum. Það er því ljóst að engum þeim sem heimsækja Seyðis- fjörð á næstunni ætti að þurfa að leiðast. að með fylgdi nokkur aukafjár- veiting til ME í samræmi við kostnað við verklegt nám og því gekk fyrirkomulagið ekki upp. Því var boðið upp á þann kost að gera skólann að sjálfseignar- stofnun. Skólinn fær áfram fjár- magn frá Menntamálaráðuneyt- inu en hann hefur nú eignast bakhjarla sem eru SSA, Búnað- arsambandið, Kvenfélagasamtök Austurlands og Ferðamálasam- tök Austurlands. Nýlega var ráðinn nýr skóla- meistari við Húsó og varð Bima Kristjánsdóttir fyrir valinu. Bima er með MA gráðu í listum frá bandarískum háskóla og hún stundaði einnig nám í menning- armiðlun í Kaupmannahöfn, en menningarmiðlun er grein sem byggir á miðlun menningar milli fólks og frá stofnunum út í sam- félagið. Bima er enginn nýgræð- ingur í skólastjórnun því hún var skólastjóri Heimilsiðnaðarskól- ans í Reykjavík í sex ár. Bimu lýst afar vel á nýja starfið og lít- ur á það sem ögmn sem gaman verði að takast á við. stjóma heimili. Það má því segja að námið í Húsó samrýmist stefnu Bjarnar Bjarnasonar að kenna fólki lífsleikni. Að sögn Birnu mun næsti vetur verða ráðandi um framtíð skólans. Leitast verður við að mynda framtíðarstefnu sem tryggir skólanum sess innan skólakerfisins. Birna segir vera ljóst að það verði forgangsverk- efni að finna skólanum öruggan rekstrargrundvöll því að for- senda árangurs sé að stofnunin beri sig fjárhagslega. Hún segir það vera algerlega nauðsynlegt að námið við skólann verði metið til eininga inn í framhalds- skólanna því annars sé hætt við að fólk telji námið við Húsó tefja menntaskólanám sitt. Hins vegar telur Birna skólann einnig vera álitlegan kost fyrir þá sem ætla ekki í menntaskóla en vilji læra hagnýta hluti sem geti tryggt þeim atvinnu. Birna segir einnig að námið sé afar hentugt að því leyti að fólk eigi afar auðvelt með að fá sumarvinnu við ferðaþjónustu að námi loknu og Birna skólastjóri við hið glœsilega hús Hússtjórnarskólans sem byggt var um 1930 en nýlega var byggt við húsið og það endurbœtt að innan. Ljósm. as En hvers konar skóli er Húsó? Að sögn Bimu skólameistara og Helgu Hreinsdóttur, formanns skólanefndar, er ekki um að ræða gamaldags húsmæðra- skóla. Námið er afar fjölbreytt og má segja að það nýtist fólki bæði í lífinu og einnig sem undirbúningur fyrir frekara nám í matreiðslu, framreiðslu, ferðamálum, fatasaumi og fatahönnun o.fl. Skólinn er því prýðilegur fyrir þá sem hafa hugsað sér að læra einhverja af þessum greinum en vilja kynnast þeim áður en haldið er út í frekara nám. Áhugi er fyrri að taka upp samstarf við Menntaskólann í Kópavogi og skóla í iðn- og textílgreinum og geta nemendur þá fengið nám sitt við Hússtjórnarskólann á Hallormstað metið tileininga í þeim skólum. En námið við Húsó er einnig frábær undir- búningur undir lífið því þar læra menn að spjara sig á eigin spýtur, elda góðan mat og það geti tryggt afkomu fólks á meðan það er í menntaskóla eða háskóla að hafa góða sumar- vinnu. Vonandi mun ganga vel að finna skólanum rekstrargrund- völl því að Húsó er afar sérstak- ur staður þar sem góðir andar svífa yfir vötnum og þeir sem stunda nám þar fá gott veganesti út í lífið. Bílvelta í Breiðdalsvík Bílvelta varð í Breiðdalsvík skömmu eftir hádegi á sunnu- daginn. Þrír Þjóðverjar voru í bflnum, þar af eitt barn. Enginn slasaðist alvarlega að sögn lögreglu, en einn farþegi var fluttur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Talið er að bíllinn hafi lent í lausamöl, snúist á blautu malbikinu og farið nokkrar veltur.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.