Austurland


Austurland - 13.08.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 13.08.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. AGUST 1998 Um launaKjör bæjarfulltrúa Sl. föstudag birtist undarleg og óvönduð frétt í DV þar sem launakjör bæjarfulltrúa í nýsam- einuðu sveitarfélagi Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar voru gerð að umtalsefni. Þetta var aðalfrétt blaðsins umræddan dag og birti það m.a. flennimynd af bæjarstjórn Neskaupstaðar frá síðasta kjörtímabili á forsíðu ásamt uppsláttarfyrirsögn um að bæjarráð hins nýja sameinaða sveitarfélags hefði hækkað laun sín um 300 prósent. Eg hef orðið var við að fólk haldi að hér séu hinir kjörnu fulltrúar að skammta sér há forstjóralaun og því er full ástæða til að gera grein fyrir nokkrum þáttum sem snerta þetta mál: - Bæjarráð hins nýja sveitar- félags fjallaði um tillögu um kjör bæjarfulltrúa, bæjarráðsmanna og fulltrúa í nefndum á fundi í síðustu viku. Sú tillaga sem lögð var fram var samþykkt einróma en hún á eftir að hljóta afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan fól í sér að bæjarfulltrúar og bæjarráðsmenn fengju greidd föst laun en ekki yrði einungis greitt fyrir setu á formlegum fundum eins og tíðk- aðist í sveitarfélögunum þremur fyrir sameiningu. Þessi föstu laun skyldu vera 11,4% af þing- fararkaupi eða um 25 þúsund krónur á mánuði. Fulltrúum í nefndum yrði hins vegar greitt fyrir hvern fund og yrði þóknun til almenns nefndarmanns 4000 kr. fyrir fundinn en 8000 kr. til formanna nefnda. Forseti bæjar- stjórnar og formaður bæjarráðs skulu samkvæmt umræddri til- lögu fá greidd tvöföld bæjarfull- trúalaun enda eru gerðar meiri kröfur til þeirra um vinnufram- lag en til annarra bæjarfulltrúa. - Laun þessi eru miðuð við stærð hins nýja sveitarfélags og áætlað nauðsynlegt vinnufram- lag bæjarfulltrúa, bæjarráðs- manna og nefndarmanna. Allur samanburður við þau laun sem greidd vori í sveitarfélögunum þremur fyrir sameiningu er út í hött. Hér er um að ræða nýtt sveitarfélag og föst laun en ekki greiðslur fyrir setu á einstökum fundum. Ef DV hefði í frétt sinni borðið umrædd kjör saman við kjör sveitarstjórnarmanna í sam- bærilegum sveitarfélögum þá hefði varla verið um uppsláttar- frétt að ræða, en þess í stað ber blaðið kjörin saman við þær greiðslur sem áður tíðkuðust til bæjarfulltrúa á Eskifirði. DV velur sér viðmið til að fá út sem hæsta prósentuhækkun launanna og segir það mikið um eðli DV sem fjölmiðils. - Til þessa hafa kjör sveitar- stjórnarmanna á Austurlandi verið bágborin í samanburði við þau kjör sem gilt hafa víða annars staðar. Þessi staðreynd hefur leitt til þess að algengast hefur verið að sveitarstjórnar- menn hafa tapað á því efnahags- lega að gegna sveitarstjórnar- starfi. Af þessum ástæðum hafa ýmsir hæfir sveitarstjórnarmenn fljótlega gefist upp á starfinu og eins hefur þessi staðreynd komið í veg fyrir að hæft og reynslu- mikið fólk gefi kost á sér til sveitarstjórnarstarfa. Kjör sveitarstjómarmanna þurfa að vera þannig að allir eigi að geta átt þess kost að sinna þeim án þess að bera af þeim efnahags- legan skaða. Að sama skapi má halda því fram að störf af þessu tagi ættu ekki að vera sérstak- lega eftirsóknarverð launanna vegna. - Störf sveitarstjórnarmanna eru sífellt að verða umfangs- meiri enda verkefni sveitarfélaga að verða fjölþættari. Þessi stað- reynd ásamt stækkun sveitar- félaga með sameiningu hlýtur að hafa áhrif á hvaða þóknun skal greiða fyrir sveitarstjórnarstörf. