Austurland


Austurland - 13.08.1998, Page 6

Austurland - 13.08.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 framlag frá Evrópusambandinu sem greiðir laun erlendu fræði- mannanna. Seyðisfjarðarbær styrkir einnig verkefnið. Stafkirkja- Týndi hlekkurinn í íslenskum kirkjubyggingum Ein af merkilegustu uppgötv- í allt sumar hefur hópur fólks unnið að uppgrefti að Þórarins- stöðum í Seyðisfirði. Þarna er á ferðinni fjölþjóðlegur hópur fræðimanna sem hefur gert stórmerkar uppgötvanir. I hópn- um eru tveir ítalskir fomleifa- fræðingar, einn breskur fornleifa- og sagnfræðingur, tveir skoskir ítölsku fornleifafrœðingarnir Barbara Rotundo og Silvia Panti eru ekki beint vanar að vinna í 5 stiga hita og raka en þœr unnu síðast við uppgröft í Róm í 35 stiga hita. Ljósm. as fornleifafræðinemar. íslenska hópinn skipa Sófus Jóhannsson, sagnfræðingur, Þórunn Hrund Oladóttir, þjóðfræðingur, Tryggvi Már Ingvason, landfræði- og sagnfræðinemi, og Margrét Gylfadóttir, fornleifafræðingur. Steinunn Kristjánsdóttir, forn- leifafræðingur, hefur stjórnað uppgreftinum og segir hún þetta vera frábært lið fræðimanna. Hópurinn hefur ekki misst úr nema einn dag vegna veðurs og Steinunn segir hópinn hafa sýnt ótrúlegan dugnað og hörku við uppgröftinn. Hópurinn var mynd- aður í tengslum við verkefni sem Mynjasafn Austurlands stendur að og kallast „Mörk heiðni og kristn i.“ Markmið verkefnisins er að afla heimilda um kristni- tökutímabilið en um það eru ekki til neinar ritaðar heimildir. Þegar er búið að grafa upp eina kirkju- rúst en hún er írsk að uppruna úr torfi og grjóti. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarráði Islands og það greiðir laun Islending- anna í hópnum. Svo kemur mót- unum hópsins eru leifar af staf- kirkju. Stafkirkjur eru þekktar í öllum nágrannalöndum okkar en slík bygging hefur aldrei áður fundist á Islandi. Steinunn segir það hafa komið mikið á óvart að finna stafkirkju. „Menn hafa alltaf gert ráð fyrir að slíkar kirkjur væri að finna á íslandi og um þær er talað í rituðum heim- ildum, en samt hefur engin staf- kirkja fundist fyrr en nú. Það hlaut að vera að það gerðist fyrr eða síðar, en samt urðum við afar hissa.“ ,sagði Steinunn. Nú er búið að finna þrjár stoðarholur af fjórum og í síðustu viku fundust leifar af kór kirkjunnar og einnig eitthvað sem virðist vera steinkross, höggvinn úr ókennilegum steini. I stoðarhol- unum fundust viðarleifar sem verða aldursgreindar og það ætti að gefa vísbendingar um aldur kirkjunnar. Það ætti einnig að gefa vísbendingar um hvort í kirkjuna hefur verið notaður rekaviður eða hvort hún hefur verið flutt frá Noregi. Hins vegar Heilsuefling á Héraði Á Héraði er nú í gangi átak í heilsueflingu sem felst í því að minnka akstur til og frá vinnu- stöðum og þar með auka hreyf- ingu. Hins vegar hangir Ileira á spýtunni. Stundum er talað um græna þríhyrninginn, sem er heilsa, umhverfi og peningar. Þegar menn gera eitthvað sem skilar sér á einu sviði skilar það oft jákvæðum árangri á hinum sviðunum. Ef að við t.d. göngum eða hjólum í vinnuna komumst við í betra form, drögum úr mengun og spörum peninga. Átakið mun standa í rúmlega þrjár vikur, frá 10. til 31. ágúst. Þátttökulistum verður dreift á vinnustaði og þeim safnað saman að þremur vikum liðnum. Þeir vinnustaðir sem ná bestum árangri munu hljóta viðurkenn- ingu og kynningu í fjölmiðlum. telur Steinunn ljóst að kirkjan sé fráþvífyrir 1100. Heiðnir greftrunarsiðir eftir kristnitöku? Úr 17. öld í þá 12. í einu skrefi Við uppgröftinn hafa einnig komið í ljós 12 grafir og í þeim hefur fundist talsvert af beinum. Hins vegar virðast varðveislu- skilyrði ekki vera góð í jarðveg- inum, vatn virðist hafa átt greið- an aðgang að beinunum