Austurland


Austurland - 13.08.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 13.08.1998, Blaðsíða 8
#* Mexíkókryddaöar svínalœrisneiðar ,&aWadagafrakLio.oo-Jo ^ IVIPQRAlflf I Q kjcíklingum svínabógsneiðar "»»«*¦ ©477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurland Neskaupstað 13. ágúst 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Kennt á víð og dreif Nú er orðið ljóst að byggingu hins nýja hluta Nesskóla á Norðfirði verður ekki lokið áður en kennsla hefst í haust. Fram- kvæmdir töfðust mikið vegna aukinna krafna um snjóflóða- varnir, en vegna þeirra þurfti að endurhanna bygginguna. Af þessum sökum verður kennt á víð og dreif þar til byggingin verður kláruð, en útlit er fyrir að hún verði fullkláruð fyrir ára- mót. Tveir bekkir munu hljóta kennslu á Kirkjumel, tveir bekk- ir verða í húsnæði Verkmennta- skólans og jafnvel verður einn bekkur í safnaðarheimilinu en viðræður um það mál standa nú yfir. Því er útlit fyrir að kennslan muni fara fram á fjórum stöðum. Samfelld verslun í 60 ár Einar Sveinn Arnason, skólasíjóri í Neskaupstað, fyrir framan nýbyggingu skólahúss en nú er Ijóst að byggingin verður ekki tilbúinn fyrr en um áramót. Enþetta eru ekki einu vandamálin sem Einar á við að glíma þessa dagana því ennþá vantar kennara til starfa. Ljósm. as Austfirðingar virðast ekki fara varhluta af þeim uggvænlega skorti á kennurum sem orðinn er á landsbyggðinni og nú reyndar í fyrsta skipti á höfuðborgarsvæð- inu. Stutt könnun Austurlands leiddi í ljós að í Neskaupstað vantar 3 kennara fyrir veturinn, á Eskifirði vantar kennara í eina og hálfa stöðu, á Egilsstöðum vantar 3 kennara og á Seyðisfirði vantar einn kennara. Þetta gefur þó ekki alveg rétta mynd af ástandinu því að í flestum skólum starfar margt fólk sem ekki hefur kennararéttindi. I Nesskóla starfa 5 leiðbeinendur en 18 kennarar, á Eskifirði starfa 5 leiðbeinendur en 8 kennarar, á Reyðarfirði eru 4 leiðbeinendur en 8 kennarar og á Seyðisfirði og á Fáskrúðsfirði eru jafn margir leiðbeinendur og kennarar. Á Egilsstöðum er ástandið reyndar frekar gott því þar eru 2 leið- beinendur á móti 25 kennurum. Þeir skólastjórar sem rætt var við voru sammála um það að þetta stafaði fyrst og fremst af því hversu lág laun eru greidd fyrir kennarastarfið og telja menn að síðustu kjarasamningar hafi engu breytt. Skólastjórarnir telja að besta leiðin til að fá fólk í kennslu sé að hækka launin verulega og gera ákveðnar breytingar á kennarastarfinu og m.a. að lækka kennsluskyldu. Einn skólastjóri taldi að hlutfall réttindakennara ætti eftir að lækka að óbreyttu og gæði kennslunnar því að minnka enn frekar. Þetta er uggvænleg þróun með tilliti til þess að fólk flytur ekki í landsbyggðarbæi nema að sjá fram á að börnin þeirra fái góða menntun og sveitarstjórn- armenn ættu e.t.v. að fara að ræða hvort ekki sé kominn tími til að bæta kjör kennara veru- lega. Nokkur sveitarfélög hafa þegar gert sérsamninga við sína kennara og þar má nefna Akur- eyri, Raufarhöfn og Alftanes. Dagana 17. til 21. ágúst mun KHB á Reyðarfirði halda upp á 60 ára verslunarafmæli. Hús- næði verslunarinnar var byggt árið 1938 og hefur verið stunduð verslun í því óslitið síðan Að sögn Björgvins Pálssonar, verslunarstjóra KHB á Reyðar- firði, munu vera uppákomur á hverjum degi alla vikuna, t.d. verður míkið af matvælakynn- ingum og öðru slíku. Aðaldag- skráin verður síðan föstudaginn 21. ágúst en þá verður t.d. ókeypis í Go Cart torfærubíla fyrir börnin og flugeldasýning um kvöldið. Einnig hittir svo skemmtilega á að Tærgensen gistiheimilið á Reyðarfirði er einnig 60 ára um þessar mundir og mun einhver samvinna verða milli staðanna þessa viku til að gera afmælin sem veglegust. Sffppféfagfð Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 Sólin skein glatt á Norðfirðinga á þriðjudag og gladdi það hjörtu margra, ekki síst blessaðra barnanna, sem undur sér vel í langþráðu sólskyninu. Þessi börn hafa tekið þátt í leikjanám- skeiði Þróttar ísumar og sólin er eflaust kœrkomin tilbreyting frá kul(lan 11 in sem ríkt hefur ísumar. Ljósm. S.Ó. „Annars verður þetta mikið spilað af fingrum fram og dag- skráin mun að nokkru leyti stjórnast af aðsókn og veðri. Við ætlum að reyna að hafa mest af uppákomunum úti ef veður leyfir, en það verður einfaldlega að koma í ljós hvernig það á eftir að ganga", sagði Björgvin að lokum. Kolmunnaveiðar gariíja sæmilega Veiðar á kolmunna hafa gengið sæmilega síðustu vikuna. Skip- um hefur verið að fjölga á mið- unum og eru þau nú orðin 10-12 talsins. Fjöldi skipanna auðveld- ar leit mikið og ætti veiði því að fara að glæðast. Hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað hefur ca. 2500 tonnum af kolmunna verið landað og er Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri, nokk- uð ánægður með veiðarnar hing- að til. Heimajarögerö Nú hefur verkefni um heima- jarðgerð á vegum Sorpeyðingar Miðhéraðs staðið í eitt ár. Heimajarðgerð er leið til þess að draga úr sorpmagni frá heimil- um enda nemur lífrænn úrgang- ur um 30-50% af heildarúrgangi frá heimilum. Heimajarðgerð er að mörgu leyti góður kostur því hún krefst ekki hirðingar og urðunar heldur er úrganginum fargað heimavið. Árangur verk- efnisins hefur verið góður, en 22 fjölskyldur tóku þátt. • >#*" jonusta i ara Vökvatengi og háþrýstislöngur -SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.