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórn skylt að ákveða hæfilega þóknun til kjörinna fulltrúa og allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að hæfileg þóknun er breytileg og hlýtur að fara eftir verkefnum og stærð og íbúafjölda sveitarfélags. - Við sameiningu sveitarfé- laga verður að byggja upp nýtt stjórnkerfi sem hefur önnur ein- kenni en þau stjórnkerfi sem áð- ur voru við lýði. Stjórnkerfi stærri sveitarfélaga gera gjarnan meiri kröfur til manna og verkefni kjörinna fulltrúa, nefnda og ráða verða víðtækari. Sem dæmi má nefna að einungis 6 faglegar nefndir starfa í nýju sameinuðu sveitarfélagi Eski- fjarðar, Neskaupstaðar og Reyð- Norðfjörður í Danska Ríkissjónvarpinu Næstkomandi laugardag verður sýnt í Danska ríkissjónvarpinu, Danmarks Radio, stöð 2, sér- stakur þáttur þar sem fjallað verður um Danann og mjólkur- fræðinginn Jeff Clemmensen. Um er að ræða þátt í seríu þar sem fjallað er um danska ríkisborg- ara erlendis og verður 5-6 mín- útna símaviðtal við Jeff í þættin- um. í tengslum við viðtalið verð- ur síðan sérstök kynning á Nes- kaupstað sem Þórarinn Hávarðs- son hefur tekið saman, en um sérstaka samvinnu milli hans og sjónvarpsstöðvarinnar dönsku er að ræða. I þessari samantekt verður sýnt frá kraftakeppninni á Neistaflugi, en Jeff sá um hluta skipulagningar hennar, sýnt frá SVN, mjólkurstöðinni, frá skíða- svæðinu í Oddsskarði ásamt fleiru. Myndirnar hefur Þórarinn verið að taka undanfarnar vikur en hluti þeirra kemur þó úr safni hans. I samtali við blaðið sagði Jeff að ljóst væri að þeir sem standa að þættinum væru búnir að vinna heimavinnuna sína og það vel. Þeir vissu t.d. mikið um pólitfkina á staðnum, en héldu þó að hér væri rekið einhvers- konar kommúnískt stjórnkerfi. Þeir höfðu einnig mikinn áhuga á að vita hvernig nafnið Litla Moskva væri til komið og hvernig stæði á því að sett hefði verið upp sérstakt skilti við bæinn með þessu nafni. „Þeir spurðu einnig nokkuð út í atvinnulífið en sú staðreynd að enginn íbúi staðarins væri atvinnulaus kom þeim nokkuð spánskt fyrir sjónir", sagði Jeff að lokum. arfjarðar en slíkar nefndir voru samtals um 30 í sveitarfélögun- um þremur fyrir sameiningu. Þetta þýðir að mun meiri vinnu er krafist af nefndarmönnum nú en áður og með einhverjum hætti er nauðsynlegt að taka tillit til þess. - Sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að sameining sveitar- félaga leiði vart af sér sparnað hvað snertir launagreiðslur til kjörinna fulitrúa. Sameiningin hefur miklu frekar í för með sér hagræðingu í embættismanna- kerfi, aukinn styrk sveitarfélags- ins sem stjómsýslueiningar og möguleika á fjölþættari þjón- ustu. Það er í reyndinni grund- vallaratriði að fólk fáist til að gegna sveitarstjómarstörfum og þá mega hinir efnahagslegu þættir ekki verða til þess að fæla frá. Að lokum þetta. Umræður um kjör sveitarstjórnarmanna eru af hinu góða eins og reyndar allar umræður um sveitarstjóm- armál. Það er hins vegar brýnt að þessar umræður séu málefnaleg- ar og heiðarlegar en ekki í þeim stíl sem einkennir fréttaflutning DV. Smárí Geirsson Ovenju goö skilyrði í Norðfjarðará Góð veiði hefur verið í Norð- fjarðará í sumar og dæmi eru um að menn hafi náð allt að 18 fiskum á hálfum degi. Stærsti fískur sumarsins sem veiðst hef- ur er bleikja sem mældist 4 1/2 pund en það var Kristján J. Kristjánsson sem veiddi hana á Wiskey. Að sögn Kristjáns eru að- stæður í ánni allar hinar bestu og óvenju skemmtilegar miðað við árstíma. T.d. er hitastigið hárrétt og einnig hefur það mikið að segja að óvenju mikið vatn er í ánni miðað við árstíma. Mest veiðist að venju á flugu, og þá helst ljósar flugur, appelsínugul- ar flugur á borð við Wiskey, rauðar og gular eins og Mickey Finn og heimasætan hefur einnig gefist vel. Eins og venjulega hafa fundist nokkrir nýir veiðistaðir í ánni í ár. Einnig er útlit fyrir gott framhald en stórstreymt er þessa dagana sem þýðir að nýr göngufiskur er að ganga í ánna. Danski mjólkurfrœðingurinn Jeff Clemmensen veðrur í aðalhlutverki þegar Danska ríkissjónvarpið mun fjalla um danska ríkisborgara erlendis nœstkomandi laugardag. Ljósm. as Stœrsti fiskur sem landað hefur verið úr Norðfjarðará þetta sumarið er 4 lllpunda bleikja sem Kristján J. Kristjánsson veiddi á dögunum. Ljósm. S.Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.