og því er lítið eftir af þeim. Þó hafa fundist heillegir hlutar úr haus- kúpum og tennur. Það sem er merkilegt við grafirnar er það að fólkið virðist hafa verið jarðsett að heiðnum sið að einhverju leyti. Sum líkin hafa t.d. snúið á hlið í gröfunum en ekki verið lögð á bakið eins og siður er við kristnar útfarir. Einnig hefur kolasalla verið stráð yfir og und- ir líkin en það er einnig þekkt úr heiðnum sið. Árið 1938 fannst beinagrind í steinkistu en stein- kistur eru einnig þekktar úr heiðni. Ein beinagrindin sem fannst lá á hliðinni með bogin hné en beinagrindur sem fundist hafa í kumlum hafa verið grafnar með þeim hætti. Beinin sem fundust í gröfunum verða aldursgreind og þá kemur í ljós hvort fólkið hefur verið greftrað fyrir eða eftir kristnitöku. Mögulegt er að kirkjan hafi verið byggð í gömlum grafreiti og ef svo er gætu grafirnar verið úr heiðni. Annar merkilegur fundur var svo eldstæði sem fannst við eina gröfina. Steinunn sagðist telja að þetta eldstæði hafi verið notað við útför. Það er þekktur heiðinn siður í Skandinavíu að kveikja eld í grafstæðum. En hvemig skyldi það vera að hafast við úti í einu versta sumri sem Austfirðingar muna eftir og vinna slíka nákvæmnisvinnu sem fornleifauppgröftur er? Þegar blaðamenn Austurlands heim- sóttu uppgröftinn virtust tvö hljóð einkenna fræðimennina: Nefsog og hósti. Uppgröfturinn gengur svo hægt að það er erfitt að vinna sér til hita og þess vegna er fræðimönnunum nánast alltaf kalt við vinnu sína. Stein- unn sagði það vera ótrúlegt hvað fólkið hefði þó verið duglegt við vinnuna, t.d. hefði það aðeins tekið einn dag í frí í allt sumar. Steinunn sagði sumarið hafa verið afar kalt en ekki hafí rignt Þegar blautt er í veðri breytist vinnusvœði fornleifafrœðinganna í forarsvað. „Ef menn gœta sín ekki sökkva menn frá 17. öld niður íþá 12. í einu skrefi“ eins og Steinunn orðaði það. Ljósm. as neitt sérlega mikið því að mjög erfitt er að vinna í hellirigningu. „Maður stígur úr 17. öld niður í þá 12. áðuren maður veitafþeg- ar rignir því þá breytist svæðið í forarsvað“,sagði Steinunn og brosti. Blaðamönnum Austurlands lék mikil forvitni á að vita hvernig veðrið og vinnan legðist í ítölsku fornleifafræðingana tvo sem eru að sjálfsögðu vanar allt öðrum kringumstæðum. ítölsku Steinkross sem fannst við uppgröftinn, en krossin er liöggvinn úr sérkennilegum konurnar heita Barbara Rotundo og Silvia Panti og hlutu þær báðar menntun sína í Róm og eru þær báðar sérfræðingar í miðaldafornleifum. Þær hafa unnið við fomleifauppgröft á Italíu. Þær unnu báðar í Umbria í Mið-Italíu eftir jarðskjálfta sem urðu þar og þær unnu m.a. við að gefa ráð um hvernig mætti varðveita minjar og lagfæra þær skemmdir sem urðu í jarðskjálftanum. Barbara og Silvia segjast hafa vanist veðrinu ágætlega þó að það hafi verið kalt í fyrstu, en þær voru að vinna í 35 stiga hita í Róm áður en þær komu til Seyðisfjarðar en þar hefur hitinn verið milli 5 og 10 gráður í allt sumar. Þær segja reynsluna hér vera góða að því leyti að þær aðferðir sem notaðar eru við uppgröftinn eru ólíkar því sem þær eru vanar, en það veiti þeim nýja sýn á vinnu- brögð. Barbara og Silvia segja þær uppgvötanir sem gerðar hafa verið við uppgröftinn vera mjög áhugaverðar þó að þær séu ekki sérfræðingar í Norðurlandasögu. Þær segjast báðar vera hrifnar af Islandi þó að þær hafi ekki náð að skoða sig mjög mikið um. Þær hafa t.d. ekki skoðað Reykjavík en þeim finnst náttúra landsins vera stórkostleg. steim. Ljósm. as Hönnum vefsíður fyrir fyrifceki, # stofnanir og einstaklinga| IÐURINN Eldsmiðurinn - austfirskt 21, aldar fyrirtœki Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn,is

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.